Norris sá fyrsti til að vinna Verstappen í hollensku tímatökunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 17:32 Lando Norris ræsir fremstur í hollenska kappakstrinum á morgun. Heimsmeistarinn Max Verstappen verður þó ekki langt undan á sinni heimabraut. Kym Illman/Getty Images Lando Norris, ökumaður McLaren, verður á ráspól þegar hollenski kappaksturinn fer af stað á morgun. Norris átti besta tímann í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar í dag þegar hann kom í mark á tímanum 1:09,673, en hann var 0,356 sekúndum hraðari en heimsmeistarinn Max Verstappen sem mun því ræsa annar. Frá því að hollenski kappaksturinn snéri aftur í Formúlu 1 árið 2021 hefur Verstappen alltaf ræst fremstur á sinni heimabraut, þar til nú. Norris er því sá fyrsti til að hafa betur gegn Hollendingnum í tímatökunum á Zandvoort. Lando Norris hails "amazing" run to Zandvoort pole but expects home hero Max Verstappen to "put up a good fight" on race day#F1 #DutchGP https://t.co/GoPEVY16YA— Formula 1 (@F1) August 24, 2024 Oscar Piastri, liðsfélagi Norris hjá McLaren, kom í mark á þriðja besta tímanum og George Russell á Mercedes mun ræsa fjórði. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti hins vegar í brasi og féll úr leik í öðrum hluta tímatökunnar. Hann mun því ræsa tólfti í hollenska kappakstrinum á morgun. Norris and Verstappen on the front row, Sainz and Hamilton on the charge 🍿Here's the starting line-up for the 2024 Dutch Grand Prix 👀 #F1 #DutchGP pic.twitter.com/kV3GG7eJ4M— Formula 1 (@F1) August 24, 2024 Akstursíþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Norris átti besta tímann í þriðja og síðasta hluta tímatökunnar í dag þegar hann kom í mark á tímanum 1:09,673, en hann var 0,356 sekúndum hraðari en heimsmeistarinn Max Verstappen sem mun því ræsa annar. Frá því að hollenski kappaksturinn snéri aftur í Formúlu 1 árið 2021 hefur Verstappen alltaf ræst fremstur á sinni heimabraut, þar til nú. Norris er því sá fyrsti til að hafa betur gegn Hollendingnum í tímatökunum á Zandvoort. Lando Norris hails "amazing" run to Zandvoort pole but expects home hero Max Verstappen to "put up a good fight" on race day#F1 #DutchGP https://t.co/GoPEVY16YA— Formula 1 (@F1) August 24, 2024 Oscar Piastri, liðsfélagi Norris hjá McLaren, kom í mark á þriðja besta tímanum og George Russell á Mercedes mun ræsa fjórði. Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton lenti hins vegar í brasi og féll úr leik í öðrum hluta tímatökunnar. Hann mun því ræsa tólfti í hollenska kappakstrinum á morgun. Norris and Verstappen on the front row, Sainz and Hamilton on the charge 🍿Here's the starting line-up for the 2024 Dutch Grand Prix 👀 #F1 #DutchGP pic.twitter.com/kV3GG7eJ4M— Formula 1 (@F1) August 24, 2024
Akstursíþróttir Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira