Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2024 20:57 Heimir á hliðarlínunni í kvöld. Charles McQuillan/Getty Images Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í írska landsliðinu í fótbolta máttu þola annað tap sitt í röð þegar Írland fékk Grikkland í heimsókn í Þjóðadeild karla. Þá gerðu Holland og Þýskaland 2-2 jafntefli í fjörugum leik. Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Írland leikur í B-deild Þjóðadeildar og mátti þola 2-0 tap gegn Englandi í fyrsta leik Heimis. Að fá Grikki í heimsókn var aldrei að fara vera auðvelt en þó talsvert líklegra til árangurs en að mæta Englandi. Það verður seint sagt að leikurinn hafi verið flugeldasýning en hvorugt lið skapaði sér nein alvöru færi. Írland var með xG (vænt mörk) upp á 0,23 og Grikkland upp á 0.50. Chiedozie Ogbene hélt reyndar að hann hefði komið Írlandi yfir undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af vegna rangstöðu. Það má því segja að fyrra mark gestanna hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það skoraði Fotis Ioannidis með góðu skoti eftir sendingu Anastasios Bakasetas og Caoimhin Kelleher kom engum vörnum við í marki Írlands. A beauty from Fotis Ioannidis 🚀🇬🇷#NationsLeague pic.twitter.com/9vPwyEpcBf— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Markið kom þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og eftir það voru Írar meira með boltann en tókst engan veginn að skapa sér opin marktækifæri. Það var svo þegar þrjár mínútur voru til leiksloka sem Cristos Tzolis stökk á lausan bolta og kom honum framhjá hjálparlausum Kelleher í markinu. Leiknum lauk með 2-0 sigri gestanna sem tylla sér á topp riðils 2 í B-deildinni með sex stig og markatöluna 5-0. Þar á eftir kemur England með jafn mörg stig en markatöluna 4-0 á meðan Írland og Finnland eru án stiga. Önnur úrslit í B-deildinni í kvöld Albanía 0-1 Georgía Tékkland 3-2 Rúmenía Í A-deildinni mættust Holland og Þýskaland í Amsterdam. Leikurinn var hin mesta skemmtun en Tijjani Reijnders kom heimamönnum yfir eftir undirbúning Ryan Gravenberch strax á 2. mínútu. Það fór illa í gestina sem fengu þrjú gul spjöld áður en þeir jöfnuðu á 38. mínútu. Florian Wirtz fann þá Deniz Undav sem skilaði knettinum í netið. Á lokamínútu venjulegs leiktíma fór Nathan Aké, varnarmaður Manchester City, meiddur af velli í liði Hollands og nýttu Þjóðverjar sér það strax. Undav fann Joshua Kimmich fyrir opnu marki þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og miðjumaðurinn sem spilar stundum bakvörð gat ekki annað en skorað, staðan 1-2 í hálfleik. Captain fantastic 💪🇩🇪#NationsLeague pic.twitter.com/XKQtFiRIPz— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 10, 2024 Snemma í síðari hálfleik jafnaði Denzel Dumfries leikinn eftir undirbúning Brian Brobbey og þar við sat, lokatölur í Amsterdam 2-2. Bæði lið eru því með fjögur stig í riðli 3 á meðan Bosnía & Hersegóvína og Ungverjaland eru með eitt stig eftir að gera markalaust jafntefli í kvöld.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira