Innlent

Fljúga átta sinnum í viku frá Reykja­vík til Horna­fjarðar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fjölmargir veitingastaðir eru við höfnina á Höfn í Hornafirði. Bærinn hefur löngum verið þekktur fyrir humarveiðar.
Fjölmargir veitingastaðir eru við höfnina á Höfn í Hornafirði. Bærinn hefur löngum verið þekktur fyrir humarveiðar. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar. Um er að ræða samning til þriggja ára þar sem flogið er átta sinnum í viku á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þar segir að samningurinn geri ráð fyrir að flogið sé á 19 sæta flugvél og vélin sé búin jafnþrýstibúnaði. Vegagerðin bjóði út samninga við flugfélög um ríkisstyrkt innanlandsflug. Í dag eru leiðirnar sem styrktar eru fimm en það eru flugleiðirnar:

  • Reykjavík – Bíldudalur
  • Reykjavík – Gjögur
  • Akureyri – Grímsey
  • Akureyri – Þórshöfn/Vopnafjörður
  • Reykjavík – Höfn

Auk framangreindra flugleiða hafa flugleiðirnar Reykjavík – Vestmannaeyjar og Reykjavík – Húsavík verið boðnar út en um þau verkefni hefur ekki verið samið.

Fjöldi farþega á þessum flugleiðum hefur aukist talsvert og er aukningin á fyrstu sjö mánuðum þessa árs rúm 17 %, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×