„Betra að segja sem minnst“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 1. september 2024 22:51 Tufa var afar svekktur í leikslok. Vísir/Pawel Valur er ellefu stigum frá toppsætinu í Bestu deildinni eftir að 21. umferð lauk í kvöld. Liðið tapaði 3-2 gegn Víkingum í tíðindamiklum leik.Srdjan Tufagdzic þjálfari Vals var til tals eftir tapið á Stöð 2 eftir leik og var gríðarlega ósáttur með tapið. „Það er betra að segja sem minnst.“ sagði Túfa er hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum og bætti við: „Þetta er ljót og leiðinleg tilfinning. Leikur sem við erum með í höndunum og algjöra stjórn. Komnir í 2-0 stöðu og einum manni fleiri. Að missa það í tap er með ólíkindum.“ Valur komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings var rekinn útaf. Allt snerist á hvolf í seinni hálfleik og unnu Víkingar 3-2 í ævintýralegri endurkomu. „Við erum að fara í óþarfa panic. Í hvert skipti sem það gerist eitthvað í leiknum sem Víkingur gerir vel eða við gerum mistök þá förum í panic. Við endum fyrri hálfleikinn ekki vel, einum fleiri og tveimur mörkum yfir. Löguðum það aðeins í byrjun seinni hálfleiks áður en Hólmar fær rautt spjald. Þá erum við með stjórn á leiknum og þá finnst mér bara spurning um hvenær við skorum þriðja markið. Eftir rauða spjaldið þá missum við leikinn algjörlega úr okkar höndum og förum í algjör örvæntingu. Hleyptum bara lífi í Víking.“ sagði Túfa og bætti við um rauða spjaldið hans Hólmars. „Erfitt að segja, á eftir að sjá þetta aftur. Mér finnst hann svona aðeins of fljótur að lyfta rauða spjaldinu. En ég þarf að sjá þetta betur, mér finnst svona svolítið grimmt að gefa beint rautt fyrir eina tæklingu þar sem hann fer bæði í boltann og leikmann.“ Valur vildi fá tvö víti með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik en fengu ekkert, Túfa vildi lítið gagnrýna dómarann eftir leik. „Eftir svona leik er ekkert hægt að tala um atvik hjá dómaranum. Við vorum með leikinn og þrjú stig í höndunum og við bara köstum því frá okkur.“ Hrunið var algjört hjá Val eftir rauða spjaldið hjá Hólmari en Túfa virtist hafa fá svör um hvað gerðist. „Þetta er mjög erfitt að rýna í. Þetta gerist líka um daginn í Kaplakrika, við erum með leikinn í okkar höndum en töpum honum í jafntefli. Þetta sýnir okkur að við verðum að líta í eigin barm og vera fljótir að vinna í þessum málum. Þetta er ekki nógu gott.“ sagði Túfa og bætti við: „Ég bara á ekki til orð að við töpum þessum leik í dag. Framhaldið er að reyna að jafna sig eftir þennan leik. Ég þekki sjálfan mig vel og veit að það er erfitt að facea þetta daginn eftir leik. Nú eru bara tvær vikur framundan fyrir okkur sem við verðum að líta í eigin barm og leggja vinnu á okkur sjálfa. Verðum að setja meiri kröfur á okkur sjálfa.“ „Ég sé leikmenn Víkinga vera að henda sér fyrir alla bolta og leggja sig alla fram. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma í okkar lið líka sem fyrst. Við ætlum að vinna í því.“ sagði Srdjan að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira
„Það er betra að segja sem minnst.“ sagði Túfa er hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum og bætti við: „Þetta er ljót og leiðinleg tilfinning. Leikur sem við erum með í höndunum og algjöra stjórn. Komnir í 2-0 stöðu og einum manni fleiri. Að missa það í tap er með ólíkindum.“ Valur komst 2-0 yfir í fyrri hálfleik og voru einum manni fleiri eftir að Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings var rekinn útaf. Allt snerist á hvolf í seinni hálfleik og unnu Víkingar 3-2 í ævintýralegri endurkomu. „Við erum að fara í óþarfa panic. Í hvert skipti sem það gerist eitthvað í leiknum sem Víkingur gerir vel eða við gerum mistök þá förum í panic. Við endum fyrri hálfleikinn ekki vel, einum fleiri og tveimur mörkum yfir. Löguðum það aðeins í byrjun seinni hálfleiks áður en Hólmar fær rautt spjald. Þá erum við með stjórn á leiknum og þá finnst mér bara spurning um hvenær við skorum þriðja markið. Eftir rauða spjaldið þá missum við leikinn algjörlega úr okkar höndum og förum í algjör örvæntingu. Hleyptum bara lífi í Víking.“ sagði Túfa og bætti við um rauða spjaldið hans Hólmars. „Erfitt að segja, á eftir að sjá þetta aftur. Mér finnst hann svona aðeins of fljótur að lyfta rauða spjaldinu. En ég þarf að sjá þetta betur, mér finnst svona svolítið grimmt að gefa beint rautt fyrir eina tæklingu þar sem hann fer bæði í boltann og leikmann.“ Valur vildi fá tvö víti með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik en fengu ekkert, Túfa vildi lítið gagnrýna dómarann eftir leik. „Eftir svona leik er ekkert hægt að tala um atvik hjá dómaranum. Við vorum með leikinn og þrjú stig í höndunum og við bara köstum því frá okkur.“ Hrunið var algjört hjá Val eftir rauða spjaldið hjá Hólmari en Túfa virtist hafa fá svör um hvað gerðist. „Þetta er mjög erfitt að rýna í. Þetta gerist líka um daginn í Kaplakrika, við erum með leikinn í okkar höndum en töpum honum í jafntefli. Þetta sýnir okkur að við verðum að líta í eigin barm og vera fljótir að vinna í þessum málum. Þetta er ekki nógu gott.“ sagði Túfa og bætti við: „Ég bara á ekki til orð að við töpum þessum leik í dag. Framhaldið er að reyna að jafna sig eftir þennan leik. Ég þekki sjálfan mig vel og veit að það er erfitt að facea þetta daginn eftir leik. Nú eru bara tvær vikur framundan fyrir okkur sem við verðum að líta í eigin barm og leggja vinnu á okkur sjálfa. Verðum að setja meiri kröfur á okkur sjálfa.“ „Ég sé leikmenn Víkinga vera að henda sér fyrir alla bolta og leggja sig alla fram. Þetta er eitthvað sem við verðum að koma í okkar lið líka sem fyrst. Við ætlum að vinna í því.“ sagði Srdjan að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Sjá meira