Ekkert uppgjör frá tveimur framboðum og Halla og Katrín síðastar að skila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 10:35 Frá kappræðum forsetaframbjóðenda 2024 á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Allir nema tveir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað til Ríkisendurskoðunar fjárhagslegu uppgjöri vegna framboðs til embættisins. Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær þegar þrír mánuðir voru liðnir frá forsetakosningum. Lesa má úr skilalista á vef Ríkisendurskoðunar að allir frambjóðendur nema Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa skilað inn uppgjöri. Frambjóðendum ber að skila inn uppgjöri hafi heildartekjur eða gjöld vegna framboðsins verið umfram 550 þúsund krónur. Hafi frambjóðandi ekki farið umfram þau fjárhæðarmörk þarf ekki að skila inn uppgjöri en frambjóðandi getur skrifað undir rafræna yfirlýsingu þess efnis. Eiríkur fyrstur en Halla og Katrín síðastar Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu frá í síðustu viku verða öll uppgjör forsetaframbjóðenda sem borist hafa birt á vef stofnunarinnar þegar þau hafa verið yfirfarin. Ætla má að það verði á næstu dögum. Síðastar til að skila inn uppgjöri sínu samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar voru Halla Tómasdóttir sem endaði uppi sem sigurvegari og Katrín Jakobsdóttir sem hlaut næst mest fylgi í kosningunum. Báðar skiluðu þær uppgjöri sínu þann 2. september sem var lokadagur skila. Fyrstur til að skila uppgjöri var hins vegar Eiríkur Ingi Jónsson. Listinn sýnir hvaða frambjóðendur hafa skilað inn fjárhagslegu uppgjöri og hvaða dag uppgjöri var skilað.Ríkisendurskoðun/skjáskot Um miðjan ágúst sendi framboðsteymi Katrínar ákall til stuðningsmanna hennar þar sem kallað var eftir aðstoð til að loka gatinu við uppgjörið. „Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar - ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til,” var ritað í færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook. Katrín greindi frá því í aðdraganda kosninga að hún gerði ráð fyrir að barátta hennar myndi kosta allt að 40 milljónir. Í kosningabaráttunni voru allir frambjóðendur spurðir um hvað þau gerðu ráð fyrir að eyða í kosningabaráttunni og hvernig hygðust afla fjár. Hvorki Steinunn Ólína né Viktor Traustason sögðust gera ráð fyrir að eyða miklum peningum í baráttuna. „Nei, ég er ekki að fara að biðja neinn um pening,“ sagði Viktor Traustason meðal annars í kappræðum á Rúv í byrjun maí. Í sömu kappræðum sagði Steinun Ólína að hennar framboð hafi þá eytt um það bil 400 þúsund krónum. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Lesa má úr skilalista á vef Ríkisendurskoðunar að allir frambjóðendur nema Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa skilað inn uppgjöri. Frambjóðendum ber að skila inn uppgjöri hafi heildartekjur eða gjöld vegna framboðsins verið umfram 550 þúsund krónur. Hafi frambjóðandi ekki farið umfram þau fjárhæðarmörk þarf ekki að skila inn uppgjöri en frambjóðandi getur skrifað undir rafræna yfirlýsingu þess efnis. Eiríkur fyrstur en Halla og Katrín síðastar Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu frá í síðustu viku verða öll uppgjör forsetaframbjóðenda sem borist hafa birt á vef stofnunarinnar þegar þau hafa verið yfirfarin. Ætla má að það verði á næstu dögum. Síðastar til að skila inn uppgjöri sínu samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar voru Halla Tómasdóttir sem endaði uppi sem sigurvegari og Katrín Jakobsdóttir sem hlaut næst mest fylgi í kosningunum. Báðar skiluðu þær uppgjöri sínu þann 2. september sem var lokadagur skila. Fyrstur til að skila uppgjöri var hins vegar Eiríkur Ingi Jónsson. Listinn sýnir hvaða frambjóðendur hafa skilað inn fjárhagslegu uppgjöri og hvaða dag uppgjöri var skilað.Ríkisendurskoðun/skjáskot Um miðjan ágúst sendi framboðsteymi Katrínar ákall til stuðningsmanna hennar þar sem kallað var eftir aðstoð til að loka gatinu við uppgjörið. „Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar - ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til,” var ritað í færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook. Katrín greindi frá því í aðdraganda kosninga að hún gerði ráð fyrir að barátta hennar myndi kosta allt að 40 milljónir. Í kosningabaráttunni voru allir frambjóðendur spurðir um hvað þau gerðu ráð fyrir að eyða í kosningabaráttunni og hvernig hygðust afla fjár. Hvorki Steinunn Ólína né Viktor Traustason sögðust gera ráð fyrir að eyða miklum peningum í baráttuna. „Nei, ég er ekki að fara að biðja neinn um pening,“ sagði Viktor Traustason meðal annars í kappræðum á Rúv í byrjun maí. Í sömu kappræðum sagði Steinun Ólína að hennar framboð hafi þá eytt um það bil 400 þúsund krónum.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira