Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 10:18 Sunneva Halldórsdóttir heldur úti Instagram síðunni Efnasúpunni þar sem hún varar sérstaklega við fatakaupum á Temu og Shein. Vísir/Vilhelm Kínverskir markaðsrisar líkt og Temu og Shein hika ekki við að selja föt sem í eru skaðleg efni. Mastersnemi í líf- og læknavísindum segir það sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn og segist neminn óttast að fólk versli jólagjafir á síðunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Sunneva Halldórsdóttir mastersnemi í líf- og læknavísindum heldur úti Instagram síðunni Efnasúpan þar sem hún varar við skaðlegum efnum í hinum ýmsu vörum. Eins og fram hefur komið hafa netverslanirnar Temu og Shein rutt sér til rúms undanfarna mánuði hér á landi. Sunneva segir börn sérstaklega viðkvæm fyrir þeim efnum sem leynist í fatnaði frá kínversku risunum. Efnin geti haft hormónaraskandi áhrif og truflað innkirtlastarfsemi. Allt frá þalötum til þungmálma „Þetta eru svona fyrirtæki sem hika ekkert við að nota ódýrustu og verstu efnin í vörurnar sínar. Þetta hefur verið mikið umfjöllunarefni síðustu mánuði sérstaklega þegar þessar netverslanir eru að stækka og fleiri og fleiri að versla þaðan. Þetta er sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn.“ Sunneva segir um að ræða allskonar efni í fatnaðinum og líka leikföngum frá risunum. Þar geti verið allt frá þalötum og yfir í þungamálma og allt þar á milli. Hvað geta þau gert börnum? „Við þurfum að hafa áhyggjur af þessum sérstaklega rokgjörnu lífrænu efnasamböndum sem geta haft áhrif á hormónakerfið okkar, haft hormónaraskandi áhrif. Þau líkja eftir hormónum og trufla innkirtlastarfsemi.“ Sunneva segir líkama barna í mótun og því sérstaklega viðkvæma. Hún tekur fram að hún sé ekki að segja að ein flík valdi meiriháttar skaða. „En við þurfum að hafa þessi samanlögðu áhrif í huga og kannski að reyna að vanda valið, hvað við veljum. Ég hef áhyggjur af því núna fyrir jólin að fólk fari að versla jólagjafir fyrir börnin sín hvort sem það er fatnaður eða barnaleikföng úr lélegu plasti og svoleiðis á þessum síðum.“ View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan🧪🥣🫧 (@efnasupan) Kláði, ofnæmi, útbrot Sunneva hvetur fólk til að skoða innihaldsefni í fatnaði. Hvort um sé að ræða svokölluð gerviefni eða gerviefnablöndur. Gott sé að reyna að leita að lífrænum bómul og fatnaði sem sé sérstaklega vottaður. Þá getur slíkur fatnaður einnig haft áhrif á fullorðna, þó ekki á sama hátt og börn. „Þetta getur að sjálfsögðu haft áhrif á fullorðna líka en við höfum meiri áhyggjur af börnunum af því það eru svo ofboðslega mörg viðkvæm stig og ferlar í gangi í þeirra líkama sem þessi efni geta auðveldlega raskað á einhvern hátt,“ segir Sunneva. Hún segir einkenni sem fundist geta þegar fólk sé í eitruðum fatnaði séu ofnæmi, útbrot, kláði og óþægindi. Þá sé auk þess mikilvægt að velja gott þvottaefni, Svansvottað, vera ekki að þvo efnasúpu upp úr efnasúpu. Sunneva tekur fram að hún skilji vel að það sé aðlaðandi að versla ódýrt á Temu og Shein. „Þú getur keypt allt þarna, bókstaflega allt. Ég skil þetta, þetta er ótrúlega freistandi en ef við ætlum að panta þarna, að reyna að vanda valið, hvað erum við að versla? Ekki panta barnaleikföng og barnafatnað, samfellur á ungabörn. Við getum ekki treyst þessu, þetta fylgir ekki ströngum reglum því þetta er ekki innan Evrópu.“ Neytendur Börn og uppeldi Bítið Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23 „Að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt“ Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. 6. júní 2024 13:02 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Sunneva Halldórsdóttir mastersnemi í líf- og læknavísindum heldur úti Instagram síðunni Efnasúpan þar sem hún varar við skaðlegum efnum í hinum ýmsu vörum. Eins og fram hefur komið hafa netverslanirnar Temu og Shein rutt sér til rúms undanfarna mánuði hér á landi. Sunneva segir börn sérstaklega viðkvæm fyrir þeim efnum sem leynist í fatnaði frá kínversku risunum. Efnin geti haft hormónaraskandi áhrif og truflað innkirtlastarfsemi. Allt frá þalötum til þungmálma „Þetta eru svona fyrirtæki sem hika ekkert við að nota ódýrustu og verstu efnin í vörurnar sínar. Þetta hefur verið mikið umfjöllunarefni síðustu mánuði sérstaklega þegar þessar netverslanir eru að stækka og fleiri og fleiri að versla þaðan. Þetta er sérstakt áhyggjuefni hvað varðar börn.“ Sunneva segir um að ræða allskonar efni í fatnaðinum og líka leikföngum frá risunum. Þar geti verið allt frá þalötum og yfir í þungamálma og allt þar á milli. Hvað geta þau gert börnum? „Við þurfum að hafa áhyggjur af þessum sérstaklega rokgjörnu lífrænu efnasamböndum sem geta haft áhrif á hormónakerfið okkar, haft hormónaraskandi áhrif. Þau líkja eftir hormónum og trufla innkirtlastarfsemi.“ Sunneva segir líkama barna í mótun og því sérstaklega viðkvæma. Hún tekur fram að hún sé ekki að segja að ein flík valdi meiriháttar skaða. „En við þurfum að hafa þessi samanlögðu áhrif í huga og kannski að reyna að vanda valið, hvað við veljum. Ég hef áhyggjur af því núna fyrir jólin að fólk fari að versla jólagjafir fyrir börnin sín hvort sem það er fatnaður eða barnaleikföng úr lélegu plasti og svoleiðis á þessum síðum.“ View this post on Instagram A post shared by Efnasúpan🧪🥣🫧 (@efnasupan) Kláði, ofnæmi, útbrot Sunneva hvetur fólk til að skoða innihaldsefni í fatnaði. Hvort um sé að ræða svokölluð gerviefni eða gerviefnablöndur. Gott sé að reyna að leita að lífrænum bómul og fatnaði sem sé sérstaklega vottaður. Þá getur slíkur fatnaður einnig haft áhrif á fullorðna, þó ekki á sama hátt og börn. „Þetta getur að sjálfsögðu haft áhrif á fullorðna líka en við höfum meiri áhyggjur af börnunum af því það eru svo ofboðslega mörg viðkvæm stig og ferlar í gangi í þeirra líkama sem þessi efni geta auðveldlega raskað á einhvern hátt,“ segir Sunneva. Hún segir einkenni sem fundist geta þegar fólk sé í eitruðum fatnaði séu ofnæmi, útbrot, kláði og óþægindi. Þá sé auk þess mikilvægt að velja gott þvottaefni, Svansvottað, vera ekki að þvo efnasúpu upp úr efnasúpu. Sunneva tekur fram að hún skilji vel að það sé aðlaðandi að versla ódýrt á Temu og Shein. „Þú getur keypt allt þarna, bókstaflega allt. Ég skil þetta, þetta er ótrúlega freistandi en ef við ætlum að panta þarna, að reyna að vanda valið, hvað erum við að versla? Ekki panta barnaleikföng og barnafatnað, samfellur á ungabörn. Við getum ekki treyst þessu, þetta fylgir ekki ströngum reglum því þetta er ekki innan Evrópu.“
Neytendur Börn og uppeldi Bítið Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23 „Að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt“ Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. 6. júní 2024 13:02 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38
Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. 15. ágúst 2024 11:23
„Að fara í slag við þessa risa er nánast ómögulegt“ Umhverfisstofnun hefur lagt fram lista yfir vöruflokka sem stofnunin ráðleggur neytendum að forðast að versla á verslunarrisanum Temu. Í þeim geti leynst skaðleg efni sem ógni öryggi neytenda. Þar á meðal eru vörur fyrir börn, textílvörur og raftæki. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir stofnunina lítið geta gert. 6. júní 2024 13:02