„Við þurfum að læra af öðrum þjóðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. september 2024 22:03 Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Hlynur Snorrason, formaður félags yfirlögregluþjóna, segir það ekki of seint að bregðast við ógnvænlegri þróun þar sem ungmenni beita vopnum í auknum mæli og að allt samfélagið þurfi að leggjast á eitt til að sporna gegn þessu. Mikilvægt sé að draga lærdóm frá öðrum þjóðum. „Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“ Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
„Það er allt samfélagið sem þarf að bregðast við, landsmenn allir. Þetta er ekki einkamál starfsfólks skólanna, lögreglunnar dyravarða eða annara,“ sagði Hlynur í samtali við fréttastofu í kvöldfréttum. Mikið hefur verið fjallað um aukin vopnaburð ungmenna undanfarið eftir að sautján ára stúlka lést eftir stunguárás á Skúlagötu á Menningarnótt. Má ekki vera eðlilegt Spurður hvort að það þurfi að grípa til einhvers konar átaks til að koma í veg fyrir að enn fleiri börn beri með sér vopn segir Hlynur ekki vita til þess hvernig átak það ætti að vera. „Það er alveg ljóst að það þarf að snúa þróuninni við og þetta má ekki vera eðlilegt að fólk taki með sér hnífa í skóla eða út á lífið. Þetta er orðin grafalvarleg staða sem við þurfum öll að bregðast við. Þetta er ekki einkamál lögreglunnar, þetta er ekki einkamál heimilanna eða skólanna. Þetta er mál alls samfélagsins. Ísland þarf að breyta þessari þróun.“ Verðum að læra af öðrum þjóðum Að mati Hlyns er það mikilvægt að auka sýnileika löggæslumanna til að auka varnaðaráhrifin gegn vopnaburði. Hann bendir á að verið sé að vinna að því að fjölga lögreglumönnum og að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sé að tala fyrir því. „Það er alls ekki orðið of seint. Við höfum séð þessa þróun gerast út í heimi á undanförnum árum. Nú er þetta að gerast hér í þessum aukna mæli. Við þurfum að læra af öðrum þjóðum og jafnvel að finna okkar eigin aðferð til að bregðast við.“
Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira