Mata-systkinin gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik Eiður Þór Árnason skrifar 23. ágúst 2024 14:38 Skrifstofa Eikar fasteignafélags er í Sóltúni 26. Eik Langisjór ehf. keypti í dag sex milljónir hluta í Eik fasteignafélagi hf. og 442 milljónir hlutabréfa í félaginu af Brimgörðum ehf. Fer Langisjór og samstarfsaðilar nú með 1.029.061.237 hluta í Eik sem nemur um 30,06 prósent atkvæðisréttar í fasteignafélaginu. Stendur til að gera öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð á næstu fjórum vikum í samræmi við yfirtökulög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en fyrirhugað tilboðsverð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðufé. Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar aðili eða samstarfsaðilar ná stjórn á yfir 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Tilboðsgjafi er Langisjór en samstarfsaðilar teljast vera Síldarbein ehf., sem fer með 17.446.234 hluti í Eik, og Brimgarðar ehf., sem fer með 563.615.003 hluti í Eik. Hluti af Mata-veldinu Langisjór er móðurfélag Ölmu íbúðafélags og áðurnefndra Brimgarða. Matvælafyrirtækin Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur og Salathúsið eru einnig hluti af Langasjó. Félagið er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru einnig þekkt sem Mata-systkinin og eru kennd við matvælafélagið Mata sem er jafnframt í eigu þeirra. Arion banki hefur verið ráðinn sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu. Stjórn fasteignafélagsins Regins, sem nú ber heitið Heimar, féll frá yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar fasteignafélags í maí á þessu ári. Brimgarðar, félag Mata-fjölskyldunnar, var stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar fyrir söluna í dag og lagðist gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Þar áður kannaði fasteignafélagið Reitir sameiningu við Eik. Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33 Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Stendur til að gera öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð á næstu fjórum vikum í samræmi við yfirtökulög. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eik en fyrirhugað tilboðsverð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðufé. Samkvæmt lögum myndast yfirtökuskylda þegar aðili eða samstarfsaðilar ná stjórn á yfir 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Tilboðsgjafi er Langisjór en samstarfsaðilar teljast vera Síldarbein ehf., sem fer með 17.446.234 hluti í Eik, og Brimgarðar ehf., sem fer með 563.615.003 hluti í Eik. Hluti af Mata-veldinu Langisjór er móðurfélag Ölmu íbúðafélags og áðurnefndra Brimgarða. Matvælafyrirtækin Matfugl, Salathúsið, Síld og fiskur og Salathúsið eru einnig hluti af Langasjó. Félagið er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Þau eru einnig þekkt sem Mata-systkinin og eru kennd við matvælafélagið Mata sem er jafnframt í eigu þeirra. Arion banki hefur verið ráðinn sem umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu. Stjórn fasteignafélagsins Regins, sem nú ber heitið Heimar, féll frá yfirtökutilboði sínu í allt hlutafé Eikar fasteignafélags í maí á þessu ári. Brimgarðar, félag Mata-fjölskyldunnar, var stærsti eigandi fasteignafélagsins Eikar fyrir söluna í dag og lagðist gegn yfirtökutilboði Regins í félagið. Þar áður kannaði fasteignafélagið Reitir sameiningu við Eik.
Eik fasteignafélag Kaup og sala fyrirtækja Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33 Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41 Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Tilboðið afturkallað og Eik öðlast frelsi til athafna á ný Stjórn Regins hefur óskað eftir og fengið heimild fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu yfirtökutilboði þess í allt hlutafé Eikar fasteignafélags hf. 10. maí 2024 13:33
Reginn afturkallar samrunatilkynningu við Eik Stjórn Regins hefur ákveðið að afturkalla samrunatilkynningu félagsins, sem send var inn til Samkeppniseftirlitsins í september í fyrra, vegna fyrirhugaðs samruna félagsins og Eikar fasteignafélags. Samhliða hyggst Reginn óska eftir heimild Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands til að falla frá valfrjálsu tilboði félagsins í allt hlutafé Eikar 29. apríl 2024 20:41
Reitir og Eik kanna sameiningu Stjórnir fasteignafélaganna Eikar og Reita hafa samþykkt að ganga til viðræðna um mögulega sameiningu félaganna. Fasteignafélagið Reginn gerði nýverið yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar en stærsti eigandi félagsins lagðist gegn tilboðinu. Vill stjórn Eikar kanna hvort grundvöllur sé fyrir samruna við Reiti sem væri hluthöfum hagfelldari en fyrirhugað yfirtökutilboð. 30. júní 2023 16:36