Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 16:31 Salman Rushdie hefur á ferli sínum sent frá sér fimmtán skáldsögur. Bókmenntahátíð Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur í ár Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Hann mun veita þeim viðtöku frá forsætisráðherra Íslands í Háskólabíó í athöfn sem hefst kl. 17:30 og hægt er að sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að eiga þátt í endurnýjun frásagnarlistarinnar. Á þá leið hljóðaði einmitt rökstuðningur sænsku Akademíunnar þegar Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955. Verðlaununum er líka ætlað að halda á lofti nafni Halldórs Laxness á alþjóðlegum vettvangi. Að þeim standa Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík, forsætisráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Gljúfrasteinn og Forlagið, útgefandi Halldórs Laxness á Íslandi. Háskóli Íslands er samstarfsaðili Alþjóðlegu bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 2024. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 þegar breski rithöfundurinn Ian McEwan veitti þeim viðtöku. Tveimur árum seinna hlaut tyrkneski höfundurinn Elif Shafak verðlaunin og árið 2022 hlotnuðust þau úkraínska höfundinum Andrei Kúrkov. Viðræður með Rushdie eftir afhendinguna Venju samkvæmt mun forsætisráðherra afhenda Rushdie verðlaunin, sem eru peningaverðlaun að upphæð 15.000 evrum með verðlaunapeningi að auki. Halla Oddný Magnúsdóttir og Halldór Guðmundsson munu svo leiða samræður við Rushdie á sviði eftir afhendinguna. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars að skáldsögur Salmans Rushdies séu heillandi, heimspekilegar og upplýsandi sögur fyrir lesendur sem eru tilbúnir að uppgötva nýja heima. Fyrir lesendur um heim allan hafi ímyndin um Rushdie, sem í meira en þrjátíu ár hefur haldið áfram að skrifa skáldsögur sínar þrátt fyrir dauðadóm klerkastjórnarinnar í Íran, í framhaldi af útgáfu verksins Söngvar Satans, og banatilræðið sem honum var sýnt í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, orðið að táknmynd hugrekkis og óbeygjanlegs vilja. Bókin Hnífur, þar sem Rushdie lýsir banatilræðinu og afleiðingum þess, kemur út á íslensku hjá Forlaginu í þýðingu Árna Óskarssonar af þessu tilefni. Í valnefnd Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness árið 2024 eru úkraínski rithöfundurinn Andrei Kúrkov, sem hlaut verðlaunin árið 2022, Egill Helgason fjölmiðlamaður og Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík. Salman Rushdie hefur sent frá fimmtán skáldsögur. Á meðal þeirra eru Miðnæturbörn, (sem hlaut Booker-verðlaunin og var valin besta Booker-verðlaunabók allra tíma) og Söngvar Satans. Fimm skáldsögur Rushdies hafa verið á stuttlista Booker-verðlaunanna. Rushdie hefur einnig sent frá sér sjálfsævisöguleg verk, ritgerðasöfn og smásögur. Salman Rushdie hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál. Árið 2023 var hann á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur ársins,“ segir í tilkynningunni. Menning Halldór Laxness Bókmenntir Bókmenntahátíð Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Verðlaunin eru veitt annað hvert ár alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að eiga þátt í endurnýjun frásagnarlistarinnar. Á þá leið hljóðaði einmitt rökstuðningur sænsku Akademíunnar þegar Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1955. Verðlaununum er líka ætlað að halda á lofti nafni Halldórs Laxness á alþjóðlegum vettvangi. Að þeim standa Alþjóðlega bókmenntahátíðin í Reykjavík, forsætisráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Gljúfrasteinn og Forlagið, útgefandi Halldórs Laxness á Íslandi. Háskóli Íslands er samstarfsaðili Alþjóðlegu bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 2024. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 þegar breski rithöfundurinn Ian McEwan veitti þeim viðtöku. Tveimur árum seinna hlaut tyrkneski höfundurinn Elif Shafak verðlaunin og árið 2022 hlotnuðust þau úkraínska höfundinum Andrei Kúrkov. Viðræður með Rushdie eftir afhendinguna Venju samkvæmt mun forsætisráðherra afhenda Rushdie verðlaunin, sem eru peningaverðlaun að upphæð 15.000 evrum með verðlaunapeningi að auki. Halla Oddný Magnúsdóttir og Halldór Guðmundsson munu svo leiða samræður við Rushdie á sviði eftir afhendinguna. Í rökstuðningi valnefndar segir meðal annars að skáldsögur Salmans Rushdies séu heillandi, heimspekilegar og upplýsandi sögur fyrir lesendur sem eru tilbúnir að uppgötva nýja heima. Fyrir lesendur um heim allan hafi ímyndin um Rushdie, sem í meira en þrjátíu ár hefur haldið áfram að skrifa skáldsögur sínar þrátt fyrir dauðadóm klerkastjórnarinnar í Íran, í framhaldi af útgáfu verksins Söngvar Satans, og banatilræðið sem honum var sýnt í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, orðið að táknmynd hugrekkis og óbeygjanlegs vilja. Bókin Hnífur, þar sem Rushdie lýsir banatilræðinu og afleiðingum þess, kemur út á íslensku hjá Forlaginu í þýðingu Árna Óskarssonar af þessu tilefni. Í valnefnd Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness árið 2024 eru úkraínski rithöfundurinn Andrei Kúrkov, sem hlaut verðlaunin árið 2022, Egill Helgason fjölmiðlamaður og Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík. Salman Rushdie hefur sent frá fimmtán skáldsögur. Á meðal þeirra eru Miðnæturbörn, (sem hlaut Booker-verðlaunin og var valin besta Booker-verðlaunabók allra tíma) og Söngvar Satans. Fimm skáldsögur Rushdies hafa verið á stuttlista Booker-verðlaunanna. Rushdie hefur einnig sent frá sér sjálfsævisöguleg verk, ritgerðasöfn og smásögur. Salman Rushdie hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á meira en fjörutíu tungumál. Árið 2023 var hann á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur ársins,“ segir í tilkynningunni.
Menning Halldór Laxness Bókmenntir Bókmenntahátíð Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira