Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 23:30 Arne Slot og Luis Díaz nutu sín vel á Old Trafford. EPA-EFE/PETER POWELL Arne Slot, þjálfari Liverpool, var mjög svo hreinskilinn þegar hann ræddi við Sky Sports eftir 3-0 sigur sinna manna á Manchester United í Leikhúsi draumanna, Old Trafford. Hann fór yfir hvernig lið hans lagði leikinn upp og hvar það vildi særa lið heimamanna. Þrátt fyrir að allir leikir erkifjendanna á síðustu leiktíð hafi endað með jafntefli, Man United vann á hádramatískan hátt í framlengingu þegar liðin mættust í ensku bikarkeppninni, þá hefur Liverpool gengið vel gegn Man Utd undanfarin ár. Á því varð engin breyting þegar liðin mættust á sunnudag og eftir leik ræddi Slot bæði leik sinna manna sem og leikstíl Man United. Vilja pressa hátt Undir stjórn Jürgen Klopp var Liverpool þekkt fyrir að spila af mikilli ákefð og Slot vill halda því áfram, sama hver andstæðingurinn er. „Við viljum alltaf pressa hátt upp á vellinum. Það er það sem Jürgen gerði og það er það sem við munum reyna að gera. Við skoruðum nokkur mörk þökk sé pressunni okkar, þar af eitt sem var dæmt af,“ sagði Slot eftir leik. Sky Sports segir Liverpool það lið sem hafi pressað hvað mest á síðasta þriðjung vallarins í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar eða alls 264 sinnum. Það vekur athygli að Manchester United er þar á eftir með 255 og svo Everton með 227. Bakverðir Man United veikleiki Diogo Dalot stóð vaktina í vinstri bakverði.EPA-EFE/PETER POWELL Eftir leik fór Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd og núverandi sparkspekingur Sky, ekki fögrum orðum yfir bakverði heimaliðsins. Hann var aðallega að agnúast yfir staðsetningu þeirra í uppspili liðsins. „Bakverðir þeirra eiga það til að vera mjög ofarlega á vellinum og svo kemur Casemiro á milli miðvarðanna. Ef þú vinnur boltann hátt uppi á vellinum, og ert með Luis Díaz og Mohamed Salah ofarlega þá ertu alltaf í einn á einn stöðu sóknarlega.“ Hlaupa og berjast Eins mikið og Slot leggur upp úr skipulagi, skipulagningu og öllum taktísku þáttum leiksins þá skiptir ekkert af því máli ef miðjumenn liðsins hlaupa ekki né berjast. „Þú þarft miðjumenn sem geta hlaupið og við vorum með þrjá slíka í dag. Þeir hættu aldrei að hlaupa og ef þeir lentu í návígi voru þeir nægilega árásargjarnir til að vinna þau. Það var ein helsta ástæðan fyrir að við unnum leikinn.“ Allir þrír miðjumenn Liverpool voru meðal þeirra fimm leikmanna sem hlupu mest í leiknum. Dominik Szoboszlai hljóp mest allra eða 11,7 kílómetra. Hann átti einnig flesta spretti allra í Liverpool-liðinu eða 24 talsins. Þar á eftir kom Alexis Mac Allister en hann hljóp 11,4 kílómetra. Þá hljóp Ryan Gravenberch alls 11 kílómetra. Hvað varðar heimaliðið þá hljóp Bruno Fernandes mest allra eða 11,3 kílómetra á meðan Kobbie Mainoo hljóp 11,2 kílómetra. Marcus Rashford átti svo jafn marga spretti og Szoboszlai. Aðspurður hvort það væri ekki ákveðin hætta falin í því að hafa Salah og Díaz svo hátt upp á vellinum þá sagði Slot ekki svo vera svo lengi sem þeir skiluðu sér til baka þegar þess væri þörf. „Þú þarft á því að halda til að vinna leiki sem þessa. Ef menn skila sér ekki til baka lenda varnarmenn okkar í undirtölu og það viljum við ekki gegn liði sem býr yfir sömu gæðum og Man United.“ Halda einbeitingu Slot ræddi einnig hálfleiksræðu sína en þrátt fyrir að vera 2-0 yfir í hálfleik var hann ekki á allt sáttur. „Við sýndum þeim augnablik sem leiddu til þess að Man United fékk færi. Í einu tilviki skilaði Díaz sér ekki til baka og í öðru tilviki þar sem Trent Alexander-Arnold átti slaka sendingu til baka á Alisson.“ „Augnablik sem þessi breyta leikjum hér á Old Trafford svo við þurftum að minna leikmenn á að halda einbeitingu frá upphafi til enda til að fara með sigur af hólmi,“ sagði Slot að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Þrátt fyrir að allir leikir erkifjendanna á síðustu leiktíð hafi endað með jafntefli, Man United vann á hádramatískan hátt í framlengingu þegar liðin mættust í ensku bikarkeppninni, þá hefur Liverpool gengið vel gegn Man Utd undanfarin ár. Á því varð engin breyting þegar liðin mættust á sunnudag og eftir leik ræddi Slot bæði leik sinna manna sem og leikstíl Man United. Vilja pressa hátt Undir stjórn Jürgen Klopp var Liverpool þekkt fyrir að spila af mikilli ákefð og Slot vill halda því áfram, sama hver andstæðingurinn er. „Við viljum alltaf pressa hátt upp á vellinum. Það er það sem Jürgen gerði og það er það sem við munum reyna að gera. Við skoruðum nokkur mörk þökk sé pressunni okkar, þar af eitt sem var dæmt af,“ sagði Slot eftir leik. Sky Sports segir Liverpool það lið sem hafi pressað hvað mest á síðasta þriðjung vallarins í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar eða alls 264 sinnum. Það vekur athygli að Manchester United er þar á eftir með 255 og svo Everton með 227. Bakverðir Man United veikleiki Diogo Dalot stóð vaktina í vinstri bakverði.EPA-EFE/PETER POWELL Eftir leik fór Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd og núverandi sparkspekingur Sky, ekki fögrum orðum yfir bakverði heimaliðsins. Hann var aðallega að agnúast yfir staðsetningu þeirra í uppspili liðsins. „Bakverðir þeirra eiga það til að vera mjög ofarlega á vellinum og svo kemur Casemiro á milli miðvarðanna. Ef þú vinnur boltann hátt uppi á vellinum, og ert með Luis Díaz og Mohamed Salah ofarlega þá ertu alltaf í einn á einn stöðu sóknarlega.“ Hlaupa og berjast Eins mikið og Slot leggur upp úr skipulagi, skipulagningu og öllum taktísku þáttum leiksins þá skiptir ekkert af því máli ef miðjumenn liðsins hlaupa ekki né berjast. „Þú þarft miðjumenn sem geta hlaupið og við vorum með þrjá slíka í dag. Þeir hættu aldrei að hlaupa og ef þeir lentu í návígi voru þeir nægilega árásargjarnir til að vinna þau. Það var ein helsta ástæðan fyrir að við unnum leikinn.“ Allir þrír miðjumenn Liverpool voru meðal þeirra fimm leikmanna sem hlupu mest í leiknum. Dominik Szoboszlai hljóp mest allra eða 11,7 kílómetra. Hann átti einnig flesta spretti allra í Liverpool-liðinu eða 24 talsins. Þar á eftir kom Alexis Mac Allister en hann hljóp 11,4 kílómetra. Þá hljóp Ryan Gravenberch alls 11 kílómetra. Hvað varðar heimaliðið þá hljóp Bruno Fernandes mest allra eða 11,3 kílómetra á meðan Kobbie Mainoo hljóp 11,2 kílómetra. Marcus Rashford átti svo jafn marga spretti og Szoboszlai. Aðspurður hvort það væri ekki ákveðin hætta falin í því að hafa Salah og Díaz svo hátt upp á vellinum þá sagði Slot ekki svo vera svo lengi sem þeir skiluðu sér til baka þegar þess væri þörf. „Þú þarft á því að halda til að vinna leiki sem þessa. Ef menn skila sér ekki til baka lenda varnarmenn okkar í undirtölu og það viljum við ekki gegn liði sem býr yfir sömu gæðum og Man United.“ Halda einbeitingu Slot ræddi einnig hálfleiksræðu sína en þrátt fyrir að vera 2-0 yfir í hálfleik var hann ekki á allt sáttur. „Við sýndum þeim augnablik sem leiddu til þess að Man United fékk færi. Í einu tilviki skilaði Díaz sér ekki til baka og í öðru tilviki þar sem Trent Alexander-Arnold átti slaka sendingu til baka á Alisson.“ „Augnablik sem þessi breyta leikjum hér á Old Trafford svo við þurftum að minna leikmenn á að halda einbeitingu frá upphafi til enda til að fara með sigur af hólmi,“ sagði Slot að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira