Kennir börnum að verjast stunguárás án leyfis Lovísa Arnardóttir skrifar 5. september 2024 14:00 Myndirnar eru úr myndbandi þar sem maðurinn sviðsetur stunguárás með raunverulegum hnífi. Skjáskot/TikTok Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræðir nú við mann sem hefur kennt börnum í Kópavogi að verjast hnífaárás og að nota kylfur og sverð. Maðurinn birti myndbönd af sjálfum sér í gær og í dag með kylfur og hnífa á leikvelli við ærslabelg við Gerðasafn í Kópavogi. Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi segir lögregluna hafa fundið manninn og sé nú að ræða við hann. Í myndböndunum sem maðurinn hefur deilt má sjá hann, og annan ungan mann, æfa það hvernig sé hægt að verjast stunguárás. Í öðru myndbandi má sjá unga drengi slást með priki og í einhverjum þeirra er hann einn með prik og merkir myndböndin með myllumerkjunum jiujitsu, training og annað slíkt. Í íbúahópnum Kársnesið okkar á Facebook var fjallað um þessi atvik í morgun. Þar kom fram að fólk hefði miklar áhyggjur af bæði því sem maðurinn er að kenna börnunum og af því að hann beri bæði vopn og hafi meðferðis áfengi. Hafa haft afskipti af manninum áður Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir lögregluna áður hafa haft afskipti af manninum en ekki vegna þessa. Hvað varðar börnin á myndböndunum segir Gunnar að lögreglan byrji á því að ræða við manninn en lögreglan muni reyna að vinna þetta með börnunum líka. „Þetta má að sjálfsögðu ekki. Við munum tala við hann og gera honum grein fyrir því. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá honum,“ segir Gunnar. Fréttastofa náði tali af manninum sem talar ekki íslensku og afar takmarkaða ensku. Hann óskaði eftir fyrirspurn í SMS sem hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið. Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Heimir Ríkharðsson lögreglufulltrúi í Kópavogi segir lögregluna hafa fundið manninn og sé nú að ræða við hann. Í myndböndunum sem maðurinn hefur deilt má sjá hann, og annan ungan mann, æfa það hvernig sé hægt að verjast stunguárás. Í öðru myndbandi má sjá unga drengi slást með priki og í einhverjum þeirra er hann einn með prik og merkir myndböndin með myllumerkjunum jiujitsu, training og annað slíkt. Í íbúahópnum Kársnesið okkar á Facebook var fjallað um þessi atvik í morgun. Þar kom fram að fólk hefði miklar áhyggjur af bæði því sem maðurinn er að kenna börnunum og af því að hann beri bæði vopn og hafi meðferðis áfengi. Hafa haft afskipti af manninum áður Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir lögregluna áður hafa haft afskipti af manninum en ekki vegna þessa. Hvað varðar börnin á myndböndunum segir Gunnar að lögreglan byrji á því að ræða við manninn en lögreglan muni reyna að vinna þetta með börnunum líka. „Þetta má að sjálfsögðu ekki. Við munum tala við hann og gera honum grein fyrir því. Ég veit ekki alveg hvað er í gangi hjá honum,“ segir Gunnar. Fréttastofa náði tali af manninum sem talar ekki íslensku og afar takmarkaða ensku. Hann óskaði eftir fyrirspurn í SMS sem hafði ekki verið svarað þegar þessi frétt fór í loftið.
Kópavogur Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira