Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 10:47 Una Jónsdóttir er forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. Minni verðbólgu spáð nú en eftir síðustu mælingu Samkvæmt skammtímaspá deildarinnar muni vísitala neysluverðs hækka um 0,23 prósent í október, standa óbreytt í nóvember og hækka um 0,32 prósent í desember. Gangi spáin eftir verði verðbólga 5,3 prósent í október og 4,9 prósent í nóvember og desember. Spáin sé aðeins lægri en síðasta spá sem birt var í kjölfar þess að Hagstofan birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs. Munurinn skýrist aðallega af því að verðmælingar deildarinnar á bensíni og á mat og drykkjarvörum hafi verið nokkuð lægri en búist var við. Á móti geri deildin ráð fyrir aðeins veikari gengi. Íslandsbanki spáir líka minni verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir því sömuleiðis að verðbólga muni hjaðna í september. Í tilkynningu segir að vissir liðir liti mælinguna þar sem áhrif útsöluloka og lækkun flugfargjalda vegast á. Lægri kostnaður við skólamáltíðir komi einnig við sögu í mánuðinum auk þess sem húsnæðisliður vegur enn þungt til hækkunar. Greingin spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í september frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 6,0 prósentum í 5,7 prósent. Samkvæmt spánni muni verðbólga hafa hjaðnað nokkuð hraustlega þegar árið verður liðið í aldanna skaut. Árvissir liðir vegist á í mælingu septembermánaðar sem verði keimlík ágústmælingunni. Þar sé ekki síst um að ræða áhrif útsöluloka en þau hafi verið með mildara móti í ágúst svo ætla megi að þau teygi sig af meiri krafti inn í september. Á móti vegi árviss lækkun flugfargjalda sem sést jafnan í september eftir háönn sumarsins í ferðaþjónustu. Hjöðnun verðbólgu muni halda áfram og vera 5,1 prósent í nóvember og desember. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. Minni verðbólgu spáð nú en eftir síðustu mælingu Samkvæmt skammtímaspá deildarinnar muni vísitala neysluverðs hækka um 0,23 prósent í október, standa óbreytt í nóvember og hækka um 0,32 prósent í desember. Gangi spáin eftir verði verðbólga 5,3 prósent í október og 4,9 prósent í nóvember og desember. Spáin sé aðeins lægri en síðasta spá sem birt var í kjölfar þess að Hagstofan birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs. Munurinn skýrist aðallega af því að verðmælingar deildarinnar á bensíni og á mat og drykkjarvörum hafi verið nokkuð lægri en búist var við. Á móti geri deildin ráð fyrir aðeins veikari gengi. Íslandsbanki spáir líka minni verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir því sömuleiðis að verðbólga muni hjaðna í september. Í tilkynningu segir að vissir liðir liti mælinguna þar sem áhrif útsöluloka og lækkun flugfargjalda vegast á. Lægri kostnaður við skólamáltíðir komi einnig við sögu í mánuðinum auk þess sem húsnæðisliður vegur enn þungt til hækkunar. Greingin spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í september frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 6,0 prósentum í 5,7 prósent. Samkvæmt spánni muni verðbólga hafa hjaðnað nokkuð hraustlega þegar árið verður liðið í aldanna skaut. Árvissir liðir vegist á í mælingu septembermánaðar sem verði keimlík ágústmælingunni. Þar sé ekki síst um að ræða áhrif útsöluloka en þau hafi verið með mildara móti í ágúst svo ætla megi að þau teygi sig af meiri krafti inn í september. Á móti vegi árviss lækkun flugfargjalda sem sést jafnan í september eftir háönn sumarsins í ferðaþjónustu. Hjöðnun verðbólgu muni halda áfram og vera 5,1 prósent í nóvember og desember.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira