Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 08:34 Um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Matorka Héraðsdómur Reykjaness hefur samþykkt beiðni landeldisfyrirtækisins Matorku um greiðslustöðvun. Fyrirtækið fór fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað erum fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja að fyrirtækið haldi áfram starfsemi og nái aftur sínum fyrri styrk þrátt fyrir verulegar áskoranir í kjölfar eldsumbrota á svæðinu. „Matorka, sem rekur viðamikið landeldi á bleikju nálægt Grindavík, hefur orðið fyrir verulegum áhrifum vegna jarðskjálfta á svæðinu, en um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Heildarmagn bleikju hjá fyrirtækinu er nú um 450 tonn. Rýmingar, endurtekið rafmagnsleysi og flutningur starfsfólks sem bjó í Grindavík hefur einnig haft neikvæð áhrif. Þá hefur fyrirtækið þurft að flytja vinnslu sína til Hafnarfjarðar fyrir sölu og útflutning. Til að koma fyrirtækinu í gegnum þennan skafl hafa hluthafar fyrirtækisins lagt verulegt fé í reksturinn og birgjar þess sem og lánveitendur hafa sýnt aðstæðum mikinn skilning. Matorka stefnir nú að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu til að tryggja verðmætabjörgun í Grindavík og tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins. Með henni verður fjármagn til áframhaldandi starfsemi tryggt og hafin sú vegferð að ná á ný fullri 3.000 tonna árlegri bleikjuframleiðslu . Endurskipulagningin felur í sér umtalsvert fjármagn frá hluthöfum, umbreytingu lána í hlutafé og samkomulag við kröfuhafa. Samkomulag þess efnis hefur náðst við stærstu hluthafa og samningaviðræður við stærstu kröfuhafa og banka eru jafnframt langt komnar. Fyrirtækið fór því fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum og var hún samþykkt,“ segir í tilkynningunni. Grindavík Fiskeldi Landeldi Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem fjallað erum fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja að fyrirtækið haldi áfram starfsemi og nái aftur sínum fyrri styrk þrátt fyrir verulegar áskoranir í kjölfar eldsumbrota á svæðinu. „Matorka, sem rekur viðamikið landeldi á bleikju nálægt Grindavík, hefur orðið fyrir verulegum áhrifum vegna jarðskjálfta á svæðinu, en um 80 tonn af bleikju töpuðust í skjálftunum í nóvember 2023, vatnsflæði í áframeldinu fór úr skorðum og stórir eldistankar skemmdust. Heildarmagn bleikju hjá fyrirtækinu er nú um 450 tonn. Rýmingar, endurtekið rafmagnsleysi og flutningur starfsfólks sem bjó í Grindavík hefur einnig haft neikvæð áhrif. Þá hefur fyrirtækið þurft að flytja vinnslu sína til Hafnarfjarðar fyrir sölu og útflutning. Til að koma fyrirtækinu í gegnum þennan skafl hafa hluthafar fyrirtækisins lagt verulegt fé í reksturinn og birgjar þess sem og lánveitendur hafa sýnt aðstæðum mikinn skilning. Matorka stefnir nú að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu til að tryggja verðmætabjörgun í Grindavík og tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins. Með henni verður fjármagn til áframhaldandi starfsemi tryggt og hafin sú vegferð að ná á ný fullri 3.000 tonna árlegri bleikjuframleiðslu . Endurskipulagningin felur í sér umtalsvert fjármagn frá hluthöfum, umbreytingu lána í hlutafé og samkomulag við kröfuhafa. Samkomulag þess efnis hefur náðst við stærstu hluthafa og samningaviðræður við stærstu kröfuhafa og banka eru jafnframt langt komnar. Fyrirtækið fór því fram á greiðslustöðvun til að tryggja sanngirni gagnvart öllum kröfuhöfum í yfirstandandi samningum og var hún samþykkt,“ segir í tilkynningunni.
Grindavík Fiskeldi Landeldi Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Hvað er greiðslustöðvun? Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun? 9. nóvember 2023 14:21