Furðu lostnir yfir tæklingu Örvars: „Greyið Ívar“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 13:01 Örvar Eggertsson skoraði fyrra mark Stjörnunnar gegn HK en fékk svo gult spjald skömmu síðar og hefði mögulega getað fengið annað fyrir leikaraskap. vísir/Diego Stúkumenn voru hálfgáttaðir á afar skrautlegri eða hreinlega ljótri tæklingu Örvars Eggertssonar gegn sínum gamla samherja Ívari Erni Jónssyni, þegar þeir fóru yfir umdeild atvik úr 2-0 sigri Stjörnunnar gegn HK í Bestu deildinni í gærkvöld. Sérfræðingar Stúkunnar skoðuðu fyrst atvik í stöðunni 2-0, þegar HK vildi fá víti, og voru óvænt sammála um að dæma hefði átt vítaspyrnu. Þeir Albert Brynjar og Lárus Orri voru einnig sammála Gumma Ben um að fyrrnefnd tækling Örvars hefði verið hreinlega furðuleg. Hann fékk gult spjald fyrir hana. „Þetta er ótrúleg tækling. Sá var peppaður eftir að hafa skorað með tæklingu,“ sagði Albert. „Greyið Ívar, ætla ég að leyfa mér að segja. Hvað er þetta?“ spurði Gummi og sagði gult spjald lágmark fyrir tæklinguna. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: HK vildi víti og Örvar stálheppinn „Þessi er hressileg. Maður hefði orðið stoltur af þessari,“ sagði Lárus Orri um tæklinguna, með allan sinn bakgrunn úr enska boltanum. Lárus var á því að Örvar hefði vel getað fengið sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap rétt fyrir hálfleik. „Getum við allir verið sammála um að þetta sé dýfa?“ spurði Albert og Lárus svaraði játandi. „Þetta er ein lína sem ég skil ekki í fótbolta. Hvernig ákveða dómarar hvenær eigi að spjalda fyrir dýfu?“ spurði Albert en umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild karla Stúkan HK Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. 26. ágúst 2024 22:15 Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. 27. ágúst 2024 10:33 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Sérfræðingar Stúkunnar skoðuðu fyrst atvik í stöðunni 2-0, þegar HK vildi fá víti, og voru óvænt sammála um að dæma hefði átt vítaspyrnu. Þeir Albert Brynjar og Lárus Orri voru einnig sammála Gumma Ben um að fyrrnefnd tækling Örvars hefði verið hreinlega furðuleg. Hann fékk gult spjald fyrir hana. „Þetta er ótrúleg tækling. Sá var peppaður eftir að hafa skorað með tæklingu,“ sagði Albert. „Greyið Ívar, ætla ég að leyfa mér að segja. Hvað er þetta?“ spurði Gummi og sagði gult spjald lágmark fyrir tæklinguna. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: HK vildi víti og Örvar stálheppinn „Þessi er hressileg. Maður hefði orðið stoltur af þessari,“ sagði Lárus Orri um tæklinguna, með allan sinn bakgrunn úr enska boltanum. Lárus var á því að Örvar hefði vel getað fengið sitt seinna gula spjald fyrir leikaraskap rétt fyrir hálfleik. „Getum við allir verið sammála um að þetta sé dýfa?“ spurði Albert og Lárus svaraði játandi. „Þetta er ein lína sem ég skil ekki í fótbolta. Hvernig ákveða dómarar hvenær eigi að spjalda fyrir dýfu?“ spurði Albert en umræðuna má sjá í heild sinni hér að ofan.
Besta deild karla Stúkan HK Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. 26. ágúst 2024 22:15 Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. 27. ágúst 2024 10:33 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - HK 2-0 | Heimamenn upp í efri hlutann Stjarnan er komin upp í efri hluta Bestu deildar karla í knattspyrnu þökk sé 2-0 sigri á HK í 20. umferð deildarinnar. HK situr hins vegar enn í fallsæti. 26. ágúst 2024 22:15
Stúkan: Blikar öflugir án Jasonar Daða Breiðablik missti einn sinn besta leikmann á miðju sumri en Blikar hafa þrátt fyrir það gefið í og eru nú komnir upp í toppsætið í Bestu deildinni. Stúkan ræddi Blikaliðið í nýjasta þætti sínum. 27. ágúst 2024 10:33