Sol Bamba látinn aðeins 39 ára Smári Jökull Jónsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 1. september 2024 07:39 Sol Bamba í leik með Middlesbrough árið 2022. Vísir/Getty Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Sol Bamba er látinn aðeins 39 ára að aldri eftir að hafa veikst skyndilega á föstudag. Hann á að baki feril í ensku úrvalsdeildinni með Leicester, Leeds og Cardiff. Sol Bamba kom víða við á sínum ferli og á að baki 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Bamba var ættaður frá Fílabeinsströndinni en fæddist í úthverfi Parísar og hóf feril sinn hjá PSG sem miðvörður. Hann komst ekki í aðallið franska stórliðsins og fór því yfir til Skotlands þar sem hann spilaði sex tímabil, þrjú fyrir Dunfermline og þrjú hjá Hibernian. Eftir dvöl sína í Skotlandi flakkaði Bamba töluvert, lék nokkur tímabil fyrir Leicester, Leeds, Trabzonspor og einn leik fyrir Palermo. Lengst var hann hjá Cardiff í fimm tímabil, lék þar með Aroni Einari og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í eitt tímabil. Bamba greindist með non-Hodgkin eitilfrumukrabbamein árið 2021 þegar hann var hjá Cardiff en sigraðist á því áður en hann tók eitt síðasta tímabil í boltanum með Middlesborough. Veiktist skyndilega á föstudag Eftir að hann lagði skóna á hilluna vann Bamba sem aðstoðarþjálfari Cardiff og tók í sumar við sem íþróttastjóri hjá tyrkneska liðinu Adanaspor. Hann veiktist fyrir leik liðsins á föstudag og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést. Í tilkynningu frá Adanaspor sagði: „Íþróttastjórinn okkar Souleymane Bamba, sem veiktist fyrir leik gegn Manisa F.K. í gær, var fluttur á Manisa Celal Bayar háskólasjúkrahúsið og lét þar lífið.“ Dün oynanan Manisa Futbol Kulübü müsabakası öncesi rahatsızlanan Teknik Direktörümüz Souleymane Bamba Manisa Celal Bayar Üniversitesi Hastanesine kaldırılmış ve burada verdiği yaşam savaşını malesef kaybetmiştir. Başta ailesi olmak üzere camiamızın başı sağolsun.. pic.twitter.com/vUsZY7PfTW— Adanaspor A.Ş. 🇹🇷 (@AdanasporResmi) August 31, 2024 „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ skrifar félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. Fjöldi fólks hefur minnst Bamba a miðliðunum. Þar á meðal hans fyrrverandi félög og liðsfélagar, á X minnist Leeds miðvarðarins og segja alla innan félagsins í sárum. 🤍 Everyone at #LUFC is devastated to learn of the news that former #LUFC captain Sol Bamba has passed away. Our thoughts and condolences are with his family and friends at this tragic time. Rest in peace, Sol, you will be forever in our hearts. pic.twitter.com/HFqtYgsFkM— Leeds United (@LUFC) August 31, 2024 „Allir í Leeds eru miður sín eftir að fréttir bárust af andláti fyrrum fyrirliða félagsins Sol Bamba. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði Sol, þú munt alltaf vera í hjörtum okkar,“ skrifar félagið og á X-síðu Middlesbrough er Bamba einnig minnst en hann lék með félaginu tímabilið 2021-22. We are devastated to learn of the passing of Sol Bamba at the age of 39.Our thoughts are with Sol's family and friends at this time. RIP Sol ❤️ pic.twitter.com/jNYNiHPKE7— Middlesbrough FC (@Boro) August 31, 2024 Í Leiceseter lék Bamba undir stjórn Sven Göran Eriksson sem lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein. Bamba minntist Eriksson í vikunni og sagði hann besta knattspyrnustjóra sem hann hafði haft og „framúrskarandi manneskju.“ Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Sol Bamba kom víða við á sínum ferli og á að baki 46 leiki fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Bamba var ættaður frá Fílabeinsströndinni en fæddist í úthverfi Parísar og hóf feril sinn hjá PSG sem miðvörður. Hann komst ekki í aðallið franska stórliðsins og fór því yfir til Skotlands þar sem hann spilaði sex tímabil, þrjú fyrir Dunfermline og þrjú hjá Hibernian. Eftir dvöl sína í Skotlandi flakkaði Bamba töluvert, lék nokkur tímabil fyrir Leicester, Leeds, Trabzonspor og einn leik fyrir Palermo. Lengst var hann hjá Cardiff í fimm tímabil, lék þar með Aroni Einari og hjálpaði liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina í eitt tímabil. Bamba greindist með non-Hodgkin eitilfrumukrabbamein árið 2021 þegar hann var hjá Cardiff en sigraðist á því áður en hann tók eitt síðasta tímabil í boltanum með Middlesborough. Veiktist skyndilega á föstudag Eftir að hann lagði skóna á hilluna vann Bamba sem aðstoðarþjálfari Cardiff og tók í sumar við sem íþróttastjóri hjá tyrkneska liðinu Adanaspor. Hann veiktist fyrir leik liðsins á föstudag og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann lést. Í tilkynningu frá Adanaspor sagði: „Íþróttastjórinn okkar Souleymane Bamba, sem veiktist fyrir leik gegn Manisa F.K. í gær, var fluttur á Manisa Celal Bayar háskólasjúkrahúsið og lét þar lífið.“ Dün oynanan Manisa Futbol Kulübü müsabakası öncesi rahatsızlanan Teknik Direktörümüz Souleymane Bamba Manisa Celal Bayar Üniversitesi Hastanesine kaldırılmış ve burada verdiği yaşam savaşını malesef kaybetmiştir. Başta ailesi olmak üzere camiamızın başı sağolsun.. pic.twitter.com/vUsZY7PfTW— Adanaspor A.Ş. 🇹🇷 (@AdanasporResmi) August 31, 2024 „Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum,“ skrifar félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X. Fjöldi fólks hefur minnst Bamba a miðliðunum. Þar á meðal hans fyrrverandi félög og liðsfélagar, á X minnist Leeds miðvarðarins og segja alla innan félagsins í sárum. 🤍 Everyone at #LUFC is devastated to learn of the news that former #LUFC captain Sol Bamba has passed away. Our thoughts and condolences are with his family and friends at this tragic time. Rest in peace, Sol, you will be forever in our hearts. pic.twitter.com/HFqtYgsFkM— Leeds United (@LUFC) August 31, 2024 „Allir í Leeds eru miður sín eftir að fréttir bárust af andláti fyrrum fyrirliða félagsins Sol Bamba. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og vinum á þessari sorgarstundu. Hvíldu í friði Sol, þú munt alltaf vera í hjörtum okkar,“ skrifar félagið og á X-síðu Middlesbrough er Bamba einnig minnst en hann lék með félaginu tímabilið 2021-22. We are devastated to learn of the passing of Sol Bamba at the age of 39.Our thoughts are with Sol's family and friends at this time. RIP Sol ❤️ pic.twitter.com/jNYNiHPKE7— Middlesbrough FC (@Boro) August 31, 2024 Í Leiceseter lék Bamba undir stjórn Sven Göran Eriksson sem lést í vikunni eftir baráttu við krabbamein. Bamba minntist Eriksson í vikunni og sagði hann besta knattspyrnustjóra sem hann hafði haft og „framúrskarandi manneskju.“
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01 Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Leikmaður Cardiff með krabbamein Sol Bamba, leikmaður enska B-deildarliðsins Cardiff City, hefur greinst með krabbamein og er í meðferð vegna þess. 12. janúar 2021 14:01