Skólaár í Þýskalandi Sigvaldi Egill Lárusson skrifar 23. ágúst 2024 08:31 Með stuttum fyrirvara og viðhorfinu þetta reddast fluttum við fjölskyldan tímabundið til Munich í Þýskalandi 1. október 2023. Það hefur verið virkilega gaman að kynnast menningu og siðum í nýju landi, upplifa og skoða nýja hluti og víkka aðeins sjóndeildarhringinn. Á sama tíma hefur það þó líka verið krefjandi og mikið að læra, sérstaklega fyrir börnin okkar þrjú sem hafa tekist á við nýjar áskoranir í leik- og grunnskólum í Þýskalandi. Upplifun okkar af þýsku skólastarfi er almennt virkilega góð, sumt er líkt með skólastarfi heima og annað er töluvert frábrugðið. Núna höfum við lokið við eitt skólaár hér úti, og eru þó nokkrir atburðir sem gerst hafa á skólaárinu sem ég vil draga sérstaklega fram sem hafa komið á óvart og haft sérstaklega mikil áhrif á upplifun okkar af skólastarfinu. Hér fyrir neðan útskýri ég betur upplifun okkar með nokkrum dæmum, en í stuttu máli upplifum við þýska skólakerfið svona: Skólaskyldan er tekin alvarlega, mjög alvarlega! Mikil virðing er borin fyrir skólunum, kennurum og skólastarfinu almennt. Kennarar og foreldrar bera mikla virðingu fyrir niðurstöðum prófa. Árangursmiðað skólastarf - það sem vel er gert er hrósað fyrir án þess að eyða of miklum tíma í það og lögð meiri áhersla á að ræða og fara yfir það sem þarf að bæta og áætlun um úrbætur gerð. Þátttöku foreldra er ekki aðeins óskað, hennar er krafist! Einstaklingsmiðuð kennsla er tekin umfram skóla án aðgreiningar. Við flytjum út á sunnudegi og daginn eftir erum við mætt á fund í grunnskólann að ganga frá að skrá dóttur okkar í skólann. Þegar því var lokið óskar skólastjórinn eftir því að við foreldrarnir yfirgefum skólann og komum aftur eftir 90 mínútur, en stelpan verði eftir þar sem hún þarf að taka próf til að kanna hvar hún stendur í hinum ýmsu fögum. Við komum aftur að prófi loknu og setjumst þá aftur með skólastjóranum og kennaranum sem fara yfir niðurstöður prófins með okkur. Í stuttu máli voru niðurstöðurnar mjög góðar og allar dyr standa henni opnar, þ.e.a.s hún hafði val um að fara beint í bekkjarkennslu og læra þýsku samhliða öðru námi eða fara í annan skóla þar sem hún myndi eingöngu læra þýsku með öðrum nemendum sem höfðu þýsku sem annað tungumál næstu vikurnar, koma svo til baka í bekkjarkennsluna þegar fullnægjandi árangri í þýsku væri náð. Við höfðum daginn til að ákveða þetta og áttum að koma 07:30 morguninn eftir með ákvörðunina og hún að byrja í skólanum. Úr varð að fara beint í bekkjarkennslu og læra þýskuna samhliða öðru námi. Aðfaranótt laugardagsins 2. desember 2023 kyngdi niður um 40 cm jafn föllnum snjó í Munich og nágrenni sem setti allt úr skorðum. Allir skólar féllu niður á mánudeginum 4. desember og seinnipart mánudagsins fengum við skilaboð frá skólastjóranum að þar sem borgin gæti ekki ábyrgst það að bílastæði kennara væru mokuð fyrir þriðjudagsmorgun myndi þriðjudagurinn líklegast falla niður líka. Viðbrögð foreldra létu ekki á sér standa og bauðst fjöldinn allur af foreldrum til að koma og moka bílastæðin, ég gat ekki látið mitt eftir liggja og mætti og tók þátt í því að moka bílaplanið svo hægt væri að opna skólann daginn eftir. Skólinn opnaði þriðjudaginn 5. desember en skólarútan gekk þó ekki, það vissum við þó ekki fyrr en hún kom ekki um morguninn. Ég hentist því út að skutla dótturinni í skólann sem alla jafna er ekki nema 10 mínútna keyrsla en þarna eftir þröngum götum og frosnum snjó tók það mun lengri tíma. Á leiðinni í skólann fæ ég símtal frá ritara skólans frú Hofstetter sem lætur mig vita af því að dóttir okkar sé ekki mætt í skólann, ég lít á klukkuna og hún er orðin 10 mín of sein. Ég baðst afsökunar á því og gat ekki annað en dáðst af þessari snerpu að hringja í foreldra og láta vita að þrátt fyrir þessar aðstæður væri svona seinagangur ekki í lagi. Eftir þessa reynslu gat ég ekki annað en skellt upp úr þegar, síðar í sömu viku eða á fimmtudeginum fæ upplýsingapóst frá skólanum heima á Íslandi og hef reyndar fengið reglulega allt skólaárið,sem segir mér það að dóttir okkar hafi fengið fullkomna einkunn eða hreina tíu fyrir ástundun síðustu mánuði. Það getur ekki annað en talist vel gert þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur ekki mætt í einn einasta tíma síðan í lok september. Dóttir okkar er stjúpdóttir mín og pabbi hennar býr á Íslandi. Því höfum við á undanförnu ári skipulagt nokkur ferðalög svo hún geti varið tíma með föðurfjölskyldunni líka. Þarna þurfum við algjörlega að skipuleggja okkur eftir skóladagatalinu og nýta skólafríin. Í desember fór hún heim til Íslands yfir jólin en hentugast var að hún myndi fljúga heim tveimur dögum áður en jólafríið ætti að hefjast. Þetta er yfirleitt aldrei leyft, því skólaskyldan er tekin mjög alvarlega og það þarf að vera mjög góð ástæða til að veita slíkar undanþágur. Við þurftum því að senda inn skriflega beiðni til skólastjóra með að lágmarki fjögurra vikna fyrirvara og góðum ástæðum fyrir því að fá leyfi fyrir hana í tvo auka daga. Við fengum til baka nánari spurningar um ástæðurnar og rökstuddum málið og fengum svo þessa undanþágubeiðni samþykkta með því skilyrði hún tæki námsbækurnar með og ynni verkefnin frá Íslandi. Hún skyldi ekki lenda aftur úr og þetta “frí” skyldi ekki hægja á námi hennar. Í byrjun febrúar er svo vitnisburður og við mætum bæði foreldrarnir eins og óskað hafði verið eftir. Um leið og við komum inn í stofuna býður kennarinn okkur sæti, einni sætaröð aftar en nemandinn átti að sitja. Samtalið sem var að fara fram var greinilega á milli nemandans og kennarans, foreldrar áttu að hlusta og fylgjast með. Strax í upphafi réttir kennarinn mér bréf sem hún hafði handskrifað á nafn og höfunda á tveimur enskum bókum. Hún lét okkur vita af því að enskukunnáttan væri framúrskarandi og nauðsynlegt væri upp á frekari lærdóm að kaupa aðrar og meira krefjandi bækur en aðrir í bekknum voru að nota. Enskan var ekki meira rædd í þessu viðtali. Kennarinn réttir okkur nú niðurstöður prófa sem tekin höfðu verið stuttu áður og var grunnurinn að viðtalinu. Kennarinn byrjar að nefna þýskuna og segir okkur að það gangi almennt vel að læra þýsku en það megi alveg ganga hraðar. Hún beinir spurningu til nemandans hvernig hún telji best að læra þýskuna hraðar. Það verður algjör og löng þögn og sjálfur fer ég að velta því fyrir mér hvort ég sé nógu vel undirbúinn undir þennan vitnisburð því þetta var eitthvað mjög frábrugðið því sem við vorum vön. Ég hreinlega iða að stíga inn í þögnina og segja “við bara reddum þessu” eða leysa með öðrum hætti barnið úr þessum aðstæðum, en sat á mér. Eftir langa þögn og mikla hugsun kemur svar frá dóttur okkar, að til þess að læra þýskuna hraðar verði hún bara að læra öll þessi þýsku orð. “Sehr gut!” Kennarinn er virkilega ánægður með það svar og skrifar það niður hjá sér. Næsta spurning sem hún þurfti að svara var hvernig hún ætlaði að læra öll þessi orð? Og hvenær ætlar hún að læra þau? Svörin komu núna hraðar, að best væri að læra þau með samtali og hlustun í skólanum ásamt þýskum bókum. Sett var markmið að frá viðtalinu skyldu tvö þýsk orð lærð að lágmarki á dag og til skólaslita í lok júlí. Allt var þetta skrifað niður af kennaranum. Kennarinn dró núna aftur fram einkunnirnar og setti fyrir framan nemandann og spurði hvort honum fyndist sjálfur hann þurfa að bæta eitthvað annað fag eða eitthvað sem þyrfti að ræða. Eftir stutta íhugun kom að stærðfræðina þyrfti að skoða og hún hefði áhuga á að bæta sig í henni. Aftur fórum við í gegnum nokkrar spurningar, hvað þarf að laga, hvernig ætlum við að gera það, hvenær og hvaða árangur á að nást af því. Allt var þetta skrifað niður af kennaranum. Í lok vitnisburðarins spyr kennarinn okkur foreldrana hvort við séum sátt og sammála því sem farið hefur fram og við játum því. Kennarinn stendur því næst upp og tekur tvö ljósrit af blaðinu sem hún hafði allan tímann verið að skrifa niður á. Þetta blað fengum við öll til að skrifa undir, báðir foreldrar, nemandinn og kennarinn, en þetta var þá orðin samþykkt aðgerðaráætlun út skólaárið sem við löbbuðum með út úr vitnisburðinum einni og hálfri klukkustund eftir að við höfðum byrjað. Ábyrgðin var þannig alveg skýr, hvað þyrfti að gerast, hver átti að gera það og á hvaða tíma. Allir voru þannig orðnir meðvitaðir um markmiðin og sameiginlegan skilning á því sem átti að nást og leggja sitt að mörkum í að keppast við að ná því. Við foreldrarnir lögðum okkur fram við að aðstoða heima fyrir og komumst í kynni við unga stúlku sem bjó í nágrenninu og kom hún reglulega til okkar í heimsókn eftir skóla og talaði við okkur á þýsku og sérstaklega börnin sem þurftu að læra þýskuna hraðar. Markmiðið sem núna var orðið skjalfest var alltaf í huganum og unnið markvisst að því með ýmsum aðferðum og leikjum, til dæmis að læra margföldunartöfluna í bílnum, núna er oft beðið um að fá spurningar úr margföldunartöflunni þegar við erum að keyra. Skólaárinu lauk svo núna í lok júlí með mikilli hátíð. Þar sáu foreldrar um leiki, grill og að sjálfsögðu koma með heimabakað, það vakti einnig sérstaklega athygli hjá okkur að þarna var seldur áfengur þýskur bjór og freyðivín. Fyrir skólalok voru próf í öllum helstu fögum eins og verið hafði eftir haust önnina og fyrir vitnisburðinn. Einkunnir eru gefnar frá 1 til 6 þar sem besta einkunnin er 1 og sú lakasta er 6. Það var mjög stoltur nemandi sem kom heim með einkunnirnar eftir skólaslitin því árangurinn hafði svo sannarlega ekki látið á sér standa. Stærðfræði einkunnin hafði hækkað úr 5 í 3 og þýskan hafði farið úr 5 í 2. Við foreldrarnir erum sammála um að þetta hefur haft töluverð áhrif á hana og hennar sjálfstraust, hún talar gjarnan um hvað þetta er auðvelt núna og hefur eflst mikið í að ná enn meiri og betri árangri bæði í þýskunni, stærðfræðinni og öðrum fögum. Einnig hefur hún lært það verklag að fara yfir það sem þarf að bæta og setja sér markmið sem hún keppist við að ná. Það þekkja það líklega flestir að það að setja sér markmið og leggja á sig það sem þarf til að ná þeim hefur mjög góð áhrif á mann. Maður fyllist sjálfstrausti og upplifir hvatningu til að halda áfram og ná enn frekari árangri. Höfundur er faðir þriggja barna á leik- og grunnskóla aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Með stuttum fyrirvara og viðhorfinu þetta reddast fluttum við fjölskyldan tímabundið til Munich í Þýskalandi 1. október 2023. Það hefur verið virkilega gaman að kynnast menningu og siðum í nýju landi, upplifa og skoða nýja hluti og víkka aðeins sjóndeildarhringinn. Á sama tíma hefur það þó líka verið krefjandi og mikið að læra, sérstaklega fyrir börnin okkar þrjú sem hafa tekist á við nýjar áskoranir í leik- og grunnskólum í Þýskalandi. Upplifun okkar af þýsku skólastarfi er almennt virkilega góð, sumt er líkt með skólastarfi heima og annað er töluvert frábrugðið. Núna höfum við lokið við eitt skólaár hér úti, og eru þó nokkrir atburðir sem gerst hafa á skólaárinu sem ég vil draga sérstaklega fram sem hafa komið á óvart og haft sérstaklega mikil áhrif á upplifun okkar af skólastarfinu. Hér fyrir neðan útskýri ég betur upplifun okkar með nokkrum dæmum, en í stuttu máli upplifum við þýska skólakerfið svona: Skólaskyldan er tekin alvarlega, mjög alvarlega! Mikil virðing er borin fyrir skólunum, kennurum og skólastarfinu almennt. Kennarar og foreldrar bera mikla virðingu fyrir niðurstöðum prófa. Árangursmiðað skólastarf - það sem vel er gert er hrósað fyrir án þess að eyða of miklum tíma í það og lögð meiri áhersla á að ræða og fara yfir það sem þarf að bæta og áætlun um úrbætur gerð. Þátttöku foreldra er ekki aðeins óskað, hennar er krafist! Einstaklingsmiðuð kennsla er tekin umfram skóla án aðgreiningar. Við flytjum út á sunnudegi og daginn eftir erum við mætt á fund í grunnskólann að ganga frá að skrá dóttur okkar í skólann. Þegar því var lokið óskar skólastjórinn eftir því að við foreldrarnir yfirgefum skólann og komum aftur eftir 90 mínútur, en stelpan verði eftir þar sem hún þarf að taka próf til að kanna hvar hún stendur í hinum ýmsu fögum. Við komum aftur að prófi loknu og setjumst þá aftur með skólastjóranum og kennaranum sem fara yfir niðurstöður prófins með okkur. Í stuttu máli voru niðurstöðurnar mjög góðar og allar dyr standa henni opnar, þ.e.a.s hún hafði val um að fara beint í bekkjarkennslu og læra þýsku samhliða öðru námi eða fara í annan skóla þar sem hún myndi eingöngu læra þýsku með öðrum nemendum sem höfðu þýsku sem annað tungumál næstu vikurnar, koma svo til baka í bekkjarkennsluna þegar fullnægjandi árangri í þýsku væri náð. Við höfðum daginn til að ákveða þetta og áttum að koma 07:30 morguninn eftir með ákvörðunina og hún að byrja í skólanum. Úr varð að fara beint í bekkjarkennslu og læra þýskuna samhliða öðru námi. Aðfaranótt laugardagsins 2. desember 2023 kyngdi niður um 40 cm jafn föllnum snjó í Munich og nágrenni sem setti allt úr skorðum. Allir skólar féllu niður á mánudeginum 4. desember og seinnipart mánudagsins fengum við skilaboð frá skólastjóranum að þar sem borgin gæti ekki ábyrgst það að bílastæði kennara væru mokuð fyrir þriðjudagsmorgun myndi þriðjudagurinn líklegast falla niður líka. Viðbrögð foreldra létu ekki á sér standa og bauðst fjöldinn allur af foreldrum til að koma og moka bílastæðin, ég gat ekki látið mitt eftir liggja og mætti og tók þátt í því að moka bílaplanið svo hægt væri að opna skólann daginn eftir. Skólinn opnaði þriðjudaginn 5. desember en skólarútan gekk þó ekki, það vissum við þó ekki fyrr en hún kom ekki um morguninn. Ég hentist því út að skutla dótturinni í skólann sem alla jafna er ekki nema 10 mínútna keyrsla en þarna eftir þröngum götum og frosnum snjó tók það mun lengri tíma. Á leiðinni í skólann fæ ég símtal frá ritara skólans frú Hofstetter sem lætur mig vita af því að dóttir okkar sé ekki mætt í skólann, ég lít á klukkuna og hún er orðin 10 mín of sein. Ég baðst afsökunar á því og gat ekki annað en dáðst af þessari snerpu að hringja í foreldra og láta vita að þrátt fyrir þessar aðstæður væri svona seinagangur ekki í lagi. Eftir þessa reynslu gat ég ekki annað en skellt upp úr þegar, síðar í sömu viku eða á fimmtudeginum fæ upplýsingapóst frá skólanum heima á Íslandi og hef reyndar fengið reglulega allt skólaárið,sem segir mér það að dóttir okkar hafi fengið fullkomna einkunn eða hreina tíu fyrir ástundun síðustu mánuði. Það getur ekki annað en talist vel gert þrátt fyrir þá staðreynd að hún hefur ekki mætt í einn einasta tíma síðan í lok september. Dóttir okkar er stjúpdóttir mín og pabbi hennar býr á Íslandi. Því höfum við á undanförnu ári skipulagt nokkur ferðalög svo hún geti varið tíma með föðurfjölskyldunni líka. Þarna þurfum við algjörlega að skipuleggja okkur eftir skóladagatalinu og nýta skólafríin. Í desember fór hún heim til Íslands yfir jólin en hentugast var að hún myndi fljúga heim tveimur dögum áður en jólafríið ætti að hefjast. Þetta er yfirleitt aldrei leyft, því skólaskyldan er tekin mjög alvarlega og það þarf að vera mjög góð ástæða til að veita slíkar undanþágur. Við þurftum því að senda inn skriflega beiðni til skólastjóra með að lágmarki fjögurra vikna fyrirvara og góðum ástæðum fyrir því að fá leyfi fyrir hana í tvo auka daga. Við fengum til baka nánari spurningar um ástæðurnar og rökstuddum málið og fengum svo þessa undanþágubeiðni samþykkta með því skilyrði hún tæki námsbækurnar með og ynni verkefnin frá Íslandi. Hún skyldi ekki lenda aftur úr og þetta “frí” skyldi ekki hægja á námi hennar. Í byrjun febrúar er svo vitnisburður og við mætum bæði foreldrarnir eins og óskað hafði verið eftir. Um leið og við komum inn í stofuna býður kennarinn okkur sæti, einni sætaröð aftar en nemandinn átti að sitja. Samtalið sem var að fara fram var greinilega á milli nemandans og kennarans, foreldrar áttu að hlusta og fylgjast með. Strax í upphafi réttir kennarinn mér bréf sem hún hafði handskrifað á nafn og höfunda á tveimur enskum bókum. Hún lét okkur vita af því að enskukunnáttan væri framúrskarandi og nauðsynlegt væri upp á frekari lærdóm að kaupa aðrar og meira krefjandi bækur en aðrir í bekknum voru að nota. Enskan var ekki meira rædd í þessu viðtali. Kennarinn réttir okkur nú niðurstöður prófa sem tekin höfðu verið stuttu áður og var grunnurinn að viðtalinu. Kennarinn byrjar að nefna þýskuna og segir okkur að það gangi almennt vel að læra þýsku en það megi alveg ganga hraðar. Hún beinir spurningu til nemandans hvernig hún telji best að læra þýskuna hraðar. Það verður algjör og löng þögn og sjálfur fer ég að velta því fyrir mér hvort ég sé nógu vel undirbúinn undir þennan vitnisburð því þetta var eitthvað mjög frábrugðið því sem við vorum vön. Ég hreinlega iða að stíga inn í þögnina og segja “við bara reddum þessu” eða leysa með öðrum hætti barnið úr þessum aðstæðum, en sat á mér. Eftir langa þögn og mikla hugsun kemur svar frá dóttur okkar, að til þess að læra þýskuna hraðar verði hún bara að læra öll þessi þýsku orð. “Sehr gut!” Kennarinn er virkilega ánægður með það svar og skrifar það niður hjá sér. Næsta spurning sem hún þurfti að svara var hvernig hún ætlaði að læra öll þessi orð? Og hvenær ætlar hún að læra þau? Svörin komu núna hraðar, að best væri að læra þau með samtali og hlustun í skólanum ásamt þýskum bókum. Sett var markmið að frá viðtalinu skyldu tvö þýsk orð lærð að lágmarki á dag og til skólaslita í lok júlí. Allt var þetta skrifað niður af kennaranum. Kennarinn dró núna aftur fram einkunnirnar og setti fyrir framan nemandann og spurði hvort honum fyndist sjálfur hann þurfa að bæta eitthvað annað fag eða eitthvað sem þyrfti að ræða. Eftir stutta íhugun kom að stærðfræðina þyrfti að skoða og hún hefði áhuga á að bæta sig í henni. Aftur fórum við í gegnum nokkrar spurningar, hvað þarf að laga, hvernig ætlum við að gera það, hvenær og hvaða árangur á að nást af því. Allt var þetta skrifað niður af kennaranum. Í lok vitnisburðarins spyr kennarinn okkur foreldrana hvort við séum sátt og sammála því sem farið hefur fram og við játum því. Kennarinn stendur því næst upp og tekur tvö ljósrit af blaðinu sem hún hafði allan tímann verið að skrifa niður á. Þetta blað fengum við öll til að skrifa undir, báðir foreldrar, nemandinn og kennarinn, en þetta var þá orðin samþykkt aðgerðaráætlun út skólaárið sem við löbbuðum með út úr vitnisburðinum einni og hálfri klukkustund eftir að við höfðum byrjað. Ábyrgðin var þannig alveg skýr, hvað þyrfti að gerast, hver átti að gera það og á hvaða tíma. Allir voru þannig orðnir meðvitaðir um markmiðin og sameiginlegan skilning á því sem átti að nást og leggja sitt að mörkum í að keppast við að ná því. Við foreldrarnir lögðum okkur fram við að aðstoða heima fyrir og komumst í kynni við unga stúlku sem bjó í nágrenninu og kom hún reglulega til okkar í heimsókn eftir skóla og talaði við okkur á þýsku og sérstaklega börnin sem þurftu að læra þýskuna hraðar. Markmiðið sem núna var orðið skjalfest var alltaf í huganum og unnið markvisst að því með ýmsum aðferðum og leikjum, til dæmis að læra margföldunartöfluna í bílnum, núna er oft beðið um að fá spurningar úr margföldunartöflunni þegar við erum að keyra. Skólaárinu lauk svo núna í lok júlí með mikilli hátíð. Þar sáu foreldrar um leiki, grill og að sjálfsögðu koma með heimabakað, það vakti einnig sérstaklega athygli hjá okkur að þarna var seldur áfengur þýskur bjór og freyðivín. Fyrir skólalok voru próf í öllum helstu fögum eins og verið hafði eftir haust önnina og fyrir vitnisburðinn. Einkunnir eru gefnar frá 1 til 6 þar sem besta einkunnin er 1 og sú lakasta er 6. Það var mjög stoltur nemandi sem kom heim með einkunnirnar eftir skólaslitin því árangurinn hafði svo sannarlega ekki látið á sér standa. Stærðfræði einkunnin hafði hækkað úr 5 í 3 og þýskan hafði farið úr 5 í 2. Við foreldrarnir erum sammála um að þetta hefur haft töluverð áhrif á hana og hennar sjálfstraust, hún talar gjarnan um hvað þetta er auðvelt núna og hefur eflst mikið í að ná enn meiri og betri árangri bæði í þýskunni, stærðfræðinni og öðrum fögum. Einnig hefur hún lært það verklag að fara yfir það sem þarf að bæta og setja sér markmið sem hún keppist við að ná. Það þekkja það líklega flestir að það að setja sér markmið og leggja á sig það sem þarf til að ná þeim hefur mjög góð áhrif á mann. Maður fyllist sjálfstrausti og upplifir hvatningu til að halda áfram og ná enn frekari árangri. Höfundur er faðir þriggja barna á leik- og grunnskóla aldri.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun