Hingað og ekki lengra Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. september 2024 11:01 Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mannréttindi Mál Yazans Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun