Sendi ítarlegan spurningarlista fyrir fyrsta stefnumótið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. september 2024 07:01 Katrín Edda og Markus eru búsett í Þýskalandi þar sem hún starfar hjá tæknirisanum Bosch. Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech byrjuðu saman fyrir tæplega sex árum. Saman eiga þau eina stúlku, Elísu Eyþóru sem er eins árs, og er ólétt af þeirra öðru barni sem er væntanlegt í heiminn á næstu vikum. Katrín Edda segir ást ekki snúast um flugelda og sprengingar. Katrín Edda og Markus eru búsett í Þýskalandi þar sem hún starfar hjá tæknirisanum Bosch. Þau kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. „Hann sótti mig og við keyrðum að vatni sem ég þekkti ekki þar sem við fórum í göngutúr. Ég var frekar stressuð og talaði 95 prósent af tímanum. Hann sagði mér svo seinna að eftir göngutúrinn hélt hann aftur að ég væri smá spes. En jæja, hann vildi nú samt hitta mig aftur,“ segir Katrín Edda í samtali við Makamál. Katrín og Markus létu pússa sig saman í Garðakirkju og buðu til veislu á Grand hótel en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman í návist sinna nánustu. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri, þann 21. janúar 2022. Katrín situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvað eruði búin að vera lengi saman? Tæp sex ár. Hvernig kynntust þið? Markus sendi mér skilaboð á Instagram en á þessum tíma opnaði ég aldrei eða mjög sjaldan skilaboð frá fólki sem ég þekkti ekki svo það var frekar seint og random að ég opnaði hans skilaboð og prófíl og ákvað einn dag að svara honum. Ég leit á prófílinn hans og það voru bara nokkur lyftinga- og crossfit-vídjó. Ég gerði því ráð fyrir því að hann væri frekar hógvær og ágætur maður, sem hann reyndist svo vera. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Hann spurði mig hvort við vildum hittast. Ég tek það fram að ég var á mjög sérstöku skeiði þarna í mínu lífi, svaraði að ég þekkti hann nú varla, hann spurði mig hvað ég vildi vita og ég skrifaði til hans um það bil tuttugu spurningar. Þar á meðal hvort hann spilaði á hljóðfæri eða hvort hann væri með ofnæmi fyrir köttum. Ég fékk mjög ítarleg og skemmtileg svör við öllum spurningunum og ákvað að láta slag standa. Hann sagði mér svo seinna að hann hafi þarna haldið að ég væri frekar spes og hann hafði svo sem ekki rangt fyrir sér. Kom af fjöllum Fyrsti kossinn ykkar? Það var á næsta deiti. Ef deit mætti kalla en við hittumst með svona þriggja vikna millibili í hálft ár án þess að það væri neitt alvarlegt, að ég hélt. Einn góðan veðurdag, um það bil hálfu ári síðar, tjáir Markus mér að hann sjái framtíðina fyrir sér með mér. Ég kem alveg af fjöllum þar sem hann hafði nokkrum sinnum hundsað skilaboðin mín og beilað á mér, sem hann man ekkert eftir og taldi okkur bara vera að deita venjulega og sagði vinum sínum frá því líka. Þetta fyrirkomulag hentaði mér samt alveg vel á þeim tíma þar sem ég var ekki tilbúin í eitthvað stefnumótastúss þar sem ég var tiltölulega nýkomin úr þriggja ára sambandi með manni sem drap mig nokkurn veginn andlega. Þessi sveigjanleiki með Markusi var því bara breath of fresh air. Í kjölfar samtalsins varð samband okkar eðlilegra og við byrjuðum saman stutta seinna. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Stöðugu, traustu, easygoing og fullt af bröndurum. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir þér? Eiginlega bara hvað sem er þar sem maður fær tíma saman án barnsins til að spjalla og vera saman. Mér finnst ótrúlega næs að fá að fara ein saman í sund eða í göngutúr og geta þá bara spjallað um allt og ekkert. Fara svo heim í næs take-away og eiga kvöldið saman. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Mér finnst Notting Hill geggjuð og 10 things I hate about you var alltaf í uppáhaldi. Eigið þið einhver sameiginleg áhugamál? Já við erum bæði mjög virk í hreyfingu, hann var í crossfit áður en ég byrjaði og fékk mig til að byrja. Hann hætti svo fyrir þremur árum vegna meiðsla en stundar kraftlyftingar af mikilli ástríðu. Auk þess deilum við tónlistarsmekk og erum almennt með svipað hugarfar og hugsanagang. Hvort ykkar eldar meira? Hann meira seinustu mánuði, sérstaklega núna þegar ég er ólétt. Við erum bæði með mjög einfaldan matarsmekk sem felst í því að nota eins fá hráefni og hægt er og að eldamennskan taki eins stuttan tíma og hægt er. Það hentar okkur öllum mjög vel. Haldið þið upp á sambands-og brúðkaupsafmælin? Ekkert neitt stórkostlega en ég fæ rós fyrir hvert ár sem við höfum verið gift. Fékk semsé tvær seinast. Eruði rómantísk? Nei, líklega ekki í hefðbundnum skilningi.Hann gefur mér reglulega blóm og við skiljum oft eftir litla miða með krúttlegum orðum á. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Fyrsta afmælisgjöfin til hans var í þrítugsafmælisgjöf, ferð til London fyrir okkur bæði. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Sömuleiðis í þrítugsafmælisgjöf fékk ég pakka með alls konar dóti sem innihélt meðal annars lyftingarskó og SPA vatnsflösku frá Hollandi, en ég er með mjög ákveðinn smekk á 700 ml vatnsflöskum frá hinum ýmsu löndum eins og þeir sem þekkja mig vita. Maðurinn minn er: Rólegur, metnaðargjarn, duglegur, heiðarlegur, áhugasamur um alls konar hluti, í augnablikinu er það býflugur og hunangsgerð, hjartahlýr, fyndinn og rosalega sterkur. Hann gleðst líka mikið yfir litlum hlutum eins og ef mjög stór pastapoki er á frábæru tilboði og það finnst mér mjög krúttlegt. Rómantískasti staður á landinu: Mér dettur enginn sérstakur staður í hug heldur hugsa frekar til rómantískra augnablika. Vestfirðir á Íslandi og svo sveitavegirnir í grennd við húsið okkar þar sem við fórum oft saman í göngutúr áður en Elísa okkar Eyþóra litla kom inn í myndina. Eurovision barinn kom vel á óvart Fyndnasta minningin ykkur saman? Mér datt engin ein í hug en við hlæjum saman flest alla daga. Markus er mikill brandarakall, einstaklega orðheppinn og fær mig mjög oft til að hlæja að einföldum hlutum. Ég spurði Markus og hann nefndi eina góða, það var þegar við fórum saman í fyrrnefnda ferð til London árið 2019 og tiltölulega nýbyrjuð saman. Þetta var sömu helgi og Eurovision en Þjóðverjar vita varla hvaða keppni það er, hvað þá að þeir horfa á hana. Ég segi við hann að þetta sé frekar heilagt hjá Íslendingum. Ég hafði fengið upplýsingar í gegnum Instagram um ákveðinn bar þar sem Íslendingar í London ætluðu að koma saman að horfa á Eurovision. Við ákváðum að kíkja og Markus vissi náttúrulega ekkert við hverju var að búast. Þegar við mættum var staðurinn ekki aðeins yfirfullur af Íslendingum með breiðskjái að horfa á Eurovision, heldur það sem meira var að flestir voru klæddir í alls konar leðurbúninga, skreyttir ólum og annars konar BDSM-búnaði þar sem að hljómveitin Hatari var fulltrúi Íslands þetta árið. Þetta voru hans fyrstu kynni við Íslendinga aðra en mig. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Habibi & Dönermann, æfa neföndun með framhaldsmyndinni Squats, Cats & Rock'n'roll Lagið ykkar: Toto - Africa. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við erum bæði frekar low maintenance. Ef við erum ein þá förum í göngutúr eða keyrum á fallegan stað og löbbum þar um. Annars væri næs kvöld að hrofa á góða bíómynd sem er valin með því að ég vel nokkrar myndir með ásættanlega einkunn á IMDb og Markus velur eina þeirra. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Stöðugu, góðu með fjöldamörgum bröndurum. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Hjartahlýr, traustur, yfirvegaður. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Á Íslandi í fallegu húsnæði með börnin okkar tvö, fimm ketti, þrjá hunda og tvo hesta. Tveir kettir og einn hundur duga samt. Erum mikið með vinum okkar og fjölskyldu en ferðumst líka reglulega til skemmtilegra landa, ekki Tene. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Hlustum á hvort annað, sýnum hvort öðru athygli og því sem hver hefur að segja og hvetjum hvort annað áfram. Knúsumst og tölum daglega mikið saman um allt og ekkert en leyfum hvort öðru líka að vera. Ást er... Ekki flugeldar og sprengingar heldur fallegt blóm sem þarfnast daglegar vökvunar til að dafna. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is. Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Katrín Edda og Markus eru búsett í Þýskalandi þar sem hún starfar hjá tæknirisanum Bosch. Þau kynntust árið 2018 þegar hann bauð henni á stefnumót í gegnum Instagram. „Hann sótti mig og við keyrðum að vatni sem ég þekkti ekki þar sem við fórum í göngutúr. Ég var frekar stressuð og talaði 95 prósent af tímanum. Hann sagði mér svo seinna að eftir göngutúrinn hélt hann aftur að ég væri smá spes. En jæja, hann vildi nú samt hitta mig aftur,“ segir Katrín Edda í samtali við Makamál. Katrín og Markus létu pússa sig saman í Garðakirkju og buðu til veislu á Grand hótel en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman í návist sinna nánustu. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri, þann 21. janúar 2022. Katrín situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvað eruði búin að vera lengi saman? Tæp sex ár. Hvernig kynntust þið? Markus sendi mér skilaboð á Instagram en á þessum tíma opnaði ég aldrei eða mjög sjaldan skilaboð frá fólki sem ég þekkti ekki svo það var frekar seint og random að ég opnaði hans skilaboð og prófíl og ákvað einn dag að svara honum. Ég leit á prófílinn hans og það voru bara nokkur lyftinga- og crossfit-vídjó. Ég gerði því ráð fyrir því að hann væri frekar hógvær og ágætur maður, sem hann reyndist svo vera. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Hann spurði mig hvort við vildum hittast. Ég tek það fram að ég var á mjög sérstöku skeiði þarna í mínu lífi, svaraði að ég þekkti hann nú varla, hann spurði mig hvað ég vildi vita og ég skrifaði til hans um það bil tuttugu spurningar. Þar á meðal hvort hann spilaði á hljóðfæri eða hvort hann væri með ofnæmi fyrir köttum. Ég fékk mjög ítarleg og skemmtileg svör við öllum spurningunum og ákvað að láta slag standa. Hann sagði mér svo seinna að hann hafi þarna haldið að ég væri frekar spes og hann hafði svo sem ekki rangt fyrir sér. Kom af fjöllum Fyrsti kossinn ykkar? Það var á næsta deiti. Ef deit mætti kalla en við hittumst með svona þriggja vikna millibili í hálft ár án þess að það væri neitt alvarlegt, að ég hélt. Einn góðan veðurdag, um það bil hálfu ári síðar, tjáir Markus mér að hann sjái framtíðina fyrir sér með mér. Ég kem alveg af fjöllum þar sem hann hafði nokkrum sinnum hundsað skilaboðin mín og beilað á mér, sem hann man ekkert eftir og taldi okkur bara vera að deita venjulega og sagði vinum sínum frá því líka. Þetta fyrirkomulag hentaði mér samt alveg vel á þeim tíma þar sem ég var ekki tilbúin í eitthvað stefnumótastúss þar sem ég var tiltölulega nýkomin úr þriggja ára sambandi með manni sem drap mig nokkurn veginn andlega. Þessi sveigjanleiki með Markusi var því bara breath of fresh air. Í kjölfar samtalsins varð samband okkar eðlilegra og við byrjuðum saman stutta seinna. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Stöðugu, traustu, easygoing og fullt af bröndurum. Hvað er rómantískt stefnumót fyrir þér? Eiginlega bara hvað sem er þar sem maður fær tíma saman án barnsins til að spjalla og vera saman. Mér finnst ótrúlega næs að fá að fara ein saman í sund eða í göngutúr og geta þá bara spjallað um allt og ekkert. Fara svo heim í næs take-away og eiga kvöldið saman. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Mér finnst Notting Hill geggjuð og 10 things I hate about you var alltaf í uppáhaldi. Eigið þið einhver sameiginleg áhugamál? Já við erum bæði mjög virk í hreyfingu, hann var í crossfit áður en ég byrjaði og fékk mig til að byrja. Hann hætti svo fyrir þremur árum vegna meiðsla en stundar kraftlyftingar af mikilli ástríðu. Auk þess deilum við tónlistarsmekk og erum almennt með svipað hugarfar og hugsanagang. Hvort ykkar eldar meira? Hann meira seinustu mánuði, sérstaklega núna þegar ég er ólétt. Við erum bæði með mjög einfaldan matarsmekk sem felst í því að nota eins fá hráefni og hægt er og að eldamennskan taki eins stuttan tíma og hægt er. Það hentar okkur öllum mjög vel. Haldið þið upp á sambands-og brúðkaupsafmælin? Ekkert neitt stórkostlega en ég fæ rós fyrir hvert ár sem við höfum verið gift. Fékk semsé tvær seinast. Eruði rómantísk? Nei, líklega ekki í hefðbundnum skilningi.Hann gefur mér reglulega blóm og við skiljum oft eftir litla miða með krúttlegum orðum á. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Fyrsta afmælisgjöfin til hans var í þrítugsafmælisgjöf, ferð til London fyrir okkur bæði. Fyrsta gjöfin sem maðurinn minn gaf mér: Sömuleiðis í þrítugsafmælisgjöf fékk ég pakka með alls konar dóti sem innihélt meðal annars lyftingarskó og SPA vatnsflösku frá Hollandi, en ég er með mjög ákveðinn smekk á 700 ml vatnsflöskum frá hinum ýmsu löndum eins og þeir sem þekkja mig vita. Maðurinn minn er: Rólegur, metnaðargjarn, duglegur, heiðarlegur, áhugasamur um alls konar hluti, í augnablikinu er það býflugur og hunangsgerð, hjartahlýr, fyndinn og rosalega sterkur. Hann gleðst líka mikið yfir litlum hlutum eins og ef mjög stór pastapoki er á frábæru tilboði og það finnst mér mjög krúttlegt. Rómantískasti staður á landinu: Mér dettur enginn sérstakur staður í hug heldur hugsa frekar til rómantískra augnablika. Vestfirðir á Íslandi og svo sveitavegirnir í grennd við húsið okkar þar sem við fórum oft saman í göngutúr áður en Elísa okkar Eyþóra litla kom inn í myndina. Eurovision barinn kom vel á óvart Fyndnasta minningin ykkur saman? Mér datt engin ein í hug en við hlæjum saman flest alla daga. Markus er mikill brandarakall, einstaklega orðheppinn og fær mig mjög oft til að hlæja að einföldum hlutum. Ég spurði Markus og hann nefndi eina góða, það var þegar við fórum saman í fyrrnefnda ferð til London árið 2019 og tiltölulega nýbyrjuð saman. Þetta var sömu helgi og Eurovision en Þjóðverjar vita varla hvaða keppni það er, hvað þá að þeir horfa á hana. Ég segi við hann að þetta sé frekar heilagt hjá Íslendingum. Ég hafði fengið upplýsingar í gegnum Instagram um ákveðinn bar þar sem Íslendingar í London ætluðu að koma saman að horfa á Eurovision. Við ákváðum að kíkja og Markus vissi náttúrulega ekkert við hverju var að búast. Þegar við mættum var staðurinn ekki aðeins yfirfullur af Íslendingum með breiðskjái að horfa á Eurovision, heldur það sem meira var að flestir voru klæddir í alls konar leðurbúninga, skreyttir ólum og annars konar BDSM-búnaði þar sem að hljómveitin Hatari var fulltrúi Íslands þetta árið. Þetta voru hans fyrstu kynni við Íslendinga aðra en mig. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Habibi & Dönermann, æfa neföndun með framhaldsmyndinni Squats, Cats & Rock'n'roll Lagið ykkar: Toto - Africa. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við erum bæði frekar low maintenance. Ef við erum ein þá förum í göngutúr eða keyrum á fallegan stað og löbbum þar um. Annars væri næs kvöld að hrofa á góða bíómynd sem er valin með því að ég vel nokkrar myndir með ásættanlega einkunn á IMDb og Markus velur eina þeirra. Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Stöðugu, góðu með fjöldamörgum bröndurum. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Hjartahlýr, traustur, yfirvegaður. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Á Íslandi í fallegu húsnæði með börnin okkar tvö, fimm ketti, þrjá hunda og tvo hesta. Tveir kettir og einn hundur duga samt. Erum mikið með vinum okkar og fjölskyldu en ferðumst líka reglulega til skemmtilegra landa, ekki Tene. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Hlustum á hvort annað, sýnum hvort öðru athygli og því sem hver hefur að segja og hvetjum hvort annað áfram. Knúsumst og tölum daglega mikið saman um allt og ekkert en leyfum hvort öðru líka að vera. Ást er... Ekki flugeldar og sprengingar heldur fallegt blóm sem þarfnast daglegar vökvunar til að dafna. Ást er er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við ástfangin pör á öllum aldri. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Ást er á svavam@stod2.is.
Ást er... Ástin og lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira