Slot fór í saumana á öruggum sigri sinna manna á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 23:30 Arne Slot og Luis Díaz nutu sín vel á Old Trafford. EPA-EFE/PETER POWELL Arne Slot, þjálfari Liverpool, var mjög svo hreinskilinn þegar hann ræddi við Sky Sports eftir 3-0 sigur sinna manna á Manchester United í Leikhúsi draumanna, Old Trafford. Hann fór yfir hvernig lið hans lagði leikinn upp og hvar það vildi særa lið heimamanna. Þrátt fyrir að allir leikir erkifjendanna á síðustu leiktíð hafi endað með jafntefli, Man United vann á hádramatískan hátt í framlengingu þegar liðin mættust í ensku bikarkeppninni, þá hefur Liverpool gengið vel gegn Man Utd undanfarin ár. Á því varð engin breyting þegar liðin mættust á sunnudag og eftir leik ræddi Slot bæði leik sinna manna sem og leikstíl Man United. Vilja pressa hátt Undir stjórn Jürgen Klopp var Liverpool þekkt fyrir að spila af mikilli ákefð og Slot vill halda því áfram, sama hver andstæðingurinn er. „Við viljum alltaf pressa hátt upp á vellinum. Það er það sem Jürgen gerði og það er það sem við munum reyna að gera. Við skoruðum nokkur mörk þökk sé pressunni okkar, þar af eitt sem var dæmt af,“ sagði Slot eftir leik. Sky Sports segir Liverpool það lið sem hafi pressað hvað mest á síðasta þriðjung vallarins í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar eða alls 264 sinnum. Það vekur athygli að Manchester United er þar á eftir með 255 og svo Everton með 227. Bakverðir Man United veikleiki Diogo Dalot stóð vaktina í vinstri bakverði.EPA-EFE/PETER POWELL Eftir leik fór Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd og núverandi sparkspekingur Sky, ekki fögrum orðum yfir bakverði heimaliðsins. Hann var aðallega að agnúast yfir staðsetningu þeirra í uppspili liðsins. „Bakverðir þeirra eiga það til að vera mjög ofarlega á vellinum og svo kemur Casemiro á milli miðvarðanna. Ef þú vinnur boltann hátt uppi á vellinum, og ert með Luis Díaz og Mohamed Salah ofarlega þá ertu alltaf í einn á einn stöðu sóknarlega.“ Hlaupa og berjast Eins mikið og Slot leggur upp úr skipulagi, skipulagningu og öllum taktísku þáttum leiksins þá skiptir ekkert af því máli ef miðjumenn liðsins hlaupa ekki né berjast. „Þú þarft miðjumenn sem geta hlaupið og við vorum með þrjá slíka í dag. Þeir hættu aldrei að hlaupa og ef þeir lentu í návígi voru þeir nægilega árásargjarnir til að vinna þau. Það var ein helsta ástæðan fyrir að við unnum leikinn.“ Allir þrír miðjumenn Liverpool voru meðal þeirra fimm leikmanna sem hlupu mest í leiknum. Dominik Szoboszlai hljóp mest allra eða 11,7 kílómetra. Hann átti einnig flesta spretti allra í Liverpool-liðinu eða 24 talsins. Þar á eftir kom Alexis Mac Allister en hann hljóp 11,4 kílómetra. Þá hljóp Ryan Gravenberch alls 11 kílómetra. Hvað varðar heimaliðið þá hljóp Bruno Fernandes mest allra eða 11,3 kílómetra á meðan Kobbie Mainoo hljóp 11,2 kílómetra. Marcus Rashford átti svo jafn marga spretti og Szoboszlai. Aðspurður hvort það væri ekki ákveðin hætta falin í því að hafa Salah og Díaz svo hátt upp á vellinum þá sagði Slot ekki svo vera svo lengi sem þeir skiluðu sér til baka þegar þess væri þörf. „Þú þarft á því að halda til að vinna leiki sem þessa. Ef menn skila sér ekki til baka lenda varnarmenn okkar í undirtölu og það viljum við ekki gegn liði sem býr yfir sömu gæðum og Man United.“ Halda einbeitingu Slot ræddi einnig hálfleiksræðu sína en þrátt fyrir að vera 2-0 yfir í hálfleik var hann ekki á allt sáttur. „Við sýndum þeim augnablik sem leiddu til þess að Man United fékk færi. Í einu tilviki skilaði Díaz sér ekki til baka og í öðru tilviki þar sem Trent Alexander-Arnold átti slaka sendingu til baka á Alisson.“ „Augnablik sem þessi breyta leikjum hér á Old Trafford svo við þurftum að minna leikmenn á að halda einbeitingu frá upphafi til enda til að fara með sigur af hólmi,“ sagði Slot að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira
Þrátt fyrir að allir leikir erkifjendanna á síðustu leiktíð hafi endað með jafntefli, Man United vann á hádramatískan hátt í framlengingu þegar liðin mættust í ensku bikarkeppninni, þá hefur Liverpool gengið vel gegn Man Utd undanfarin ár. Á því varð engin breyting þegar liðin mættust á sunnudag og eftir leik ræddi Slot bæði leik sinna manna sem og leikstíl Man United. Vilja pressa hátt Undir stjórn Jürgen Klopp var Liverpool þekkt fyrir að spila af mikilli ákefð og Slot vill halda því áfram, sama hver andstæðingurinn er. „Við viljum alltaf pressa hátt upp á vellinum. Það er það sem Jürgen gerði og það er það sem við munum reyna að gera. Við skoruðum nokkur mörk þökk sé pressunni okkar, þar af eitt sem var dæmt af,“ sagði Slot eftir leik. Sky Sports segir Liverpool það lið sem hafi pressað hvað mest á síðasta þriðjung vallarins í fyrstu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar eða alls 264 sinnum. Það vekur athygli að Manchester United er þar á eftir með 255 og svo Everton með 227. Bakverðir Man United veikleiki Diogo Dalot stóð vaktina í vinstri bakverði.EPA-EFE/PETER POWELL Eftir leik fór Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Man Utd og núverandi sparkspekingur Sky, ekki fögrum orðum yfir bakverði heimaliðsins. Hann var aðallega að agnúast yfir staðsetningu þeirra í uppspili liðsins. „Bakverðir þeirra eiga það til að vera mjög ofarlega á vellinum og svo kemur Casemiro á milli miðvarðanna. Ef þú vinnur boltann hátt uppi á vellinum, og ert með Luis Díaz og Mohamed Salah ofarlega þá ertu alltaf í einn á einn stöðu sóknarlega.“ Hlaupa og berjast Eins mikið og Slot leggur upp úr skipulagi, skipulagningu og öllum taktísku þáttum leiksins þá skiptir ekkert af því máli ef miðjumenn liðsins hlaupa ekki né berjast. „Þú þarft miðjumenn sem geta hlaupið og við vorum með þrjá slíka í dag. Þeir hættu aldrei að hlaupa og ef þeir lentu í návígi voru þeir nægilega árásargjarnir til að vinna þau. Það var ein helsta ástæðan fyrir að við unnum leikinn.“ Allir þrír miðjumenn Liverpool voru meðal þeirra fimm leikmanna sem hlupu mest í leiknum. Dominik Szoboszlai hljóp mest allra eða 11,7 kílómetra. Hann átti einnig flesta spretti allra í Liverpool-liðinu eða 24 talsins. Þar á eftir kom Alexis Mac Allister en hann hljóp 11,4 kílómetra. Þá hljóp Ryan Gravenberch alls 11 kílómetra. Hvað varðar heimaliðið þá hljóp Bruno Fernandes mest allra eða 11,3 kílómetra á meðan Kobbie Mainoo hljóp 11,2 kílómetra. Marcus Rashford átti svo jafn marga spretti og Szoboszlai. Aðspurður hvort það væri ekki ákveðin hætta falin í því að hafa Salah og Díaz svo hátt upp á vellinum þá sagði Slot ekki svo vera svo lengi sem þeir skiluðu sér til baka þegar þess væri þörf. „Þú þarft á því að halda til að vinna leiki sem þessa. Ef menn skila sér ekki til baka lenda varnarmenn okkar í undirtölu og það viljum við ekki gegn liði sem býr yfir sömu gæðum og Man United.“ Halda einbeitingu Slot ræddi einnig hálfleiksræðu sína en þrátt fyrir að vera 2-0 yfir í hálfleik var hann ekki á allt sáttur. „Við sýndum þeim augnablik sem leiddu til þess að Man United fékk færi. Í einu tilviki skilaði Díaz sér ekki til baka og í öðru tilviki þar sem Trent Alexander-Arnold átti slaka sendingu til baka á Alisson.“ „Augnablik sem þessi breyta leikjum hér á Old Trafford svo við þurftum að minna leikmenn á að halda einbeitingu frá upphafi til enda til að fara með sigur af hólmi,“ sagði Slot að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira