Lögreglukona bjargaði lífi NFL leikmannsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2024 23:31 Ricky Pearsall er á lífi og er kominn heim til sín. Hann hafði heppnina heldur betur með sér. Getty/Michael Zagaris NFL útherjinn Ricky Pearsall er ekki bara á lífi heldur líka útskrifaður af sjúkrahúsi þrátt fyrir að hafa verið skotinn í brjóstkassann um helgina. Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Í ljós hefur komið að snör viðbrögð lögreglukonu eiga mikinn þátt í því að ekki fór miklu verr. Ránsmaðurinn sautján ára Pearsall lenti í útistöðum við ungan strák sem reyndi að ræna hann á Union torginu í San Francisco. Ránsmaðurinn, sem var aðeins sautján ára, vildi komast yfir Rolex úrið hans. Þeir börðust um byssu ræningjans sem endaði með því að þeir urðu báðir fyrir skoti. Skotið fór í gegnum brjóstkassa Pearsall. Sem betur fer fyrir hann þá var lögreglukonan Joelle Harrell á svæðinu og hún kom honum fljótt til bjargar. Mögulega mikill blóðmissir „Mikill blóðmissir hefði getað orðið hans stærsta vandamál þarna ef lögreglukonan hefði ekki komið að þarna strax að og hlúð að honum,“ sagði Ian Casselberry hjá Yahoo Sports. Hún bæði veitti honum skyndihjálp en einnig andlega hjálp í erfiðum aðstæðum. „Vertu sterkur, eins og þú værir að spila inn á vellinum, sagði lögreglukonan við Pearsall. Blaðamaður San Francisco Chronicle hefur þetta eftir eiginmanni hennar. „Ég varð að nota hendina mína til að halda fyrir skotsárið svo að loft færi ekki inn í sárið,“ sagði Joelle sjálf við San Francisco Chronicle. Róaði hann niður Hún segir að leikmaðurinn hafi sagt að hann væri fótboltamaður og hann spurði hana að því hvort hann myndi deyja. Hún fullvissaði hann um það að það væri ekki að fara að gerast og tókst að róa hann niður samkvæmt fréttinni hjá Yahoo Sports. Pearsall var valinn af San Francisco 49ers í fyrstu umferð nýliðvalsins og það var því búist við miklu af honum á komandi tímabili. Það verður eitthvað í það að hann spili amerískan fótbolta aftur enda heppinn að vera á lífi. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira