Erlent

Hneig niður á miðjum tón­leikum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mynd frá tónleikum rapparans Fatman Scoop í Melbourne í Ástralíu í fyrra.
Mynd frá tónleikum rapparans Fatman Scoop í Melbourne í Ástralíu í fyrra. Getty/Naomi Rahim/WireImage

Bandaríski rapparinn Fatman Scoop er látinn, 53 ára að aldri. Scoop hneig niður á sviði á miðjum tónleikum sínum í Conneticut í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi sjúkrahús og síðar úrskurðaður látinn.

Bókunarskrifstofa rapparans, MN2S, staðfesti andlát rapparans við BBC og segir að arfleið rapparans, sem upprunalega er frá New York, muni „lifa áfram í gegnum tímalausa tónlist hans.“

Fjölskylda rapparans minnist hans á samfélagsmiðlum með fallegum hætti. „FarMan Scoop var ekki aðeins listamaður á heimsmælikvarða, hann var faðir, bróðir, frændi og vinur,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar. „Hann var hláturinn í lífi okkar, endalaust stuðningsríkur, óbilandi styrkur og hugrekki.“

Raunverulegt nafn rapparans er Issac Freedman III en hann er talinn mikill áhrifamaður hip-hop senunnar í New York á tíunda áratugnum. Hann hefur gert tónlist með fjölda vinsælla tónlistarmanna, meðal annars lög sem hlotið hafa Grammy verðlaun á borð við Lose Control með Missy Elliott og It‘s Like That með Mariah Care. Hann er einnig þekktur fyrir smellinn Be Faithful, sem upphaflega kom út árið 1999 en varð heimsfrægt árið 2003 þegar það komst meðal annars efst á topplista í Írlandi og Bretlandi. Smellinn er hægt að heyra í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×