Tjáði sig loks eftir að hafa hafnað Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 12:31 Martin Zubimendi með gullmedalíuna um hálsinn eftir frammistöðu sína í úrslitaleiknum gegn Englandi á EM í sumar. Getty/Sebastian Frej Spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun að hafna því að fara til enska knattspyrnurisans Liverpool í sumar. Zubimendi var helsta skotmark Liverpool í sumar en þessi 25 ára gamli leikmaður, sem varð Evrópumeistari með Spáni í sumar, ákvað að halda frekar kyrru fyrir hjá Real Sociedad. Þar hefur hann síðan eignast íslenskan liðsfélaga því spænska félagið keypti Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð í sögu beggja félaga. Zubimendi, sem kom inn á fyrir meiddan Rodri í úrslitaleik EM og stóð sig með stakri prýði, ræddi við spænska blaðið Marca. Hann var meðal annars spurður um hvað félögum hans þætti um alla orðrómana í sumar, og hvort þeir hefðu sagt honum að halda kyrru fyrir: „Vinir mínir vita það alveg að ég mun bara taka bestu ákvörðunina. Það er engin pressa á mér. Real Sociedad er líf mitt, ég held að ég hafi varið helmingi ævinnar hérna. La Real á stóran hluta í mér, þetta er líf mitt,“ sagði Zubimendi sem er samningsbundinn Real Sociedad til sumarsins 2027. 🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024 Liverpool var reiðubúið að greiða þær 60 milljónir evra sem þurfti til að fá leikmanninn og vel má vera að félagið endurnýi áhuga sinn næsta sumar ef Zubimendi spilar áfram jafnvel fyrir Real Sociedad í vetur. Næstu leikir hans verða hins vegar í spænska landsliðsbúningnum því Spánn á fyrir höndum leiki við Serbíu og Sviss í Þjóðadeildinni. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Zubimendi var helsta skotmark Liverpool í sumar en þessi 25 ára gamli leikmaður, sem varð Evrópumeistari með Spáni í sumar, ákvað að halda frekar kyrru fyrir hjá Real Sociedad. Þar hefur hann síðan eignast íslenskan liðsfélaga því spænska félagið keypti Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn fyrir metverð í sögu beggja félaga. Zubimendi, sem kom inn á fyrir meiddan Rodri í úrslitaleik EM og stóð sig með stakri prýði, ræddi við spænska blaðið Marca. Hann var meðal annars spurður um hvað félögum hans þætti um alla orðrómana í sumar, og hvort þeir hefðu sagt honum að halda kyrru fyrir: „Vinir mínir vita það alveg að ég mun bara taka bestu ákvörðunina. Það er engin pressa á mér. Real Sociedad er líf mitt, ég held að ég hafi varið helmingi ævinnar hérna. La Real á stóran hluta í mér, þetta er líf mitt,“ sagði Zubimendi sem er samningsbundinn Real Sociedad til sumarsins 2027. 🔵⚪️ Martin Zubimendi on decision to reject Liverpool move: “I didn’t have any pressure from my close circle”.“My friends are clear that whatever I decide, it will be the best. There is no pressure at all”, told Marca. pic.twitter.com/3YSkkNgwMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2024 Liverpool var reiðubúið að greiða þær 60 milljónir evra sem þurfti til að fá leikmanninn og vel má vera að félagið endurnýi áhuga sinn næsta sumar ef Zubimendi spilar áfram jafnvel fyrir Real Sociedad í vetur. Næstu leikir hans verða hins vegar í spænska landsliðsbúningnum því Spánn á fyrir höndum leiki við Serbíu og Sviss í Þjóðadeildinni.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira