Enski boltinn

Men­dy mætir Man City í dóm­sal

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mendy í leik með Man City.
Mendy í leik með Man City. Getty Images/Matt McNulty

Benjamin Mendy hefur kært fyrrverandi vinnuveitanda sinn Manchester City þar sem hann telur sig eiga inni laun hjá félaginu. Málið verður tekið fyrir í október.

Það er Sky Sports sem greinir frá því að hinn þrítugi Mendy vilji fá samning sinn greiddan upp en Englandsmeistararnir hættu að borga vinstri bakverðinum þegar hann var kærður fyrir fjölda kynferðisbrota, þar á meðal nokkurra nauðgana.

Mendy, sem hefur spilað 10 A-landsleiki fyrir Frakkland og fjölda yngri landsleikja, var samningsbundinn Man City til ársins 2023 en félagið hætti að greiða honum í upphafi leiktíðar 2021-22 eftir að hann var handtekinn. Hann telur sig eiga inni ógoldin laun hjá félaginu og ætlar að leita réttar síns.

Leikmaðurinn samdi við Lorient sem spilar í efstu deild Frakklands til tveggja ára sumarið 2023 eftir að hafa verið sýknaður.

Málið tekið fyrir í Manchester þann 14. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×