Segir fylgi flokksins óviðunandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 06:24 Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins segir stöðu hans óviðunandi. Vísir/Vilhelm Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, sem út kom í vikunni, en MIðflokkurinn mældist með 14,9 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum. Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, segir í samtali við mbl.is að þetta sé ekki viðunandi staða, að flokkur sem hann segir að bæði hafi verið til hægri og vinstri, taki fram úr Sjálfstæðisflokknum á grundvelli þess að takast betur að setja borgaraleg gildi og hægrimál á dagskrá í umræðunni, eins og hann orðar það. Inntur eftir því segist Vilhjálmur ekki telja að skipting á forystu flokksins leysi vandann ein og sér. „Ég held að það sé ekki einhver svoleiðis quick-fix lausn sem leysi þennan vanda ein og sér. Ég hef nú bara alltaf talað fyrir því að við þurfum að tala fyrir málefnum. Stjórnmál snúast um að berjast fyrir hugsjónum og málefnum, ekki um einstaka persónur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ræða þurfi stöðuna heiðarlega og opinskátt á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á hótel Hilton á laugardag. Hann telur ekki að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sé um að kenna að Miðflokkurinn stíli betur inn á hóp, sem áður hefur sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talað fyrir sínum hugsjónum óháð ríkisstjórnarsamstarfi. En það er ekki þar með sagt að í þriggja flokka ríkisstjórn að þu náir öllu fram, en þú getur verið skýr talsmaður þinna hugsjóna óháð samstarfinu.“ Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 13,9 prósenta fylgi í nýjustu skoðanakönnun Maskínu, sem út kom í vikunni, en MIðflokkurinn mældist með 14,9 prósent. Ekki er marktækur munur á flokkunum. Vilhjálmur Árnason, ritari flokksins, segir í samtali við mbl.is að þetta sé ekki viðunandi staða, að flokkur sem hann segir að bæði hafi verið til hægri og vinstri, taki fram úr Sjálfstæðisflokknum á grundvelli þess að takast betur að setja borgaraleg gildi og hægrimál á dagskrá í umræðunni, eins og hann orðar það. Inntur eftir því segist Vilhjálmur ekki telja að skipting á forystu flokksins leysi vandann ein og sér. „Ég held að það sé ekki einhver svoleiðis quick-fix lausn sem leysi þennan vanda ein og sér. Ég hef nú bara alltaf talað fyrir því að við þurfum að tala fyrir málefnum. Stjórnmál snúast um að berjast fyrir hugsjónum og málefnum, ekki um einstaka persónur,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að ræða þurfi stöðuna heiðarlega og opinskátt á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á hótel Hilton á laugardag. Hann telur ekki að núverandi ríkisstjórnarsamstarfi sé um að kenna að Miðflokkurinn stíli betur inn á hóp, sem áður hefur sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Auðvitað getur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf talað fyrir sínum hugsjónum óháð ríkisstjórnarsamstarfi. En það er ekki þar með sagt að í þriggja flokka ríkisstjórn að þu náir öllu fram, en þú getur verið skýr talsmaður þinna hugsjóna óháð samstarfinu.“
Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07 Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22 Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Samfylkingin með flest spil á hendi við stjórnarmyndun Einungis yrði hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn með þátttöku Samfylkingarinnar yrðu kosningaúrslit samkvæmt nýjustu könnun Maskínu. Flokkurinn gæti einnig tekið þátt í myndun tveggja mið-vinstristjórna og einnar mið-hægristjórnar. Hægriflokkarnir gætu sömuleiðis myndað stjórn með þátttöku Framsóknarflokksins. 29. ágúst 2024 12:07
Fjórðungur landsmanna vill Kristrúnu í forsætisráðuneytið Um það bil 24 prósent landsmanna vill sjá Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sem næsta forsætisráðherra Íslands. Næstur er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, með níu prósent. 29. ágúst 2024 08:22
Miðflokkurinn að taka fram úr Sjálfstæðisflokknum í fylgi Miðflokkurinn er orðinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi, en ekki er marktækur munur á fylgi hans og Sjálfstæðisflokksins. Formaður Miðflokksins segir þetta til marks um að skynsemin sé farin að ná til kjósenda. 28. ágúst 2024 18:32