Fótbolti

„Erum alls ekki að fara van­meta þá“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nikolaj Hansen er klár fyrir leikinn gegn UE Santa Coloma í kvöld.
Nikolaj Hansen er klár fyrir leikinn gegn UE Santa Coloma í kvöld. Vísir/Bjarni

„Mér líður mjög vel fyrir leiknum og við erum allir með góða tilfinningu fyrir þessu og við erum að fara vinna þennan leik,“ segir Nikolaj Hansen fyrirliði Víkinga fyrir fyrri leikinn gegn UE Santa Coloma í umspili um laust sæti í Sambandsdeildinni.

Liðin mætast aftur eftir viku og kemst sigurvegarinn í einvíginu í Sambandsdeildina í vetur. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 17:35.

„Við erum alls ekki að fara vanmeta þá og höfum skoðað þetta lið mikið. Þetta er bara gott lið og margir mjög góðir á boltann. Svo erum þeir með marga spænska leikmenn sem eru mjög góðir. Ég held að þetta verði erfiður leikur. Við þurfum bara að gera það sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari Víkings] er búinn að segja við okkur fyrir leikinn og sýna að við séum tilbúnir að spila fyrir framan okkar áhorfendur.“

Nikolaj misnotaði víti í Evrópuleik gegn Shamrock Rovers í sumar. Víti sem margir töldu að myndi einfaldlega kosta Víkinga Evrópudrauminn í ár. En nú fá þeir annað tækifæri til að komast inn í Sambandsdeildina.

„Ég held að það hafi kannski bara verið gott að ég klikkaði,“ segir Nikolaj léttur.

„Ég vill alltaf skora mark og við þurftum bara að fara aðra leið að þessu í ár, sem er bara allt góðu.“

Klippa: „Erum alls ekki að fara vanmeta þá“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×