Festa kaup á tuttugu prósenta hlut í norska líftæknifyrirtækinu Regenics
Sérhæfður fjárfestingarsjóðir í haftengdri starfsemi og Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, ásamt hópi fleiri innlendra fjárfesta, hefur klárað samning við Regenics AS um að leggja norska líftæknifyrirtækinu til nýtt hlutafé og eignast um leið tuttugu prósenta hlut í félaginu. Fjárfestingin í fyrirtækinu, sem vinnur að þróun á sárameðhöndlunarvörum úr laxahrognum, gæti numið yfir 50 milljónum norskra króna.
Tengdar fréttir
Setja á fót tíu milljarða sjóð sem horfir til haftengdra fjárfestinga
Íslandssjóðir hafa klárað fjármögnun á tíu milljarða króna sjóð sem áformar að fjárfesta í haftengdri starfsemi á breiðum grunni en fjárfestingargeta hluthafanna sem standa að baki sjóðnum nemur margfaldri stærð hans. Stærstu fjárfestarnir eru Brim og Útgerðafélag Reykjavíkur, með samanlagt yfir fjórðungshlut, ásamt íslenskum lífeyrissjóðum en að sögn forsvarsmanna sjóðsins er þörf á „miklu fjármagni“ til að virkja þá möguleika sem eru til vaxtar í íslenskum sjávarútvegi.