Hatursorðræða á Íslandi Einar Baldvin Árnason skrifar 8. september 2024 09:01 Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja, á Íslandi, sem og annarsstaðar í heiminum. Þar á ég bæði við vernd okkar almennra borgara gagnvart ritskoðun ríkisins, en líka það sem óræðara er: menningarlegt tjáningarfrelsi þ.e þá hugmynd að það sé hollt, gagnlegt, og jafnvel skemmtilegt, að skiptast á skoðunum. En þetta er ekki svona, nema síður sé, í dag: upphrópanir, útskúfun, og ritskoðun hafa eflst á svo öfgakenndan og margslunginn hátt að það er til að æra óstöðugan að reyna að botna í því hvað af því vex í skjóli ríkisvaldsins, stofnana, og tæknirisa, eða einfaldlega í krafti hins almenna borgara. Það er þó líklegast að þetta haldist allt í hendur. Nýlegt dæmi er ótrúlegt bréf Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem hann viðurkennir að hafa látið undan þrýstingi Biden-Harris ríkisstjórnarinnar um að ritskoða efni á Facebook og Instagram í Covid faraldrinum. Flest okkar hafa bara látið lítið fyrir okkur fara - annaðhvort kyngt öllum óvenjulegum skoðunum, eða í besta falli látið þær flakka í einkasamtölum. Fórnarkostnaðurinn hefur einfaldlega verið of mikill fyrir allt venjulegt fólk, enda hafa málin þróast á þann hátt að það eru fyrst og fremst milljarðamæringar, sem virðast hafa efni á því að skiptast opinberlega á óviðurkenndum skoðunum. Þetta getur ekki gengið til lengdar, enda eru frjáls og opin samskipti lykillinn að bæði þroska og vellíðan, hvort sem um einstaklinga eða samfélög er að ræða. Þó virðist vera að rofa til. Hræðslan minnkar dag frá degi, fleiri eru tilbúnir að tjá sig um mikilvæg mál opinberlega, og þeir finna, þegar á hólminn er komið, að þeir eiga sér fleiri stuðningsmenn en þá grunaði.Það er gaman að sjá fólk vakna til lífsins, en mig grunar að þetta sé tímabundið ástand. Orð og gjörðir margra vestrænna leiðtoga nýverið bera þess öll merki að tjáningarfrelsið verði ekki umborið mikið lengur, amk ekki í þeirri mynd sem við áttum að venjast. Það er þrengt að því í ólíklegustu löndum t.d Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, á ógnarhraða, og í krafti eftirlitstækni sem hefði gert slíkt óhugsandi áður fyrr. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að fólk er svipt frelsinu fyrir að tjá skoðanir sínar. Slík ritskoðun að ofan frá hefur færst verulega í aukana á undanförnum árum, hvort sem hún er formlega staðfest með lögum eða vegna óeðliegs þrýstings frá ríkinu. Þetta er iðulega gert í dag með þeirri afsökun, að það sé til að sporna við upplýsingaóreiðu eða hatursorðræðu - tvenn illskilgreinanleg hugtök sem er auðveldlega hægt að þenja út í hið óendanlega. Í íslenskum lögum um hatursorðræðu segir t.d: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Það ætti að vera hverjum manni augljóst að þessi lög eru ekki aðeins loðin heldur alltof víðtæk. Hvað þýðir það t.d nákvæmlega að hæðast að hópi vegna þjóðernis og trúarbragða þeirra? Hvað þýðir “á annan hátt”? Það er afar auðvelt að misnota þessi lög sé viljinn fyrir hendi, og það er gert reglulega með lögsóknum. Hver slík, að ekki sé talað um þegar dómur fellur, hefur gríðarleg þöggunaráhrif út í samfélagið allt, og afleiðingarnar eru þær að aðrir hugsa sig tvisvar um áður en þeir þora að segja hug sinn. En ofangreind lög eru líka óþörf - því tjáningarfrelsið er nú þegar takmarkað á þann hátt sem langflestir telja eðlileg - það er bannað að ógna öðrum samþegnum eða hvetja til ofbeldis gegn þeim, alveg óháð því hvaða samfélagshópi þeir tilheyra, og það er í raun það eina sem þarf. Það er oft sagt að þrátt fyrir það að Ísland sé agnarsmátt land, þá geti það verið mikilvæg fyrirmynd annarra. Það er rétt, og á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem frjáls tjáning þegnanna hefur aldrei verið mikilvægari, þá við ættum að gera betur en aðrir og verja rétt okkar til tjáningar af krafti. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ég legg því til að við breytum lögum á Íslandi á þann hátt að tjáningarfrelsi sé tryggðara hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Að afnema öll lög um hatursorðræðu væri stórt skref í þá átt. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsi á undir högg að sækja, á Íslandi, sem og annarsstaðar í heiminum. Þar á ég bæði við vernd okkar almennra borgara gagnvart ritskoðun ríkisins, en líka það sem óræðara er: menningarlegt tjáningarfrelsi þ.e þá hugmynd að það sé hollt, gagnlegt, og jafnvel skemmtilegt, að skiptast á skoðunum. En þetta er ekki svona, nema síður sé, í dag: upphrópanir, útskúfun, og ritskoðun hafa eflst á svo öfgakenndan og margslunginn hátt að það er til að æra óstöðugan að reyna að botna í því hvað af því vex í skjóli ríkisvaldsins, stofnana, og tæknirisa, eða einfaldlega í krafti hins almenna borgara. Það er þó líklegast að þetta haldist allt í hendur. Nýlegt dæmi er ótrúlegt bréf Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, þar sem hann viðurkennir að hafa látið undan þrýstingi Biden-Harris ríkisstjórnarinnar um að ritskoða efni á Facebook og Instagram í Covid faraldrinum. Flest okkar hafa bara látið lítið fyrir okkur fara - annaðhvort kyngt öllum óvenjulegum skoðunum, eða í besta falli látið þær flakka í einkasamtölum. Fórnarkostnaðurinn hefur einfaldlega verið of mikill fyrir allt venjulegt fólk, enda hafa málin þróast á þann hátt að það eru fyrst og fremst milljarðamæringar, sem virðast hafa efni á því að skiptast opinberlega á óviðurkenndum skoðunum. Þetta getur ekki gengið til lengdar, enda eru frjáls og opin samskipti lykillinn að bæði þroska og vellíðan, hvort sem um einstaklinga eða samfélög er að ræða. Þó virðist vera að rofa til. Hræðslan minnkar dag frá degi, fleiri eru tilbúnir að tjá sig um mikilvæg mál opinberlega, og þeir finna, þegar á hólminn er komið, að þeir eiga sér fleiri stuðningsmenn en þá grunaði.Það er gaman að sjá fólk vakna til lífsins, en mig grunar að þetta sé tímabundið ástand. Orð og gjörðir margra vestrænna leiðtoga nýverið bera þess öll merki að tjáningarfrelsið verði ekki umborið mikið lengur, amk ekki í þeirri mynd sem við áttum að venjast. Það er þrengt að því í ólíklegustu löndum t.d Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi, á ógnarhraða, og í krafti eftirlitstækni sem hefði gert slíkt óhugsandi áður fyrr. Í sumum tilfellum er gengið svo langt að fólk er svipt frelsinu fyrir að tjá skoðanir sínar. Slík ritskoðun að ofan frá hefur færst verulega í aukana á undanförnum árum, hvort sem hún er formlega staðfest með lögum eða vegna óeðliegs þrýstings frá ríkinu. Þetta er iðulega gert í dag með þeirri afsökun, að það sé til að sporna við upplýsingaóreiðu eða hatursorðræðu - tvenn illskilgreinanleg hugtök sem er auðveldlega hægt að þenja út í hið óendanlega. Í íslenskum lögum um hatursorðræðu segir t.d: „Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Það ætti að vera hverjum manni augljóst að þessi lög eru ekki aðeins loðin heldur alltof víðtæk. Hvað þýðir það t.d nákvæmlega að hæðast að hópi vegna þjóðernis og trúarbragða þeirra? Hvað þýðir “á annan hátt”? Það er afar auðvelt að misnota þessi lög sé viljinn fyrir hendi, og það er gert reglulega með lögsóknum. Hver slík, að ekki sé talað um þegar dómur fellur, hefur gríðarleg þöggunaráhrif út í samfélagið allt, og afleiðingarnar eru þær að aðrir hugsa sig tvisvar um áður en þeir þora að segja hug sinn. En ofangreind lög eru líka óþörf - því tjáningarfrelsið er nú þegar takmarkað á þann hátt sem langflestir telja eðlileg - það er bannað að ógna öðrum samþegnum eða hvetja til ofbeldis gegn þeim, alveg óháð því hvaða samfélagshópi þeir tilheyra, og það er í raun það eina sem þarf. Það er oft sagt að þrátt fyrir það að Ísland sé agnarsmátt land, þá geti það verið mikilvæg fyrirmynd annarra. Það er rétt, og á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem frjáls tjáning þegnanna hefur aldrei verið mikilvægari, þá við ættum að gera betur en aðrir og verja rétt okkar til tjáningar af krafti. Af litlum neista verður oft mikið bál. Ég legg því til að við breytum lögum á Íslandi á þann hátt að tjáningarfrelsi sé tryggðara hér en nokkursstaðar annarsstaðar í heiminum. Að afnema öll lög um hatursorðræðu væri stórt skref í þá átt. Höfundur er listamaður.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar