Neyðarkassinn eigi að skapa ró Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir ekki um hræðsluáróður að ræða heldur snúi verkefnið að því að skapa ró. vísir/sigurjón Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“ Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“
Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24