Tilbúinn að kaupa Boehly út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 12:46 Todd Boehly og Reece James, leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Images Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira
Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Sjá meira