„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 22:03 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. „Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“ Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
„Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira