Aðgerðir gangi vel miðað við aðstæður: Sérsveit og sextíu björgunarsveitarmenn við leit Elín Margrét Böðvarsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 26. ágúst 2024 11:41 Jóhann Hilmar Haraldsson stýrir aðgerðum á vettvangi á Breiðamerkurjökli. Vísir/Vilhelm Um sextíu björgunarsveitarmenn og aðrir viðbragðsaðilar taka þátt í aðgerðum á Breiðamerkurjökli þar sem tveggja ferðamanna er enn leitað. Fulltrúar frá sérsveit ríkislögreglustjóra taka einnig þátt í aðgerðum á vettvangi. Jóhann Hilmar Haraldsson vettvangsstjóri sem stýrir aðgerðum segir að leit hafi gengið jafnt og þétt frá því leit hófst aftur í morgun og gangi ágætlega miðað við aðstæður. „Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann. Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ég get ekki sagt annað en að það hafi bara gengið vel, og gengið ákveðið,“ segir Jóhann Hilmar í samtali við fréttamann á vettvangi. Fjölmennt lið viðbragðsaðila tekur þátt í aðgerðum á vettvangi.Vísir/Vilhelm „Í augnablikinu erum við með um fimmtíu, sextíu manns hérna. Í gærkvöldi hættum við hérna með um sjötíu manns, eitthvað aðeins komið og farið og allt þetta. En þetta er í sjálfu sér svona aðgerð kannski þar sem að við þiggjum það sem að kemur svo þurfa eðlilega einhverjir að fara. En þetta eru svona sextíu manns sem eru hérna,“ segir Jóhann. Aðspurður segir hann ekki marga vera illa hvílda eða vansvefta sem taka þátt í aðgerðunum. „Nei ég myndi ekki segja það. Ég held að það hafi náðst ágætlega að hvíla fólk og við vinnum þannig í lotum með fólk núna að ég held að við séum bara með virkilega ferskar hendur,“ segir Jóhann. Margir sérþjálfaðir og vanir björgunarsveitarmenn taki þátt í verkefninu. „Við erum hérna með fólk sem þekkir vel til svona aðstæðna og góða ráðgjafa á öllum stöðum.“ Þá njóta viðbragðsaðilar stuðnings sérsveitar ríkislögreglustjóra við aðgerðirnar. „Það er í sjálfu sér bara verið að manna þessa pósta sem að lögreglu ber að manna og líka til þess að halda utan um aðgerðahópa og þeir bara falla inn í það skipulag,“ segir Jóhann. Eruð þið vongóð um að þetta gangi vel í dag? Já, það er svo sem ekkert annað sem bendir til þess en þetta er að ganga vel og við erum að ná markmiðum okkar fram að þessu. Þó að það sé alltaf eitthvað í endamarkmiðið þá er þetta að rúlla og ég er bjartsýnn. Hefur ykkur tekið að bera kennsl á þá sem að fundust í gær eða sem eru enn fastir? „Í sjálfu sér get ég ekkert tjáð mig um það eða þessa einstaklinga sem um ræðir,“ svarar Jóhann.
Slys á Breiðamerkurjökli Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira