Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 17:02 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, þriðja frá vinstri í efri röð, var hluti af úrvalsliði Evrópu í Solheim-bikar 18 ára og yngri í ár. @AJGAGolf Kylfingurinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir úrvalslið Evrópu sem átti annars mjög erfitt uppdráttar gegn Bandaríkjunum í Solheim-bikar ungmenna í golfi sem lauk í gær. Á mótinu keppa bestu 12-18 ára kvenkylfingar Evrópu og Bandaríkjanna, líkt og í Solheim-bikarnum sjálfum sem nú er að hefjast í Virginíu-fylki, en Perlu og stöllum hennar er boðið að fylgjast með því móti. Evrópuliðið safnaði aðeins 5,5 stigum í Solheim-bikar ungmenna í ár, gegn 18,5 stigum Bandaríkjanna, og hefur munurinn aldrei verið meiri. Evrópa hafði þó unnið tvö síðustu mót. Perla byrjaði á að spila fjórbolta með Havanna Thorstensson frá Svíþjóð, og töpuðu þær 4/2 gegn Sofia Cherif Essakali og Mia Hammond. Í fjórleiknum lék Perla hins vegar með Louis Uma Landgraf, gegn Hammond og Avery McCrery, og gerðu þær jafnefli og fengu hálft stig. Þær náðu mest tveggja holu forskoti. Perla Sól Sigurbrandsdóttir getur nú fylgst með bestu kylfingum Bandaríkjanna og Evrópu í Solheim-bikar fullorðinna. Evrópa tapaði fjórum leikjum í fjórleiknum og vann einn, eftir að hafa fengið tvo og hálfan vinning í fjórboltanum gegn þremur og hálfum vinningi Bandaríkjanna. Í gær var svo leikinn tvímenningur þar sem Bandaríkin unnu 10 af 12 leikjum, einn fór jafntefli og Evrópa vann einn. Perla mætti Jude Lee og varð að sætta sig við 5/4 tap, eftir að Lee náði fimm holu forskoti á fyrstu sjö holunum. Perla vann eina holu, þá þrettándu, en Lee tryggði sér svo sigur í leiknum á næstu holu. Það breytir því ekki að Perla, sem verður 18 ára síðar í þessum mánuði, hlaut þann heiður að vera valin í hóp tólf kylfinga Evrópuúrvalsins, af fyrirliðanum Gwladys Nocera. Hún er næstyngsti sigurvegari í sögu Íslandsmótsins í golfi eftir að hafa unnið titilinn í Vestmannaeyjum árið 2022 og varð Evrópumeistari 16 ára og yngri sama ár. Þá varð hún Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra, auk fjölda titla sem unglingur. Golf Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Á mótinu keppa bestu 12-18 ára kvenkylfingar Evrópu og Bandaríkjanna, líkt og í Solheim-bikarnum sjálfum sem nú er að hefjast í Virginíu-fylki, en Perlu og stöllum hennar er boðið að fylgjast með því móti. Evrópuliðið safnaði aðeins 5,5 stigum í Solheim-bikar ungmenna í ár, gegn 18,5 stigum Bandaríkjanna, og hefur munurinn aldrei verið meiri. Evrópa hafði þó unnið tvö síðustu mót. Perla byrjaði á að spila fjórbolta með Havanna Thorstensson frá Svíþjóð, og töpuðu þær 4/2 gegn Sofia Cherif Essakali og Mia Hammond. Í fjórleiknum lék Perla hins vegar með Louis Uma Landgraf, gegn Hammond og Avery McCrery, og gerðu þær jafnefli og fengu hálft stig. Þær náðu mest tveggja holu forskoti. Perla Sól Sigurbrandsdóttir getur nú fylgst með bestu kylfingum Bandaríkjanna og Evrópu í Solheim-bikar fullorðinna. Evrópa tapaði fjórum leikjum í fjórleiknum og vann einn, eftir að hafa fengið tvo og hálfan vinning í fjórboltanum gegn þremur og hálfum vinningi Bandaríkjanna. Í gær var svo leikinn tvímenningur þar sem Bandaríkin unnu 10 af 12 leikjum, einn fór jafntefli og Evrópa vann einn. Perla mætti Jude Lee og varð að sætta sig við 5/4 tap, eftir að Lee náði fimm holu forskoti á fyrstu sjö holunum. Perla vann eina holu, þá þrettándu, en Lee tryggði sér svo sigur í leiknum á næstu holu. Það breytir því ekki að Perla, sem verður 18 ára síðar í þessum mánuði, hlaut þann heiður að vera valin í hóp tólf kylfinga Evrópuúrvalsins, af fyrirliðanum Gwladys Nocera. Hún er næstyngsti sigurvegari í sögu Íslandsmótsins í golfi eftir að hafa unnið titilinn í Vestmannaeyjum árið 2022 og varð Evrópumeistari 16 ára og yngri sama ár. Þá varð hún Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra, auk fjölda titla sem unglingur.
Golf Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti