Lífið

Jóhann Ingi og Inga Rósa selja 300 fer­metra par­hús í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimilið er innréttað á smekklegan og hlýlegan máta.
Heimilið er innréttað á smekklegan og hlýlegan máta.

Jóhann Ingi Kristjánsson, stjórnarformaður og meðstofnandi Good Good og stjórnarformaður Parlogis og Inga Rósa Guðmundsdóttir lyfjafræðingur, hafa sett raðhús sitt við Frostskjól í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 209,9 milljónir.

Um er að ræða 296 fermetra endaraðhús á þremur hæðum sem var byggt árið 1982. Búið er að endurnýja húsið að innan á smekklegan máta þar sem ekkert var til sparað.

Eignin skiptist í eldhús, stofur, sex svefnherbergi, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús og bílskúr.

Heimilið er umvafið klassískri hönnun og innréttað á hlýlegan og heillandi máta. Veggir eru í ljósum lit og fá því litríkir innanstokksmunir að njóta sín til hin ýtrasta.

Í eldhúsinu er hvít innrétting með stein á borðum. Eldhúsið er opið við borðstofu og stofu með fallegu plankaparketi á gólfum. Úr borðstofunni er útgengt út í stóran suðurgarð. 

Í stofunni má sjá tvo fallega Svani í koníaksbrúnu leðri sem stela senunni.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Stækka við sig

Nýverið festu hjónin kaup á 397 fermetra einbýlishúsi við Einimel 17. Viðskiptablaðið greindi frá kaupunum. Þar segir að kaupverðið hafi numið 370 milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.