„Þetta má aldrei gerast aftur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 19:19 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kallar eftir þjóðarátaki. Vísir/Bjarni Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira