„Ég get ekki hætt að gráta“ Hinrik Wöhler skrifar 14. september 2024 17:00 Erin McLeod hefur leikið sinn síðasta leik með Stjörnunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur. „Ég held að þetta var erfiður leikur að spila en ég er mjög stolt, við byrjuðum með nokkra unga leikmenn og þær gerðu mjög vel. Við reyndum að spila út úr vörninni, Tindastóll pressaði vel og maður á mann um allan völl,“ sagði Erin eftir leikinn í dag. Klippa: Erin McLeod hætt hjá Stjörnunni Jordyn Rhodes kom gestunum yfir með frábæru skoti utan af velli í byrjun leiks en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur. „Ég var mjög ánægð með að við náðum að spila okkur út úr þessu en þær skoruðu á fyrstu mínútu leiksins og þá er ávallt erfitt að koma til baka úr því. Við héldum áfram og vorum þolinmóðar. Við fundum tvö mjög góð mörk,“ sagði markvörðurinn. Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni en liðið endaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna. Stjarnan lék í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og er Erin mjög ánægð með síðari hluta tímabilsins. „Þetta var upp og niður. Ég er mjög stolt af liðinu á síðari helming tímabilins en þó komum við saman og Kalli [Jóhannes Karl Sigursteinsson] hefur verið frábær leiðtogi. Leikmennirnir brugðust mjög vel við honum og við fundum nýja hvatningu og nýtt hjarta í síðari hlutanum. Við náðum góðum stigum á móti stórum liðum líkt og Breiðabliki og Val og við munum halda áfram út frá því.“ Komið að tímamótum Það eru tímamót í lífi markvarðarins en þetta var hennar síðasti leikur fyrir Garðbæinga og það er greinilegt að henni þykir mjög vænt um tíma sinn hjá liðinu. Erin spilaði þrjú tímabil fyrir Stjörnuna, hún kom til liðsins 2020 og lék síðan með liðinu aftur 2023 og í ár. „Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk. Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á góðri stundVÍSIR/VILHELM Þó það sé ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum þá er hún full tilhlökkunar fyrir framhaldinu utan fótboltans. „Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Ég held að þetta var erfiður leikur að spila en ég er mjög stolt, við byrjuðum með nokkra unga leikmenn og þær gerðu mjög vel. Við reyndum að spila út úr vörninni, Tindastóll pressaði vel og maður á mann um allan völl,“ sagði Erin eftir leikinn í dag. Klippa: Erin McLeod hætt hjá Stjörnunni Jordyn Rhodes kom gestunum yfir með frábæru skoti utan af velli í byrjun leiks en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur. „Ég var mjög ánægð með að við náðum að spila okkur út úr þessu en þær skoruðu á fyrstu mínútu leiksins og þá er ávallt erfitt að koma til baka úr því. Við héldum áfram og vorum þolinmóðar. Við fundum tvö mjög góð mörk,“ sagði markvörðurinn. Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni en liðið endaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna. Stjarnan lék í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og er Erin mjög ánægð með síðari hluta tímabilsins. „Þetta var upp og niður. Ég er mjög stolt af liðinu á síðari helming tímabilins en þó komum við saman og Kalli [Jóhannes Karl Sigursteinsson] hefur verið frábær leiðtogi. Leikmennirnir brugðust mjög vel við honum og við fundum nýja hvatningu og nýtt hjarta í síðari hlutanum. Við náðum góðum stigum á móti stórum liðum líkt og Breiðabliki og Val og við munum halda áfram út frá því.“ Komið að tímamótum Það eru tímamót í lífi markvarðarins en þetta var hennar síðasti leikur fyrir Garðbæinga og það er greinilegt að henni þykir mjög vænt um tíma sinn hjá liðinu. Erin spilaði þrjú tímabil fyrir Stjörnuna, hún kom til liðsins 2020 og lék síðan með liðinu aftur 2023 og í ár. „Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk. Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á góðri stundVÍSIR/VILHELM Þó það sé ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum þá er hún full tilhlökkunar fyrir framhaldinu utan fótboltans. „Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira