Lokar á föður sinn: Gerði hryllilega hluti við fólkið sem ég elska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2024 07:31 Anel Ahmedhodzic í leik með Bosníu og Hersegóvínu en hann hefur nú spilað sinn síðasta landsleik þrátt fyrir að vera bara 25 ára gamall. Getty/ Jonathan Moscrop Sheffield United leikmaðurinn Anel Ahmedhodzic er búinn að fá sig fullsaddan af föður sínum og vill ekkert með hann hafa lengur. Hinn 25 ára gamli Ahmedhodzic skrifaði opið bréf í bosníska fjölmiðilinn N1 þar sem hann lýsir daglegu áreiti, leiðindum og lygum föður síns. Ahmedhodzic tilkynnti líka að hann væri hættur að spila með bosníska landsliðinu. Faðirinn, Mirsad Ahmedhodzic, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum allan feril sonarins og hann sér stöðu mála núna allt öðrum augum. Hann kennir meðal annars konu Anels um að strákurinn sé hættur í landsliðinu. Segir eiginkonuna beita svartagaldri „Hann svarar mér ekki lengur og við höfum ekki haft nein samskipti síðan á síðasta ári. Þess vegna gengur allt á afturfótunum hjá honum og ég er vonsvikinn með hann. Hann hlustar meira á eiginkonu sína og tengdamóður en foreldra sína. Ég hef reynt að ná til hans en ég veit ekki hvort hún hefur sett einhver álög á hann,“ skrifaði Mirsad Ahmedhodzic á fésbókina sína. Anel’s Father has now put out a conversation he had with last sport Director Zvjezdan Misimovic earlier and what he told him: "He doesn't contact me, his teammates, the team manager, anyone. I think it's just not ok. And the club, when we asked two or three times, sent us a… pic.twitter.com/JKWSmgUmGs— Bosnian Fudbal (@bosnian_fudbal) September 11, 2024 Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar faðirinn ásakaði umboðsmann sonarins um að hafa heilaþvegið son sinn. Strákurinn er núna búinn að fá nóg og útskýrir afstöðu sína í bréfinu til N1. Hún er stórkostleg „Að segja að konan mín hafi beitt einhverjum svartagaldri á mig er móðgun við mig en enn meira móðgandi við konuna mína því hún er stórkostleg. Það er erfitt að finna konu sem hugsar eins vel um mann og hún hugsar um mig,“ skrifaði Anel Ahmedhodzic. „Að segja að hún hafi bannað mér að taka þátt í landsleikjum. Þetta er fáránlegt og sýnir bara gáfnafarið hjá þessum lygara,“ skrifaði Anel um föður sinn. „Við erum komnir á það stig að það er ekki hægt að líta lengur fram hjá þessu. Þetta verður líka í síðasta skiptið sem ég ræði þetta mál. Það eina sem sonur vill er að fá stuðning og stolt frá föður sínum,“ skrifaði Anel. Lygar, svik og daglegt áreiti „Við höfum þurft að glíma við stjórnsemi, baktjaldamakk, lygar, svik og næstum því daglegt áreiti. Þetta er maður sem reynir að sýna vald sitt yfir konum en hefur aldrei hugrekki til að standa upp á móti öðrum karlmanni,“ skrifaði Anel. „Ég er í mjög góðum samskiptum við móður mína. Ég styð hana fjárhagslega og það er algjör lygi þegar hann segir að mér sé sama um foreldra mína. Hann hefur gert hryllilega hluti við fólkið sem ég elska. Það eru svo margar ástæður af hverju ég lokaði á hann,“ skrifaði Anel. Bladesman Anel Ahmedhodzic has bravely opened up about his situation on and off the field - we're all supporting you, Anel #sufc #twitterblades pic.twitter.com/QYsjM02Hpc— The Star, SUFC (@TheStarBlades) September 11, 2024 Enski boltinn Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Hinn 25 ára gamli Ahmedhodzic skrifaði opið bréf í bosníska fjölmiðilinn N1 þar sem hann lýsir daglegu áreiti, leiðindum og lygum föður síns. Ahmedhodzic tilkynnti líka að hann væri hættur að spila með bosníska landsliðinu. Faðirinn, Mirsad Ahmedhodzic, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum allan feril sonarins og hann sér stöðu mála núna allt öðrum augum. Hann kennir meðal annars konu Anels um að strákurinn sé hættur í landsliðinu. Segir eiginkonuna beita svartagaldri „Hann svarar mér ekki lengur og við höfum ekki haft nein samskipti síðan á síðasta ári. Þess vegna gengur allt á afturfótunum hjá honum og ég er vonsvikinn með hann. Hann hlustar meira á eiginkonu sína og tengdamóður en foreldra sína. Ég hef reynt að ná til hans en ég veit ekki hvort hún hefur sett einhver álög á hann,“ skrifaði Mirsad Ahmedhodzic á fésbókina sína. Anel’s Father has now put out a conversation he had with last sport Director Zvjezdan Misimovic earlier and what he told him: "He doesn't contact me, his teammates, the team manager, anyone. I think it's just not ok. And the club, when we asked two or three times, sent us a… pic.twitter.com/JKWSmgUmGs— Bosnian Fudbal (@bosnian_fudbal) September 11, 2024 Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar faðirinn ásakaði umboðsmann sonarins um að hafa heilaþvegið son sinn. Strákurinn er núna búinn að fá nóg og útskýrir afstöðu sína í bréfinu til N1. Hún er stórkostleg „Að segja að konan mín hafi beitt einhverjum svartagaldri á mig er móðgun við mig en enn meira móðgandi við konuna mína því hún er stórkostleg. Það er erfitt að finna konu sem hugsar eins vel um mann og hún hugsar um mig,“ skrifaði Anel Ahmedhodzic. „Að segja að hún hafi bannað mér að taka þátt í landsleikjum. Þetta er fáránlegt og sýnir bara gáfnafarið hjá þessum lygara,“ skrifaði Anel um föður sinn. „Við erum komnir á það stig að það er ekki hægt að líta lengur fram hjá þessu. Þetta verður líka í síðasta skiptið sem ég ræði þetta mál. Það eina sem sonur vill er að fá stuðning og stolt frá föður sínum,“ skrifaði Anel. Lygar, svik og daglegt áreiti „Við höfum þurft að glíma við stjórnsemi, baktjaldamakk, lygar, svik og næstum því daglegt áreiti. Þetta er maður sem reynir að sýna vald sitt yfir konum en hefur aldrei hugrekki til að standa upp á móti öðrum karlmanni,“ skrifaði Anel. „Ég er í mjög góðum samskiptum við móður mína. Ég styð hana fjárhagslega og það er algjör lygi þegar hann segir að mér sé sama um foreldra mína. Hann hefur gert hryllilega hluti við fólkið sem ég elska. Það eru svo margar ástæður af hverju ég lokaði á hann,“ skrifaði Anel. Bladesman Anel Ahmedhodzic has bravely opened up about his situation on and off the field - we're all supporting you, Anel #sufc #twitterblades pic.twitter.com/QYsjM02Hpc— The Star, SUFC (@TheStarBlades) September 11, 2024
Enski boltinn Bosnía og Hersegóvína Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira