Rósa hefur átt við 1,1 milljón táa í vinnunni sinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. ágúst 2024 20:06 Rósa Þorvaldsdóttir, sem hélt upp á 45 ára starfsafmæli fyrirtækis síns á Bíldafelli í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi en hún er einmitt frá bænum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kúrekahattar og naut komu við sögu á sveitabæ í Grímsnes- og Grafningshreppi í gærkvöldi þegar 45 ára afmæli snyrtistofu í Reykjavík var fagnað, sem er jafnframt elsta snyrtistofa landsins. Eigandi stofunnar hefur átt við 1,1 milljón táa í öll þessi ár. Afmælisfögnuðurinn fór fram á bænum Bíldsfelli en á leiðinni þangað var búið að skreyta brúsapallinn og gera allt klárt áður en gestirnir komu en hér erum við að tala um Rósu Þorvaldsdóttur, eiganda snyrtistofunnar Snyrtimiðstöðin í húsi verslunarinnar, sem bauð viðskiptavinum sínum í gegnum þessi 45 ár í glæsilegt hlöðuball þar sem allir skemmtu sér vel. „Heyrðu, ég er að halda upp á 45 ára starfsafmæli mitt en ég er búin að vera með snyrti- og fótaaðgerðastofu í 45 ár og þetta er rétti dagurinn því þann 24. ágúst 1979 tók ég fyrsta viðskiptavininn minn og búin að vera stanslaust að síðan,” segir Rósa. Hvað hefur verið skemmtilegast við starfið? „Það eru náttúrulega viðskiptavinirnir mínir, allt þetta frábæra fólk, ég bara tími ekki að hætta, ég bara neita að hætta. Fótaaðgerðir standa upp úr, fólk kemur halt inn en svífur út,” segir Rósa hlæjandi. En hefur hún alltaf verið svona lífsglöð og hress? „Já, ég er svo heppin að ég erfði það frá mömmu minn, hún var alltaf kát og hress. Ég elska því meira vesen því meira gaman finnst mér.” Og fyrsti viðskiptavinir Rósu mættu að sjálfsögðu í hlöðupartýið. „Hún byrjaði að farða mig áður en hún byrjaði að læra, það gerði hún. Svo er ég bara búin að fylgja henni, hún er yndisleg þessi kona, yndisleg,” segir Karen Guðmundsdóttir. Karen Guðmundsdóttirm, sem var fyrsti viðskiptavinur Rósu fyrir 45 árum og er enn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Rósa er afburðamanneskja að því leyti að hún gerir allt vel og hún getur aldrei stoppað og hefur endalausa orku,” segir Pétur Þorvaldsson, bróðir Rósu. Hefur þú farið til hennar? „Nei, ég hef reyndar verið svo heppin að ég er svo snyrtilegur af náttúrunnar hendi að ég hef aldrei þurft að fara,” segir Pétur skellihlæjandi. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var, það gekk reyndar misvel en skemmtileg skemmtun. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var,.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Afmælisfögnuðurinn fór fram á bænum Bíldsfelli en á leiðinni þangað var búið að skreyta brúsapallinn og gera allt klárt áður en gestirnir komu en hér erum við að tala um Rósu Þorvaldsdóttur, eiganda snyrtistofunnar Snyrtimiðstöðin í húsi verslunarinnar, sem bauð viðskiptavinum sínum í gegnum þessi 45 ár í glæsilegt hlöðuball þar sem allir skemmtu sér vel. „Heyrðu, ég er að halda upp á 45 ára starfsafmæli mitt en ég er búin að vera með snyrti- og fótaaðgerðastofu í 45 ár og þetta er rétti dagurinn því þann 24. ágúst 1979 tók ég fyrsta viðskiptavininn minn og búin að vera stanslaust að síðan,” segir Rósa. Hvað hefur verið skemmtilegast við starfið? „Það eru náttúrulega viðskiptavinirnir mínir, allt þetta frábæra fólk, ég bara tími ekki að hætta, ég bara neita að hætta. Fótaaðgerðir standa upp úr, fólk kemur halt inn en svífur út,” segir Rósa hlæjandi. En hefur hún alltaf verið svona lífsglöð og hress? „Já, ég er svo heppin að ég erfði það frá mömmu minn, hún var alltaf kát og hress. Ég elska því meira vesen því meira gaman finnst mér.” Og fyrsti viðskiptavinir Rósu mættu að sjálfsögðu í hlöðupartýið. „Hún byrjaði að farða mig áður en hún byrjaði að læra, það gerði hún. Svo er ég bara búin að fylgja henni, hún er yndisleg þessi kona, yndisleg,” segir Karen Guðmundsdóttir. Karen Guðmundsdóttirm, sem var fyrsti viðskiptavinur Rósu fyrir 45 árum og er enn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Rósa er afburðamanneskja að því leyti að hún gerir allt vel og hún getur aldrei stoppað og hefur endalausa orku,” segir Pétur Þorvaldsson, bróðir Rósu. Hefur þú farið til hennar? „Nei, ég hef reyndar verið svo heppin að ég er svo snyrtilegur af náttúrunnar hendi að ég hef aldrei þurft að fara,” segir Pétur skellihlæjandi. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var, það gekk reyndar misvel en skemmtileg skemmtun. Og hápunktur kvöldsins hjá mörgum var að fara á nautið á túninu á Bíldsfelli og sýna þannig snilli sína við að reyna að sitja á baki eins lengi og hægt var,.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira