Di María: Louis van Gaal er versti stjórinn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 11:02 Angel di Maria tekinn af velli á tíma sínum með Manchester United og Louis van Gaal fylgist vel. Getty/Matthew Peters Argentínski knattspyrnumaðurinn Ángel Di María er ekki neinum vafa um hver sé versti knattspyrnustjórinn sem hann hefur haft á sínum langa og farsæla ferli. Í viðtali við ESPN í Argentínu þá Di María rifjaði hann upp afar svekkjandi tímabil sitt sem leikmaður Manchester United. Enginn vafi „Sá versti er Van Gaal, þú getur fullvissað þig um það. Ef að það var einhver vafi þá skal kem ég því endanlega á hreint núna,“ sagði Di María. Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kom þannig upp í samtalinu þótt að Di María hafi þarna verið beðinn um að nefna þrjá bestu knatttspyrnustjóra ferilsins. ESPN segir frá. Di María lék undir stjórn Van Gaal á 2014-15 tímabilinu. Hann byrjaði vel í búningi United með þremur mörkum og fjórum stoðsendingum í fyrstu sex leikjum sínum en svo fór allt að ganga á afturfótunum. Hann var seldur til Paris Saint Germain sumarið eftir. Persónuleg vandamál Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Di María hefur skotið á Van Gaal. Van Gaal sjálfur hefur alltaf talað vel um Di María þegar hann er spurður út í fyrrum leikmann sinn. Hann sagði þó að hann argentínski leikmaðurinn hafi verið að glíma við persónuleg vandamál þegar hann var hjá United. Þjálfarnir þrír sem Di María nefndi sem þá bestu voru Lionel Scaloni, núverandi landsliðsþjálfari, Alejandro Sabella, fyrrum fyrrum landsliðsþjálfari og þá sagðist leikmaðurinn alltaf hugsa hlýlega til Diego heitins Maradona, sem þjálfaði hann einnig hjá landsliðinu. Meira eins og vinur, bróðir eða faðir „Ég lít ekki á hann sem stjóra því í mínum augum var hann meira náinn vinur, einhver sem var til í að ræða málin. Hann var alltaf meira eins og vinur, bróðir eða faðir. Kannski faðir frekar en nokkuð annað,“ sagði Di María. „Hann trúði á mig þegar enginn annar gerði það og hjálpaði mér að taka næsta skref. Því meiri gagnrýni sem ég fékk þeim mun meiri stuðning fékk ég frá honum,“ sagði Di María. „Ég hef sagt það áður. Leo Messi er sá besti allra tíma en Diego er Diego. Hann er það fyrir mér, fyrir Argentínu og fyrir öllum heiminum,“ sagði Di María. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira
Í viðtali við ESPN í Argentínu þá Di María rifjaði hann upp afar svekkjandi tímabil sitt sem leikmaður Manchester United. Enginn vafi „Sá versti er Van Gaal, þú getur fullvissað þig um það. Ef að það var einhver vafi þá skal kem ég því endanlega á hreint núna,“ sagði Di María. Hollenski knattspyrnustjórinn Louis van Gaal kom þannig upp í samtalinu þótt að Di María hafi þarna verið beðinn um að nefna þrjá bestu knatttspyrnustjóra ferilsins. ESPN segir frá. Di María lék undir stjórn Van Gaal á 2014-15 tímabilinu. Hann byrjaði vel í búningi United með þremur mörkum og fjórum stoðsendingum í fyrstu sex leikjum sínum en svo fór allt að ganga á afturfótunum. Hann var seldur til Paris Saint Germain sumarið eftir. Persónuleg vandamál Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Di María hefur skotið á Van Gaal. Van Gaal sjálfur hefur alltaf talað vel um Di María þegar hann er spurður út í fyrrum leikmann sinn. Hann sagði þó að hann argentínski leikmaðurinn hafi verið að glíma við persónuleg vandamál þegar hann var hjá United. Þjálfarnir þrír sem Di María nefndi sem þá bestu voru Lionel Scaloni, núverandi landsliðsþjálfari, Alejandro Sabella, fyrrum fyrrum landsliðsþjálfari og þá sagðist leikmaðurinn alltaf hugsa hlýlega til Diego heitins Maradona, sem þjálfaði hann einnig hjá landsliðinu. Meira eins og vinur, bróðir eða faðir „Ég lít ekki á hann sem stjóra því í mínum augum var hann meira náinn vinur, einhver sem var til í að ræða málin. Hann var alltaf meira eins og vinur, bróðir eða faðir. Kannski faðir frekar en nokkuð annað,“ sagði Di María. „Hann trúði á mig þegar enginn annar gerði það og hjálpaði mér að taka næsta skref. Því meiri gagnrýni sem ég fékk þeim mun meiri stuðning fékk ég frá honum,“ sagði Di María. „Ég hef sagt það áður. Leo Messi er sá besti allra tíma en Diego er Diego. Hann er það fyrir mér, fyrir Argentínu og fyrir öllum heiminum,“ sagði Di María.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Sjá meira