„Guðfaðirinn“ dæmdur í bann rétt fyrir keppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 07:02 Lee Pearson er sigursælasti knapi sögunnar í karlaflokki fatlaðra. Matthew Stockman/Getty Images Sir Lee Pearson hefur verið dæmdur í ótímabundið keppnisbann af breska reiðsambandinu og mun ekki taka þátt á Ólympíumóti fatlaðra í París. Ferill Pearson hófst árið 1996 en hann er sigursælasti knapi sögunnar með yfir 30 gullverðlaun á alþjóðlegum mótum, þar af fjórtán gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra. Svo mikil hefur velgengni hans verið að á heimasíðu Ólympíumóts fatlaðra er hann titlaður „guðfaðir breskra knapa“. Lee Pearson átti að keppa á sínu sjöunda Ólympíumóti í sumar.Tasos Katopodis / Getty Images Pearson var skráður til leiks í París og átti að hefja keppni næsta þriðjudag en honum hefur verið vikið úr breska liðinu. Breska reiðsambandið gaf engar frekari skýringar en sagði málið vera til rannsóknar. Þetta er í annað sinn í sumar sem breskur knappi hættir við þátttöku í París. Charlotte Dujardin stefndi á að verða sigursælasti keppandi í sögu þjóðarinnar en sagði sig frá keppni þegar upp komst um dýraníð. Pearson hefur ekki tjáð sig sjálfur en sagði fyrir rúmlega mánuði að hann myndi ekki gefa kost á sér við liðsvalið fyrir leikana í París. Þá fullyrðingu verður hins vegar að draga í efa þar sem Pearson var sannarlega valinn í liðið og settur á lista yfir keppendur á heimasíðu Ólympíumótsins. Hann hefur áður lýst á Facebook-síðu sinni mikilli valdabaráttu innan reiðsambandsins og segir síðustu átján mánuði hafa reynst honum afar erfiðir. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Ferill Pearson hófst árið 1996 en hann er sigursælasti knapi sögunnar með yfir 30 gullverðlaun á alþjóðlegum mótum, þar af fjórtán gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra. Svo mikil hefur velgengni hans verið að á heimasíðu Ólympíumóts fatlaðra er hann titlaður „guðfaðir breskra knapa“. Lee Pearson átti að keppa á sínu sjöunda Ólympíumóti í sumar.Tasos Katopodis / Getty Images Pearson var skráður til leiks í París og átti að hefja keppni næsta þriðjudag en honum hefur verið vikið úr breska liðinu. Breska reiðsambandið gaf engar frekari skýringar en sagði málið vera til rannsóknar. Þetta er í annað sinn í sumar sem breskur knappi hættir við þátttöku í París. Charlotte Dujardin stefndi á að verða sigursælasti keppandi í sögu þjóðarinnar en sagði sig frá keppni þegar upp komst um dýraníð. Pearson hefur ekki tjáð sig sjálfur en sagði fyrir rúmlega mánuði að hann myndi ekki gefa kost á sér við liðsvalið fyrir leikana í París. Þá fullyrðingu verður hins vegar að draga í efa þar sem Pearson var sannarlega valinn í liðið og settur á lista yfir keppendur á heimasíðu Ólympíumótsins. Hann hefur áður lýst á Facebook-síðu sinni mikilli valdabaráttu innan reiðsambandsins og segir síðustu átján mánuði hafa reynst honum afar erfiðir.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira