Þarf ekkert að þvælast fyrir sjálfri sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2024 07:02 Það er mikið um að vera hjá listakonunni Önnu Rún Tryggvadóttur. Hún ræddi við blaðamann um listina og lífið. Aldís Pálsdóttir „Ég er að ögra mér á margan hátt til að taka breytingum, því ég finn að það er eitthvað tímabil í mínu lífi núna sem er að klárast, það er búið,“ segir myndlistarmaðurinn Anna Rún Tryggvadóttir sem er með þrjár stórar sýningar í gangi um þessar mundir og sýnir verk sín bæði hérlendis og erlendis. Blaðamaður ræddi við Önnu Rún um listina og lífið. Með þrjár stórar sýningar samtímis Anna Rún hefur komið víða að í myndlistarheiminum og verið starfrækt í tvo áratugi. Hún er búsett á Íslandi en er mikið á faraldsfæti og rekur stúdíó í Berlín. Hún stendur á tímamótum bæði í list og lífi og er óhrædd við þróun og nýjar áskoranir. „Ég hef aldrei verið með þrjár svona stórar sýningar í gangi á sama tíma. Einkasýningin mín Margpóla á Listasafni Íslands opnaði í vor og stendur fram í miðjan september.“ Þar sýnir Anna Rún ný tvívíð verk. „Ég er á tímamótum í vinnunni minni þar sem ég er að reyna að vaxa inn í tvívíðu verkin meira sem eru búin að vera svo rosalega mikill kennari fyrir mig alla tíð. Ég er að setja fókus á það því ég hef verið að gera stórar innsetningar í svo mörg ár. Mér þykir mjög vænt um þessa sýningu og hún er mjög persónuleg þó hún sé mjög abstrakt.“ Anna Rún hér við grjótnámu í Austurríki. Hún var í viðtali við Arte sjónvarpstöðina sem vildi gera innslag í námunni. v. sýningar í Bad Ischl, menningarhöfuðborg Evrópu 2024 sem Anna tók þátt í.Aðsend Ósýnilegir kraftar tengdir því sýnilega Anna Rún vinnur þar með afleiðingar af segulsviði jarðarinnar. „Ég er búin að vera að vinna í svolítið mörg ár með það að skoða hvernig til dæmis jarðsegulsvið og ósýnilegir kraftar eru tengdir því sýnilega. Þetta er í raun myndlíking fyrir það hvernig við sem manneskjur virkum. Hvernig öll samskipti, ferómon, hormón og fleira virkar á milli okkar. Við erum búnt af ósýnilegum skilaboðum út í umheiminn. Segulsvið jarðar er algjörlega ósýnilegt afl sem er samt eitt af grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Þegar hraun kemur á yfirborð jarðar og kólnar þá dregur það í sig segulstefnuna eins og hún er akkúrat þá, þannig að hvert einasta grjót er eins og heimild um segulstefnu jarðar. Ég hef verið að skoða þetta og vinna með eðlisfræðingi. Svo fór ég að vinna með segulvirka liti (e. pigment) sem ég nýti í vatnslitaverk. Serían heitir Margpóla þar sem ég er að vinna með segulvirk efni og svo hugmyndina um norður, suður sem er svo ráðandi í allri hugmyndafræði okkar um hvernig áttirnar snúa, sem spilar svo inn í alþjóðapólítík, nýlendustefnusöguna og mjög vítt samhengi.“ Anna Rún notast við segulvirka liti.Aðsend Áhugaverð og „nördaleg“ ástríða Í miðju rými sýningarinnar er Anna Rún með stóran skúlptúr sem vísar í þetta. „Norður er alltaf myndbirt sem rautt á öllum áttavitum, rauða línan táknar að þetta sé rétta stefnan, ég veit núna hvert ég á að fara. Norðrið er ríkjandi áttvissa, sem á sér langa sögu sem er svo áhugavert. Ég geri skúlptúr á sýningunni þar sem ég er búin að pakka 240 metrum af rauðum kaðli upp á súlu sem hringsnýst og er búin að snúa inn þessari rauðu línu, bara skila henni. Á veggjunum eru síðan punktar sem gefa til kynna að norðrið hafi verið í allar mögulegar áttir á jarðarkringlunni. Og þetta eru punktar sem koma upp úr lestri á íslensku bergi. Fyrir 16 milljónum árum var norðið í þessa átt og svo í aðra átt fyrir 6 milljónum árum. Þetta er því margpóla tilboð. Hver einasta mynd inniheldur fleiri en eina pólsetningu og er bara myndbirting á þessum ferlum, myndbirtir virknina sem er sama virkni og er í kringum jörðina. Segulsviðið er verndarhjúpur um jörðina. Þetta er á margan hátt svo áhugavert en auðvitað líka svolítið ýkt og nördalegt, þannig að ég gæti alveg talað stanslaust mjög djúpt um þetta í allan dag,“ segir Anna Rún og skellir upp úr. Anna Rún við uppsetningu Margpóla á Listasafni Íslands.Aðsend Vill sýna fram á falska skilgreiningahefð Anna Rún leggur mikið upp úr rannsóknum og stóru samhengi í listsköpun sinni. „Verkin mín hafa hingað til ekki snúist um mig. Á fimmtán árum hef ég verið að leita mér að leiðum til að sýna eitthvað sem er, að finna leiðir til að myndbirta hvernig allt er lifandi og animískt. Ég hef alltaf verið í viðbragði gegn því að við skilgreinum eitthvað sem lifandi og annað sem dautt og sömuleiðis okkur sem æðri öðrum, til dæmis dýrategundum og lífríkjum. Það er mjög skýr hírarkía að steinaríkið sé dauðast, svo kemur plönturíkið, því næst dýraríkið og við trónum á toppnum. Ég hef unnið í því að reyna að sýna fram á hvað þessi skilgreiningahefð er fölsk, þetta er allt tilbúningur.“ View this post on Instagram A post shared by Anna Rún Tryggvadóttir (@annaruntry) Þó eru persónulegar nálganir sömuleiðis til staðar. „Þetta kemur líka frá því að vera manneskja sem gengur um, ég veit að ég hef áhrif á alla í kringum mig og allir í kringum mig hafa áhrif á mig, aðstæður í kringum mig hafa áhrif en við erum samt alltaf að þykjast að við séum algjörlega afmörkuð í okkar líkömum. Það er bara svo ótrúlega margt annað í gangi sem við höfum ekki endilega tæki til að mæla, mælingartækin okkar eru svo takmörkuð. Þetta er í raun ég að reyna að nýta listina mína til þess að útskýra hvernig ég upplifi mig sem manneskju og hvernig það er að vera manneskja.“ Anna Rún nýtir listina sömuleiðis til þess að skilja og útskýra hvernig það er að vera manneskja.Aðsend „Líf mitt og andardráttur í tuttugu ár“ Anna Rún segir að það sé eina leiðin sem hún kunni. „Ég er búin að vinna við þetta og þetta er búið að vera líf mitt og andardráttur í tuttugu ár, ég bara kann ekkert annað. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt mig öðruvísi en að reyna að nýta þessa næmni og krafta sem búa í okkur öllum á þennan hátt. Þetta kemur líka frá mínum stærstu upplifunum sem barn, ég átti svo mikið auðveldara með að tengja mig við eitthvað annað en manneskjur. Til dæmis dýr og náttúruleg fyrirbæri og í gegnum það að hafa upplifað hráu náttúruna hér á Íslandi held ég fast í upplifunina að skilja hvað ég er lítil í samanburði við annað.“ Anna Rún hefur verið búsett í stórborgum erlendis og segir samhengið annað þar. „Þetta er eitthvað sem er ótrúlega auðvelt að fara á mis við ef þú ert alltaf umkringd steypu og manngerðum virkjum. Þá er engin ástæða til að pæla í þessu. Svo búum við svo mikla samfélagslega sjálfsblekkingu sem við búum okkur til sem er að við stjórnum öllu. Ég meina það er mögulega 200 ára eldgosahrina farin af stað á Reykjanesi og við erum að reyna að búa til varnarveggi og það er verið að halda bæjarfélagi opnu sem er í mikilli áhættu. Þetta er mannlegt í okkur, við erum svo lausnamiðuð en stundum gleymum við að hugsa um stóra samhengið.“ Anna Rún við opnun verksins Garden - Strata Salzkammergut í Bad Ischl. Hún sækir mikið í náttúruna og hugmyndina um hve lítil manneskjan er í nálægð náttúrunnar.Aðsend Erfitt að fóta sig í karllægri senu Anna Rún kláraði BA gráðu í myndlist hérlendis og þar af heilt ár í skiptinámi í Þýskalandi. „Ég útskrifast 23 ára og er á sama aldursári orðið móðir. Þá blasti við mér veruleiki sem var: Ég er kona, ég á barn, ég er ung móðir, ég get ekki speglað mig í myndlistinni hér og náð að koma undir mér fótunum. Það sem ég er að upplifa og þau viðfangsefni sem ég er að fást við í lífinu eru ekki viðfangsefni sem virðast vera gjaldgeng í myndlist. Móðir, kona, skynjun, þetta voru bara hlutir sem voru bara ekki í tísku í myndlist. Þannig að ég fór í háskólanám hér heima og komst þá að því að heimspeki var enn verri staður fyrir mig en myndlist,“ segir Anna Rún hlæjandi. Hún sótti þá um í meistaranám í Kanada og flaug þar inn. „Þá fann ég fæturna. Ég fór í meistaranám því ég vissi auðvitað að ég kæmist ekki hjá þessu, þetta var það eina sem ég gat og átti að gera. Ég bjó í Kanada í nokkur ár og það varð eins og hreiður fyrir mig, það var frábært tími. Í meistaranáminu næ ég að búa til farveginn sem ég vissi að ég ætlaði að fylgja sem myndlistarmaður og það nám þjónaði akkúrat þeim tilgangi sem ég vildi að hann þjónaði.“ Anna Rún fann sig algjörlega í meistaranáminu í Kanada.Aldís Pálsdóttir Heldur stúdíói í Berlín og þarf víðara samhengi Anna Rún fluttist svo aftur til Íslands með fjölskyldunni í nokkur ár áður en leiðin lá aftur til Þýskalands. Í dag er hún búsett heima en er dugleg að fara út. „Ég held stúdíói í Berlín og er mikið þar. Svo er ég að sýna erlendis og það er gríðarlega mikilvægt fyrir mér að anda að mér víðara samhengi en íslensku. Ég elska að geta verið hér á Íslandi og ég elska íslensku myndlistarsenuna en ég þarf líka á víðara samhengi að halda.“ Frá upphafi ferilsins hefur Anna Rún algjörlega fundið að myndlistin sé rétti farvegurinn. „Sú upplifun er bara að aukast og jarðbindast meira og meira. Ég veit að ég á enga undankomu auðið, ég er myndlistarmaður og ég verð alltaf myndlistarmaður. Jafnvel þótt ég þurfi að vinna aðrar vinnur þá verð ég alltaf myndlistarmaður. Það er alveg á hreinu. Ég er svo ótrúlega sátt að finna það og lifa eftir því óháð velgengni. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að myndlistarmenn eru í 99,9 prósent tilfella undir lágmarkslaunum. Þetta er gríðarlegt hark og þó að fólk þurfi að gera aðra hluti til að sjá fyrir sér fjárhagslega þá er þetta heilög köllun sem er partur af því að vera til og það breytist ekkert, það er bara.“ Fjarlægir egó-ið úr sköpuninni Hún segist sömuleiðis hafa þjálfast í því að fjarlægja sig að ákveðnu leyti frá verkum sínum þegar það kemur að sýningum og að afhjúpa list sína. „Ég var alltaf ógeðslega stressuð þegar ég var yngri að opinbera mig og berskjalda. Ég man eftir því að hafa þurft að halda fyrirlestur um mig í meistaranáminu og ég var bara að fara að gubba úr stressi. Ég hélt ég myndi ekki lifa það af, þetta var svo rosalega erfitt fyrir mig. Ég var búin að flytja í nýtt land, nýja heimsálfu með barnið mitt og hafði aldrei haldið sýningu. Svo gerist eitthvað, með því að setja sig og sitt efni út. Umheimurinn tekur á móti því og hjálpar þér að búa til samhengi úr því og svo fjarlægjast það. Partur af því að vera listamaður er að setja listina út því það hjálpar manni að aftengjast verkunum og þróast lengra. Af því þetta var erfitt fyrir mig þróaði ég líka með mér leið, að þetta snérist ekki um mig. Þetta snýst um listina, ég hef trú á þessari list, þetta er auðvitað tengt mér en þetta er líka miklu stærra en ég. Þannig að ég gat tekið egó-ið út og komið alveg í veg fyrir að listin snerist um egóið. Með því til dæmis að hugsa um myndlistina mína sem þjónustu við ákveðin skilaboð, efni sem ég er að sýna fram á, ferla eða við áhorfandann. Ég mjög meðvitað bjó mér til kerfi þar sem ég þyrfti ekki að vera að þvælast fyrir sjálfri mér.“ Anna Rún fann kerfi sem virkar vel fyrir hana þar sem hún fjarlægir egó-ið frá listinni. Hér er hún í Avesta í Svíþjóð, við uppsetningu á verkinu Fljótandi fastar maí 2024. Hún fann þennan bolla inn í eldhússkáp verkstæðisins.Aðsend Miklar umbreytingar í persónulegu lífi og listinni Það hafa miklar breytingar átt sér stað í lífi Önnu Rúnar undanfarið. „Ég finn að ég er á tímamótum núna, ég er að þróa ný verk þar sem ég ætla að setja mig öðruvísi inn í verkin, samt ekki byggt á egó. Ég er á mjög fyndnum stað þar sem ég er að reyna að vinna með olíumálningu. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tíu árum að ég ætti að vinna með olíumálningu þá hefði ég rekið pensil upp í nefið á þeim en núna er ég bara algjörlega heilluð og ég er að blanda saman alls kyns efnum. Ég er að ögra mér á margan hátt til að taka breytingum því ég finn að það er eitthvað tímabil í mínu lífi núna sem er að klárast, það er búið og það hafa verið miklar umbreytingar hjá mér. Ég skildi fyrir tveimur árum, börnin mín eru að eldast, ég er komin yfir fertugt. Ég er að vinna mig í áttina að því að verða persónulegri en líka halda í það sem ég hef verið að gera. Ég er mjög spennt og vil bara alltaf vera að vinna núna,“ segir Anna Rún og brosir. Hún er með tvær sýningar erlendis um þessar mundir, þar á meðal sýninguna fljótandi fastar, Verket Avesta í Svíþjóð, sem stendur í allt sumar og stóra innsetningu á sýningu í Austurríki. „Sú sýning var opnunarsýning menningarhöfuðborgar Evrópu í Bad Ischl og opnaði í janúar. Ég hef unnið mikið með gjörningaskúlptúra. Það er fyndið því ég hef alltaf sagt að ég vinn ekki með niðurstöður heldur ferlið og hafna karllægum gildum í listasögunni, svo er ég bara með tvær risastórar innsetningar erlendis. Þetta eru þó bæði staðbundin hreyfiverk sem eru mjög tengd og klárast aldrei. Ég fékk tækifæri til að vinna stórt og fannst það mjög spennandi.“ Opnun Margpóla á Listasafni Íslands 2024 Anna Rún Tryggvadóttir, Arnbjörg María Daníelssen, Guðný Guðmundsdóttir, Elín Hansdóttir, Urður Hákonardóttir, Sara Riel.Aðsend Listamannaspjall og dansflokkurinn á Menningarnótt Anna Rún verður svo á Listasafni Íslands á Menningarnótt þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri á að sjá verkin og heyra frá þeim. „Við verðum með listamannaspjall á Listasafni Íslands á laugardaginn klukkan 16:00 þar sem ég ræði við Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er sömuleiðis galleristinn minn í Berlín. Íslenski dansflokkurinn verður með okkur og þau ætla að vera með svokallað viðbragð við verkunum mínum. Það stendur yfir allan daginn og er opið öllum,“ segir Anna Rún brosandi. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn. Anna Rún á opnun Margpóla með föðursystrum sínum Kristjönu Aðalsteinsdóttur og Sólveigu Aðalsteinsdóttur.Aðsend Það er ýmislegt á döfinni hjá þessari afkastamiklu listakonu. „Ég er á leiðinni til Stavanger í Noregi í næstu viku, þar er ég að vinna útilistaverk fyrir Háskólann í Stavanger. Þaðan fer ég til Berlínar þar sem ég verð með verk á sýningu og viðburð í tengslum við Berlin Art Week, svo er það Aþena í langþráð viku frí. Ég er sömuleiðis að undirbúa einkasýningu í Einkasafni í Norður Þýskalandi sem opnar næsta sumar. Það er sýning í níu sölum í 500fm rými og ég hlakka mikið til,“ segir Anna Rún að lokum en hún rekur sömuleiðis vinnustofu á Grandanum. Anna Rún á opnuninni í Austurríki hér með vara kanslara og ráðherra listar og menningar Mag Werner Kogler og ríkissritara ráðuneytisins Mag. Andrea Mayer.Aðsend Hér má nálgast dagskrá Listasafns Íslands á Menningarnótt. Myndlist Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Með þrjár stórar sýningar samtímis Anna Rún hefur komið víða að í myndlistarheiminum og verið starfrækt í tvo áratugi. Hún er búsett á Íslandi en er mikið á faraldsfæti og rekur stúdíó í Berlín. Hún stendur á tímamótum bæði í list og lífi og er óhrædd við þróun og nýjar áskoranir. „Ég hef aldrei verið með þrjár svona stórar sýningar í gangi á sama tíma. Einkasýningin mín Margpóla á Listasafni Íslands opnaði í vor og stendur fram í miðjan september.“ Þar sýnir Anna Rún ný tvívíð verk. „Ég er á tímamótum í vinnunni minni þar sem ég er að reyna að vaxa inn í tvívíðu verkin meira sem eru búin að vera svo rosalega mikill kennari fyrir mig alla tíð. Ég er að setja fókus á það því ég hef verið að gera stórar innsetningar í svo mörg ár. Mér þykir mjög vænt um þessa sýningu og hún er mjög persónuleg þó hún sé mjög abstrakt.“ Anna Rún hér við grjótnámu í Austurríki. Hún var í viðtali við Arte sjónvarpstöðina sem vildi gera innslag í námunni. v. sýningar í Bad Ischl, menningarhöfuðborg Evrópu 2024 sem Anna tók þátt í.Aðsend Ósýnilegir kraftar tengdir því sýnilega Anna Rún vinnur þar með afleiðingar af segulsviði jarðarinnar. „Ég er búin að vera að vinna í svolítið mörg ár með það að skoða hvernig til dæmis jarðsegulsvið og ósýnilegir kraftar eru tengdir því sýnilega. Þetta er í raun myndlíking fyrir það hvernig við sem manneskjur virkum. Hvernig öll samskipti, ferómon, hormón og fleira virkar á milli okkar. Við erum búnt af ósýnilegum skilaboðum út í umheiminn. Segulsvið jarðar er algjörlega ósýnilegt afl sem er samt eitt af grundvallarlögmálum eðlisfræðinnar. Þegar hraun kemur á yfirborð jarðar og kólnar þá dregur það í sig segulstefnuna eins og hún er akkúrat þá, þannig að hvert einasta grjót er eins og heimild um segulstefnu jarðar. Ég hef verið að skoða þetta og vinna með eðlisfræðingi. Svo fór ég að vinna með segulvirka liti (e. pigment) sem ég nýti í vatnslitaverk. Serían heitir Margpóla þar sem ég er að vinna með segulvirk efni og svo hugmyndina um norður, suður sem er svo ráðandi í allri hugmyndafræði okkar um hvernig áttirnar snúa, sem spilar svo inn í alþjóðapólítík, nýlendustefnusöguna og mjög vítt samhengi.“ Anna Rún notast við segulvirka liti.Aðsend Áhugaverð og „nördaleg“ ástríða Í miðju rými sýningarinnar er Anna Rún með stóran skúlptúr sem vísar í þetta. „Norður er alltaf myndbirt sem rautt á öllum áttavitum, rauða línan táknar að þetta sé rétta stefnan, ég veit núna hvert ég á að fara. Norðrið er ríkjandi áttvissa, sem á sér langa sögu sem er svo áhugavert. Ég geri skúlptúr á sýningunni þar sem ég er búin að pakka 240 metrum af rauðum kaðli upp á súlu sem hringsnýst og er búin að snúa inn þessari rauðu línu, bara skila henni. Á veggjunum eru síðan punktar sem gefa til kynna að norðrið hafi verið í allar mögulegar áttir á jarðarkringlunni. Og þetta eru punktar sem koma upp úr lestri á íslensku bergi. Fyrir 16 milljónum árum var norðið í þessa átt og svo í aðra átt fyrir 6 milljónum árum. Þetta er því margpóla tilboð. Hver einasta mynd inniheldur fleiri en eina pólsetningu og er bara myndbirting á þessum ferlum, myndbirtir virknina sem er sama virkni og er í kringum jörðina. Segulsviðið er verndarhjúpur um jörðina. Þetta er á margan hátt svo áhugavert en auðvitað líka svolítið ýkt og nördalegt, þannig að ég gæti alveg talað stanslaust mjög djúpt um þetta í allan dag,“ segir Anna Rún og skellir upp úr. Anna Rún við uppsetningu Margpóla á Listasafni Íslands.Aðsend Vill sýna fram á falska skilgreiningahefð Anna Rún leggur mikið upp úr rannsóknum og stóru samhengi í listsköpun sinni. „Verkin mín hafa hingað til ekki snúist um mig. Á fimmtán árum hef ég verið að leita mér að leiðum til að sýna eitthvað sem er, að finna leiðir til að myndbirta hvernig allt er lifandi og animískt. Ég hef alltaf verið í viðbragði gegn því að við skilgreinum eitthvað sem lifandi og annað sem dautt og sömuleiðis okkur sem æðri öðrum, til dæmis dýrategundum og lífríkjum. Það er mjög skýr hírarkía að steinaríkið sé dauðast, svo kemur plönturíkið, því næst dýraríkið og við trónum á toppnum. Ég hef unnið í því að reyna að sýna fram á hvað þessi skilgreiningahefð er fölsk, þetta er allt tilbúningur.“ View this post on Instagram A post shared by Anna Rún Tryggvadóttir (@annaruntry) Þó eru persónulegar nálganir sömuleiðis til staðar. „Þetta kemur líka frá því að vera manneskja sem gengur um, ég veit að ég hef áhrif á alla í kringum mig og allir í kringum mig hafa áhrif á mig, aðstæður í kringum mig hafa áhrif en við erum samt alltaf að þykjast að við séum algjörlega afmörkuð í okkar líkömum. Það er bara svo ótrúlega margt annað í gangi sem við höfum ekki endilega tæki til að mæla, mælingartækin okkar eru svo takmörkuð. Þetta er í raun ég að reyna að nýta listina mína til þess að útskýra hvernig ég upplifi mig sem manneskju og hvernig það er að vera manneskja.“ Anna Rún nýtir listina sömuleiðis til þess að skilja og útskýra hvernig það er að vera manneskja.Aðsend „Líf mitt og andardráttur í tuttugu ár“ Anna Rún segir að það sé eina leiðin sem hún kunni. „Ég er búin að vinna við þetta og þetta er búið að vera líf mitt og andardráttur í tuttugu ár, ég bara kann ekkert annað. Ég veit ekki hvernig ég gæti útskýrt mig öðruvísi en að reyna að nýta þessa næmni og krafta sem búa í okkur öllum á þennan hátt. Þetta kemur líka frá mínum stærstu upplifunum sem barn, ég átti svo mikið auðveldara með að tengja mig við eitthvað annað en manneskjur. Til dæmis dýr og náttúruleg fyrirbæri og í gegnum það að hafa upplifað hráu náttúruna hér á Íslandi held ég fast í upplifunina að skilja hvað ég er lítil í samanburði við annað.“ Anna Rún hefur verið búsett í stórborgum erlendis og segir samhengið annað þar. „Þetta er eitthvað sem er ótrúlega auðvelt að fara á mis við ef þú ert alltaf umkringd steypu og manngerðum virkjum. Þá er engin ástæða til að pæla í þessu. Svo búum við svo mikla samfélagslega sjálfsblekkingu sem við búum okkur til sem er að við stjórnum öllu. Ég meina það er mögulega 200 ára eldgosahrina farin af stað á Reykjanesi og við erum að reyna að búa til varnarveggi og það er verið að halda bæjarfélagi opnu sem er í mikilli áhættu. Þetta er mannlegt í okkur, við erum svo lausnamiðuð en stundum gleymum við að hugsa um stóra samhengið.“ Anna Rún við opnun verksins Garden - Strata Salzkammergut í Bad Ischl. Hún sækir mikið í náttúruna og hugmyndina um hve lítil manneskjan er í nálægð náttúrunnar.Aðsend Erfitt að fóta sig í karllægri senu Anna Rún kláraði BA gráðu í myndlist hérlendis og þar af heilt ár í skiptinámi í Þýskalandi. „Ég útskrifast 23 ára og er á sama aldursári orðið móðir. Þá blasti við mér veruleiki sem var: Ég er kona, ég á barn, ég er ung móðir, ég get ekki speglað mig í myndlistinni hér og náð að koma undir mér fótunum. Það sem ég er að upplifa og þau viðfangsefni sem ég er að fást við í lífinu eru ekki viðfangsefni sem virðast vera gjaldgeng í myndlist. Móðir, kona, skynjun, þetta voru bara hlutir sem voru bara ekki í tísku í myndlist. Þannig að ég fór í háskólanám hér heima og komst þá að því að heimspeki var enn verri staður fyrir mig en myndlist,“ segir Anna Rún hlæjandi. Hún sótti þá um í meistaranám í Kanada og flaug þar inn. „Þá fann ég fæturna. Ég fór í meistaranám því ég vissi auðvitað að ég kæmist ekki hjá þessu, þetta var það eina sem ég gat og átti að gera. Ég bjó í Kanada í nokkur ár og það varð eins og hreiður fyrir mig, það var frábært tími. Í meistaranáminu næ ég að búa til farveginn sem ég vissi að ég ætlaði að fylgja sem myndlistarmaður og það nám þjónaði akkúrat þeim tilgangi sem ég vildi að hann þjónaði.“ Anna Rún fann sig algjörlega í meistaranáminu í Kanada.Aldís Pálsdóttir Heldur stúdíói í Berlín og þarf víðara samhengi Anna Rún fluttist svo aftur til Íslands með fjölskyldunni í nokkur ár áður en leiðin lá aftur til Þýskalands. Í dag er hún búsett heima en er dugleg að fara út. „Ég held stúdíói í Berlín og er mikið þar. Svo er ég að sýna erlendis og það er gríðarlega mikilvægt fyrir mér að anda að mér víðara samhengi en íslensku. Ég elska að geta verið hér á Íslandi og ég elska íslensku myndlistarsenuna en ég þarf líka á víðara samhengi að halda.“ Frá upphafi ferilsins hefur Anna Rún algjörlega fundið að myndlistin sé rétti farvegurinn. „Sú upplifun er bara að aukast og jarðbindast meira og meira. Ég veit að ég á enga undankomu auðið, ég er myndlistarmaður og ég verð alltaf myndlistarmaður. Jafnvel þótt ég þurfi að vinna aðrar vinnur þá verð ég alltaf myndlistarmaður. Það er alveg á hreinu. Ég er svo ótrúlega sátt að finna það og lifa eftir því óháð velgengni. Það er ekki hægt að líta fram hjá því að myndlistarmenn eru í 99,9 prósent tilfella undir lágmarkslaunum. Þetta er gríðarlegt hark og þó að fólk þurfi að gera aðra hluti til að sjá fyrir sér fjárhagslega þá er þetta heilög köllun sem er partur af því að vera til og það breytist ekkert, það er bara.“ Fjarlægir egó-ið úr sköpuninni Hún segist sömuleiðis hafa þjálfast í því að fjarlægja sig að ákveðnu leyti frá verkum sínum þegar það kemur að sýningum og að afhjúpa list sína. „Ég var alltaf ógeðslega stressuð þegar ég var yngri að opinbera mig og berskjalda. Ég man eftir því að hafa þurft að halda fyrirlestur um mig í meistaranáminu og ég var bara að fara að gubba úr stressi. Ég hélt ég myndi ekki lifa það af, þetta var svo rosalega erfitt fyrir mig. Ég var búin að flytja í nýtt land, nýja heimsálfu með barnið mitt og hafði aldrei haldið sýningu. Svo gerist eitthvað, með því að setja sig og sitt efni út. Umheimurinn tekur á móti því og hjálpar þér að búa til samhengi úr því og svo fjarlægjast það. Partur af því að vera listamaður er að setja listina út því það hjálpar manni að aftengjast verkunum og þróast lengra. Af því þetta var erfitt fyrir mig þróaði ég líka með mér leið, að þetta snérist ekki um mig. Þetta snýst um listina, ég hef trú á þessari list, þetta er auðvitað tengt mér en þetta er líka miklu stærra en ég. Þannig að ég gat tekið egó-ið út og komið alveg í veg fyrir að listin snerist um egóið. Með því til dæmis að hugsa um myndlistina mína sem þjónustu við ákveðin skilaboð, efni sem ég er að sýna fram á, ferla eða við áhorfandann. Ég mjög meðvitað bjó mér til kerfi þar sem ég þyrfti ekki að vera að þvælast fyrir sjálfri mér.“ Anna Rún fann kerfi sem virkar vel fyrir hana þar sem hún fjarlægir egó-ið frá listinni. Hér er hún í Avesta í Svíþjóð, við uppsetningu á verkinu Fljótandi fastar maí 2024. Hún fann þennan bolla inn í eldhússkáp verkstæðisins.Aðsend Miklar umbreytingar í persónulegu lífi og listinni Það hafa miklar breytingar átt sér stað í lífi Önnu Rúnar undanfarið. „Ég finn að ég er á tímamótum núna, ég er að þróa ný verk þar sem ég ætla að setja mig öðruvísi inn í verkin, samt ekki byggt á egó. Ég er á mjög fyndnum stað þar sem ég er að reyna að vinna með olíumálningu. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tíu árum að ég ætti að vinna með olíumálningu þá hefði ég rekið pensil upp í nefið á þeim en núna er ég bara algjörlega heilluð og ég er að blanda saman alls kyns efnum. Ég er að ögra mér á margan hátt til að taka breytingum því ég finn að það er eitthvað tímabil í mínu lífi núna sem er að klárast, það er búið og það hafa verið miklar umbreytingar hjá mér. Ég skildi fyrir tveimur árum, börnin mín eru að eldast, ég er komin yfir fertugt. Ég er að vinna mig í áttina að því að verða persónulegri en líka halda í það sem ég hef verið að gera. Ég er mjög spennt og vil bara alltaf vera að vinna núna,“ segir Anna Rún og brosir. Hún er með tvær sýningar erlendis um þessar mundir, þar á meðal sýninguna fljótandi fastar, Verket Avesta í Svíþjóð, sem stendur í allt sumar og stóra innsetningu á sýningu í Austurríki. „Sú sýning var opnunarsýning menningarhöfuðborgar Evrópu í Bad Ischl og opnaði í janúar. Ég hef unnið mikið með gjörningaskúlptúra. Það er fyndið því ég hef alltaf sagt að ég vinn ekki með niðurstöður heldur ferlið og hafna karllægum gildum í listasögunni, svo er ég bara með tvær risastórar innsetningar erlendis. Þetta eru þó bæði staðbundin hreyfiverk sem eru mjög tengd og klárast aldrei. Ég fékk tækifæri til að vinna stórt og fannst það mjög spennandi.“ Opnun Margpóla á Listasafni Íslands 2024 Anna Rún Tryggvadóttir, Arnbjörg María Daníelssen, Guðný Guðmundsdóttir, Elín Hansdóttir, Urður Hákonardóttir, Sara Riel.Aðsend Listamannaspjall og dansflokkurinn á Menningarnótt Anna Rún verður svo á Listasafni Íslands á Menningarnótt þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri á að sjá verkin og heyra frá þeim. „Við verðum með listamannaspjall á Listasafni Íslands á laugardaginn klukkan 16:00 þar sem ég ræði við Guðnýju Guðmundsdóttur en hún er sömuleiðis galleristinn minn í Berlín. Íslenski dansflokkurinn verður með okkur og þau ætla að vera með svokallað viðbragð við verkunum mínum. Það stendur yfir allan daginn og er opið öllum,“ segir Anna Rún brosandi. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn. Anna Rún á opnun Margpóla með föðursystrum sínum Kristjönu Aðalsteinsdóttur og Sólveigu Aðalsteinsdóttur.Aðsend Það er ýmislegt á döfinni hjá þessari afkastamiklu listakonu. „Ég er á leiðinni til Stavanger í Noregi í næstu viku, þar er ég að vinna útilistaverk fyrir Háskólann í Stavanger. Þaðan fer ég til Berlínar þar sem ég verð með verk á sýningu og viðburð í tengslum við Berlin Art Week, svo er það Aþena í langþráð viku frí. Ég er sömuleiðis að undirbúa einkasýningu í Einkasafni í Norður Þýskalandi sem opnar næsta sumar. Það er sýning í níu sölum í 500fm rými og ég hlakka mikið til,“ segir Anna Rún að lokum en hún rekur sömuleiðis vinnustofu á Grandanum. Anna Rún á opnuninni í Austurríki hér með vara kanslara og ráðherra listar og menningar Mag Werner Kogler og ríkissritara ráðuneytisins Mag. Andrea Mayer.Aðsend Hér má nálgast dagskrá Listasafns Íslands á Menningarnótt.
Myndlist Menning Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira