Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 16:03 Gervigreindartækni á að spila stóra rullu í nýjustu kynslóð iPhone en ekki strax. Getty/Jaap Arriens Forsvarsmenn Apple kynna í dag nýjustu græjur fyrirtækisins á viðburði í Kaliforníu. Búist er við því að sýndir verði nýjustu símar fyrirtækisins, snjallúr og önnur tæki. Þá er einnig búist við því að gervigreind muni spila stóra rullu í kynningunni, sem ber titilinn: „It‘s glowtime“. Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm. Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm.
Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira