Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins opnuð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 20:07 Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Hann er mjög ánægður og stoltur af nýju stöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins hefur verið opnuð á Selfossi en þar geta tuttugu og sex bílar af öllum stærðum og gerðum hlaðið í einu allan sólarhringinn. Það er hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar, sem á heiðurinn af hleðslustöðinni með samstarfsaðilum sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar
Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira