Vill auka sýnileika lögreglu vegna stunguárása Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 12:13 Bjarni Benediktsson fordæmir árásina. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir ríkisstjórnina harmi slegna yfir stunguárásinni á menningarnótt. Hann vill hraða fyrirhuguðum aðgerðum er miða að því að auka sýnileika lögreglu. Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu á sjúkrahúsi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við höfum haft vaxandi áhyggjur af þessu og erum harmi slegin yfir þessum síðustu atburðum. Samfélagið allt er í áfalli yfir því að við séum að upplifa árásir eins og þessa, ítrekað á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Samfélagið þurfi að rísa upp „Við þessu verður einfaldlega að bregðast og við þurfum sem samfélag að rísa upp og grípa inn í. Þetta er þróun sem við viljum ekki sjá og viljum stöðva,“ sagði Bjarni og ítrekaði mikilvægi þess að tengja saman alla þá sem geta haft áhrif; lögreglu, skóla, heilbrigðiskerfið, félagsstarf í landinu og foreldra. Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna þar sem merki væru uppi um að ákveðin ofbeldismenning væri að þróast meðal barna hér á landi. Bjarni segir ríkisstjórnina nú ræða um að taka forgangsröðun hennar til endurskoðunar. Vilji standi til þess að auka sýnileika lögreglu. „Í aðgerðaráætlun okkar er gert ráð fyrir að auka sýnileika lögreglu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri vegna þess ástands sem hefur skapast.“ Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sextán ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 26. september á grundvelli almannahagsmuna vegna stunguárásarinnar í Skúlagötu á Menningarnótt. Pilturinn er grunaður um að hafa stungið þrjú ungmenni, tvær stúlkur og einn pilt með hnífi. Önnur stúlknanna er enn í lífshættu á sjúkrahúsi. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Við höfum haft vaxandi áhyggjur af þessu og erum harmi slegin yfir þessum síðustu atburðum. Samfélagið allt er í áfalli yfir því að við séum að upplifa árásir eins og þessa, ítrekað á undanförnum misserum,“ sagði Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. Samfélagið þurfi að rísa upp „Við þessu verður einfaldlega að bregðast og við þurfum sem samfélag að rísa upp og grípa inn í. Þetta er þróun sem við viljum ekki sjá og viljum stöðva,“ sagði Bjarni og ítrekaði mikilvægi þess að tengja saman alla þá sem geta haft áhrif; lögreglu, skóla, heilbrigðiskerfið, félagsstarf í landinu og foreldra. Mennta- og barnamálaráðherra kynnti í sumar aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna þar sem merki væru uppi um að ákveðin ofbeldismenning væri að þróast meðal barna hér á landi. Bjarni segir ríkisstjórnina nú ræða um að taka forgangsröðun hennar til endurskoðunar. Vilji standi til þess að auka sýnileika lögreglu. „Í aðgerðaráætlun okkar er gert ráð fyrir að auka sýnileika lögreglu og við erum að velta því fyrir okkur hvort við getum hraðað aðgerðum eins og þeirri vegna þess ástands sem hefur skapast.“
Lögreglan Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira