Innlent

Halla og Björn hittu Macron-hjónin í París

Atli Ísleifsson skrifar
Íslensku og frönsku forsetahjónin fyrir utan Elyseehöll í París í gær. Brigitte Macron, Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir og Emmanuel Macron.
Íslensku og frönsku forsetahjónin fyrir utan Elyseehöll í París í gær. Brigitte Macron, Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir og Emmanuel Macron. EPA

Forsetahjónin Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason hittu frönsku forsetahjónin Emmanuel og Brigitte Macron í Elysee-höll í París í gær. 

Halla og Björn héldu til Frakklands í fyrradag í tilefni af Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í París næstu daga. 

Í tilkynningu á vef forsetaembættisins segir að forsetahjónin séu í París í boði Íþróttasambands fatlaðra. 

Emmanuel Macron Frakklandsforseti bauð svo þeim Höllu og Birni ásamt öðrum gestum til móttöku í gær en um kvöldið héldu þau á opnunarhátíð leikanna á Concorde-torgi. Hana sóttu mörg þúsund íþróttamenn frá meira en 180 löndum auk margra þjóðhöfðingja og annarra ráðamanna. 

Í dag munu forsetahjónin svo fylgjast með leikunum og á morgun heimsækja þau Ólympíuþorpið og hitta að máli íslenska keppendur og þjálfara auk forystumanna íþróttahreyfingar fatlaðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×