Fótbolti

Brynjar inn fyrir meiddan Sverri

Valur Páll Eiríksson skrifar
Brynjar Ingi Bjarnason er leikmaður HamKam.
Brynjar Ingi Bjarnason er leikmaður HamKam. Getty/Juan Mauel Serrano Arce

Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður upp í landsliðshóp karla í fótbolta fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Hann tekur sæti Sverris Inga Ingasonar sem er meiddur.

Ísland mætir Svartfjallalandi á Laugardalsvelli 6. september næst komandi og Tyrkjum ytra þann 9. september. Wales er einnig í riðli Íslands í Þjóðadeildinni.

Sverrir Ingi, sem samdi við Panathinaikos í Grikklandi í sumar, varð nýverið fyrir meiðslum og getur ekki tekið þátt í leikjunum tveimur. Brynjar Ingi, sem leikur með HamKam í Noregi, hefur því verið fenginn inn í hópinn.

Brynjar Ingi hefur leikið 17 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim tvö mörk.

Landsleikir Íslands við Svartfjallaland og Tyrkland fara fram 6. og 9. september og verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, sem og allir aðrir leikir Íslands í Þjóðadeildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×