Lífið

Fúnkís höll tveggja fram­kvæmda­stjóra við Sunnuveg

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var byggt árið 1961. Ásett verð er 280 milljónir.
Húsið var byggt árið 1961. Ásett verð er 280 milljónir.

Hjónin Jensína Kristín Böðvarsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Vinnvinn og Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri Landsnets hafa sett einbýlishús sitt við Sunnuveg 13 á sölu.  Húsið var teiknað af Gísla Halldórssyni arkitekt og byggt árið 1961.

Um er að ræða 267 fermetra eign tveimur hæðum á eftirsóttum stað við Laugardalinn. Ásett verð er 280 milljónir.

Húsið er byggt í svokölluðum fúnkís stíl og einstakt fyr­ir marg­ar sak­ir. Má þar nefna drápuhlíðargrjót, stóra glugga og arinn í miðri stofu sem er einkennandi fyrir tíðarandann. Veglegt viðarparket á gólfum.

Rut Káradóttir innanhúsarkitekt kom að hönnun hússins að innan.

Heimili hjónanna hefur verið innréttað á smekklegan og hlýlegan máta þar sem klassísk hönnun og listaverk eru í forgrunni.

Eldhús er rúmgott búið sérsmíðaðri hvítri innréttingu með kvartsstein á borðum. Úr eldhúsi er opið inn í bjarta borðstofu og stofu með stórum gluggum og útsýni yfir Laugardalinn. Í húsinu eru sex svefnherbergi og tvö baðherbergi. Umhverfis húsið er fallegur og skjólsæll garður með heitum potti og matjurtargörðum. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.