Neyðarástand í boði Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Inga Sæland skrifa 21. ágúst 2024 19:31 Þá hafa „snillingarnir“ á Svörtuloftum haldið upp á eins árs afmæli okur-stýrivaxtanna og klappað sjálfum sér á bakið með því að ákveða að viðhalda þeim um fyrirsjáanlega framtíð. Oft hefur vanhæfnin sem þar ríður röftum gjörsamlega gengið fram af okkur en sjaldan sem nú. Athafnir þessara einstaklinga, sem engin hefur kjörið, í skjóli einræðisvalds Seðlabankans, eru að ganga að samfélaginu dauðu. Skuldsett heimili og fyrirtæki riða til falls. Skeytingarleysi þeirra sem sitja í Peningastefnunefnd, ásamt miskunnarleysi þeirra og vanvirðingu gagnvart varnarlausu fólki, er ekki hægt að réttlæta með neinum hætti. Heimili landsins hafa ekki valdið verðbólgunni en enn og aftur er reikningurinn fyrir óráðsíu, fyrirhyggjuleysi og stjórnleysi fjármálaaflanna og ríkisstjórnarinnar sendur lóðbeint á þau. Seðlabankinn sinnir hlutverki sínu gagnvart bönkunum með eindæmum vel og fer í öllu að óskum þeirra. Óskum sem settar eru fram í formi „spádóma“ um að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti strax, því það sé alls ekki tímabært. Alltaf er látið eins og greiningaaðilar bankanna séu óháðir og hafi engra hagsmuna að gæta. En með þessum „spádómum“ sínum eru þeir í raun að biðja Seðlabankann um að framlengja veiðileyfi sitt á skuldsett heimili og fyrirtæki. Verðtryggingin er deyfilyf Auk þess að hagnast gríðarlega á háu vaxtastigi er þeim að sjálfsögðu fullljóst að aflinn mun aukast gríðarlega á næstu vikum og mánuðum, þegar hin svokallaða snjóhengja losnar og vilja því viðhalda veiðileyfinu sem lengst – veiðileyfi sem engin kvóti er á. Markmiðið er að koma sem flestum á klafa verðtryggingar, því hún er hin raunverulega gullgæs fjármálakerfisins. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt, því að þeim mun fleiri sem taka verðtryggð lán, þeim mun verr virka vaxtahækkanir gegn verðbólgunni, sem er fullkomin afsökun fyrir Seðlabankann til að halda stýrivöxtum hærri enn lengur, sem aftur mun valda því að fleiri neyðast til að flýja á höggstokk verðtryggingarinnar. Verðtryggingin virkar í raun eins og deyfilyf því hún gefur stundarfró frá háum afborgunum, en það er bara rétt á meðan gildran lokast og áður en snjóboltaáhrif þess að taka verðtryggt lán í um 6% verðbólgu, fara að koma í ljós. Eins og hjá dópsölum er skuldbreytingin frí og veitir fró og það sama á við um fyrstu skammtana, en síðar þegar afleiðingarnar blasa við áttu þér enga undankomuleið. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram frumvörp um bann við þessum skaðlegu verðtryggðu lánum til neytenda auk þess að hafa í tvígang lagt fram frumvörp um frystingu á verðtryggingu lána og leigu. Ef það hefði verið samþykkt, hefði það skipt sköpum fyrir þúsundir. En auðvitað kærir ríkisstjórnin sig ekki um að verja almannahag, þetta er ríkisstjórn sérhagsmunagæslu fjármálafyrirtækja og auðmanna. Með kíkinn fyrir blinda auganu Hroki er aldrei gott veganesti. Í stað þess að líta til landanna sem hafa náð aðdáunarverðum árangri í baráttunni við verðbólguna, þá hefur Peningastefnunefnd sett kíkinn fyrir blinda augað og eingöngu unnið út frá hagsmunum fjármálafyrirtækja, án þess að skeyta nokkuð um heimilin. Rörsýnin er algjör og breiðvirkar og ómarkvissar aðgerðir hans, sem hafa svo til eingöngu falist í vaxtahækkunum, hafa engan veginn virkað sem skyldi og í raun valdið alveg gríðarlegum skaða sem vel hefði mátt komast hjá. Vaxtahækkanir bitna svo til eingöngu á þeim sem minnst eiga og mest skulda og þau eiga það oft sameiginlegt að ná ekki endum saman. Svo sannarlega ekki hópurinn sem við er að sakast. Heldur fórnarlömbin sem fá alla óstjórnina í fangið. Fyrir tveimur árum, þegar að brjálæðið hófst var skipting lána á Íslandi svona: ·30% með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum ·20% með óverðtryggð lán á föstum vöxtum ·50% með verðtryggð lán Nú er það svo að vaxtahækkanir minnka bara ráðstöfunarfé þeirra sem tilheyra fyrsta hópnum og eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Þessi 30% hafa því borið þessar vaxtahækkanir og allar byrgðarnar á meðan 70% þjóðarinnar hafa lítið fundið fyrir þeim og því ekki þurft að breyta neyslumynstri sínu sem neinu nemur. Það skýtur því verulega skökku við að Seðlabankastjóri skuli ráðleggja þeim sem eru að lenda í snjóflóðinu að skipta yfir í verðtryggð lán, sem er eina „lausnin“ sem bankarnir bjóða upp á. Það er ekkert skrýtið að vaxtahækkanir virki ekki þegar eingöngu 30%, og þeim fer ört fækkandi, neyðast til að breyta neyslumynstri sínu vegna aukinnar vaxtabyrði. Ríkisstjórnin má skammast sín Ríkisstjórnin hefur fleygt inn handklæðinu fyrir löngu og hefur aldrei haft vald á ástandinu og hreinlega gert illt verra. Einfeldni og ákvarðanafælni hefur einkennt alla þeirra stjórnartíð og aðgerðaleysi þeirra í þágu heimilanna er algjört. Á Íslandi er rekin lang versta efnahagsstjórn í heimi þegar litið er til ríkja sem geta með stolti kallað sig lýðræðis og réttarríki. Hér er þvert á móti rekin hagstjórn sem er á pari við vanþróuð og stríðshrjáð lönd. 9,25% stýrivextir í 6% verðbólgu er ekki einungis galið heldur forheimskt. Þessi ömurlega aðför að samfélaginu sýnir svo ekki verður á móti mælt, þann hug og það ábyrgðarleysi sem valdhafarnir sína samfélagi í neyð. Við sjáum það öll að það er með ráðum gert að færa bönkunum heimili og fyrirtæki landsmanna á silfurfati. AFTUR! Hinn heilagi húsnæðisliður vísitölunnar Það hefur margoft komið fram að stór þáttur í þessu ófremdarástandi er hinn svokallaði húsnæðisliður. Með því að afnema hann úr neysluvísitölunni myndi verðbólgan hjaðna um a.m.k. 2% á einni nóttu. Það er með öllu óútskýranlegt hvers vegna þessi stærsta breyta í viðhaldi á verðbólgu sem húsnæðisliðurinn er, hefur ekki verið fjarlægð. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram frumvörp á Alþingi um að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Það er ljóst að þar hrópum við upp í vindinn og erum sem eyland í baráttunni gegn þeim hörmungum sem sturtað hefur verið yfir samfélagið eina ferðina enn. Ísland er svo til eina landið í heiminum þar sem lán neytenda hækka, en lækka aldrei, í takti við vísitöluna og þætti eins og uppskerubrest á kaffi úti í heimi. Það er staðreynd að stjórnvöld, hvort sem er ríkisstjórn eða sveitastjórnir, hafa búið til skortstöðu á húsnæðismarkaði auk þess sem sá markaður er orðinn að leikvelli fyrir fjárfesta. Hvort tveggja er alltaf til hækkunar á húsnæðisverði. Best væri að banna verðtryggingu neytendalána og húsnæðisliðurinn myndi ekki skipta okkur neinu máli, en á meðan lánin okkar hækka stöðugt vegna hans, verður hann að fara út. Neyðarástand krefst neyðarlaga Enginn ætti að vera búinn að gleyma afrekum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í efnahagshruninu 2008 og við megum alls ekki heldur gleyma þeim „lausnum“ sem Samfylking og VG komu með í kjölfarið, en þær einar og sér urðu til þess að kippa fótunum undan tugþúsundum. Þá misstu a.m.k. þúsundir heimili sín og fyrirtæki fóru unnvörpum í þrot. Hagstjórnin á þeim tíma var hagsmunagæsla fyrir auðvaldið á kostnað almennings. Nú er sagan að endurtaka sig í boði Bjarna Benediktssonar og ríkistjórnar hans sem kemur að vísu ekki á óvart. Nú undir forystu og með samþykki Sjálfstæðisflokksins eiga sér stað einhverjir mestu fjármagnsflutningar til bankanna frá almenningi og skuldsettum fyrirtækjum sem um getur og skuldsett heimili eru þvinguð á höggstokk verðtryggingar. Ekki af því að þau velji það, heldur af því að þau eiga engan annan kost. Það ríkir glæpsamlegt neyðarástand í samfélaginu í dag, ástand sem að stórum hluta er mannanna verk. Neyðarástandi ber að mæta með neyðaraðgerðum/neyðarlögum. Við höfum ítrekað óskað eftir því opinberlega, að Alþingi yrði kallað saman og að ríkisstjórnin axlaði ábyrgð á eigin skít. En þetta er því miður ábyrgðarlaus ríkisstjórn sem finnst best að stinga hausnum í sólarsandinn, og einbeita sér að þjóðarleikvöngum, borgarlínu og brennivíni í búðum. Þessi ríkisstjórn þarf að koma sér að verki og fara að vinna fyrir FÓLKIÐ í landinu. Ef hún treystir sér ekki til þess þarf hún að stíga til hliðar svo að þeir sem verkinu valda, geti unnið af heilindum fyrir samfélagið okkar. Til þess vorum við jú kjörin á Alþingi Íslendinga. VIÐ ÞORUM! Höfundar eru Inga Sæland, þingsmaður og formaður Flokks fólksins og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Verðlag Neytendur Flokkur fólksins Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þá hafa „snillingarnir“ á Svörtuloftum haldið upp á eins árs afmæli okur-stýrivaxtanna og klappað sjálfum sér á bakið með því að ákveða að viðhalda þeim um fyrirsjáanlega framtíð. Oft hefur vanhæfnin sem þar ríður röftum gjörsamlega gengið fram af okkur en sjaldan sem nú. Athafnir þessara einstaklinga, sem engin hefur kjörið, í skjóli einræðisvalds Seðlabankans, eru að ganga að samfélaginu dauðu. Skuldsett heimili og fyrirtæki riða til falls. Skeytingarleysi þeirra sem sitja í Peningastefnunefnd, ásamt miskunnarleysi þeirra og vanvirðingu gagnvart varnarlausu fólki, er ekki hægt að réttlæta með neinum hætti. Heimili landsins hafa ekki valdið verðbólgunni en enn og aftur er reikningurinn fyrir óráðsíu, fyrirhyggjuleysi og stjórnleysi fjármálaaflanna og ríkisstjórnarinnar sendur lóðbeint á þau. Seðlabankinn sinnir hlutverki sínu gagnvart bönkunum með eindæmum vel og fer í öllu að óskum þeirra. Óskum sem settar eru fram í formi „spádóma“ um að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti strax, því það sé alls ekki tímabært. Alltaf er látið eins og greiningaaðilar bankanna séu óháðir og hafi engra hagsmuna að gæta. En með þessum „spádómum“ sínum eru þeir í raun að biðja Seðlabankann um að framlengja veiðileyfi sitt á skuldsett heimili og fyrirtæki. Verðtryggingin er deyfilyf Auk þess að hagnast gríðarlega á háu vaxtastigi er þeim að sjálfsögðu fullljóst að aflinn mun aukast gríðarlega á næstu vikum og mánuðum, þegar hin svokallaða snjóhengja losnar og vilja því viðhalda veiðileyfinu sem lengst – veiðileyfi sem engin kvóti er á. Markmiðið er að koma sem flestum á klafa verðtryggingar, því hún er hin raunverulega gullgæs fjármálakerfisins. Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt, því að þeim mun fleiri sem taka verðtryggð lán, þeim mun verr virka vaxtahækkanir gegn verðbólgunni, sem er fullkomin afsökun fyrir Seðlabankann til að halda stýrivöxtum hærri enn lengur, sem aftur mun valda því að fleiri neyðast til að flýja á höggstokk verðtryggingarinnar. Verðtryggingin virkar í raun eins og deyfilyf því hún gefur stundarfró frá háum afborgunum, en það er bara rétt á meðan gildran lokast og áður en snjóboltaáhrif þess að taka verðtryggt lán í um 6% verðbólgu, fara að koma í ljós. Eins og hjá dópsölum er skuldbreytingin frí og veitir fró og það sama á við um fyrstu skammtana, en síðar þegar afleiðingarnar blasa við áttu þér enga undankomuleið. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram frumvörp um bann við þessum skaðlegu verðtryggðu lánum til neytenda auk þess að hafa í tvígang lagt fram frumvörp um frystingu á verðtryggingu lána og leigu. Ef það hefði verið samþykkt, hefði það skipt sköpum fyrir þúsundir. En auðvitað kærir ríkisstjórnin sig ekki um að verja almannahag, þetta er ríkisstjórn sérhagsmunagæslu fjármálafyrirtækja og auðmanna. Með kíkinn fyrir blinda auganu Hroki er aldrei gott veganesti. Í stað þess að líta til landanna sem hafa náð aðdáunarverðum árangri í baráttunni við verðbólguna, þá hefur Peningastefnunefnd sett kíkinn fyrir blinda augað og eingöngu unnið út frá hagsmunum fjármálafyrirtækja, án þess að skeyta nokkuð um heimilin. Rörsýnin er algjör og breiðvirkar og ómarkvissar aðgerðir hans, sem hafa svo til eingöngu falist í vaxtahækkunum, hafa engan veginn virkað sem skyldi og í raun valdið alveg gríðarlegum skaða sem vel hefði mátt komast hjá. Vaxtahækkanir bitna svo til eingöngu á þeim sem minnst eiga og mest skulda og þau eiga það oft sameiginlegt að ná ekki endum saman. Svo sannarlega ekki hópurinn sem við er að sakast. Heldur fórnarlömbin sem fá alla óstjórnina í fangið. Fyrir tveimur árum, þegar að brjálæðið hófst var skipting lána á Íslandi svona: ·30% með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum ·20% með óverðtryggð lán á föstum vöxtum ·50% með verðtryggð lán Nú er það svo að vaxtahækkanir minnka bara ráðstöfunarfé þeirra sem tilheyra fyrsta hópnum og eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Þessi 30% hafa því borið þessar vaxtahækkanir og allar byrgðarnar á meðan 70% þjóðarinnar hafa lítið fundið fyrir þeim og því ekki þurft að breyta neyslumynstri sínu sem neinu nemur. Það skýtur því verulega skökku við að Seðlabankastjóri skuli ráðleggja þeim sem eru að lenda í snjóflóðinu að skipta yfir í verðtryggð lán, sem er eina „lausnin“ sem bankarnir bjóða upp á. Það er ekkert skrýtið að vaxtahækkanir virki ekki þegar eingöngu 30%, og þeim fer ört fækkandi, neyðast til að breyta neyslumynstri sínu vegna aukinnar vaxtabyrði. Ríkisstjórnin má skammast sín Ríkisstjórnin hefur fleygt inn handklæðinu fyrir löngu og hefur aldrei haft vald á ástandinu og hreinlega gert illt verra. Einfeldni og ákvarðanafælni hefur einkennt alla þeirra stjórnartíð og aðgerðaleysi þeirra í þágu heimilanna er algjört. Á Íslandi er rekin lang versta efnahagsstjórn í heimi þegar litið er til ríkja sem geta með stolti kallað sig lýðræðis og réttarríki. Hér er þvert á móti rekin hagstjórn sem er á pari við vanþróuð og stríðshrjáð lönd. 9,25% stýrivextir í 6% verðbólgu er ekki einungis galið heldur forheimskt. Þessi ömurlega aðför að samfélaginu sýnir svo ekki verður á móti mælt, þann hug og það ábyrgðarleysi sem valdhafarnir sína samfélagi í neyð. Við sjáum það öll að það er með ráðum gert að færa bönkunum heimili og fyrirtæki landsmanna á silfurfati. AFTUR! Hinn heilagi húsnæðisliður vísitölunnar Það hefur margoft komið fram að stór þáttur í þessu ófremdarástandi er hinn svokallaði húsnæðisliður. Með því að afnema hann úr neysluvísitölunni myndi verðbólgan hjaðna um a.m.k. 2% á einni nóttu. Það er með öllu óútskýranlegt hvers vegna þessi stærsta breyta í viðhaldi á verðbólgu sem húsnæðisliðurinn er, hefur ekki verið fjarlægð. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram frumvörp á Alþingi um að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni. Það er ljóst að þar hrópum við upp í vindinn og erum sem eyland í baráttunni gegn þeim hörmungum sem sturtað hefur verið yfir samfélagið eina ferðina enn. Ísland er svo til eina landið í heiminum þar sem lán neytenda hækka, en lækka aldrei, í takti við vísitöluna og þætti eins og uppskerubrest á kaffi úti í heimi. Það er staðreynd að stjórnvöld, hvort sem er ríkisstjórn eða sveitastjórnir, hafa búið til skortstöðu á húsnæðismarkaði auk þess sem sá markaður er orðinn að leikvelli fyrir fjárfesta. Hvort tveggja er alltaf til hækkunar á húsnæðisverði. Best væri að banna verðtryggingu neytendalána og húsnæðisliðurinn myndi ekki skipta okkur neinu máli, en á meðan lánin okkar hækka stöðugt vegna hans, verður hann að fara út. Neyðarástand krefst neyðarlaga Enginn ætti að vera búinn að gleyma afrekum Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í efnahagshruninu 2008 og við megum alls ekki heldur gleyma þeim „lausnum“ sem Samfylking og VG komu með í kjölfarið, en þær einar og sér urðu til þess að kippa fótunum undan tugþúsundum. Þá misstu a.m.k. þúsundir heimili sín og fyrirtæki fóru unnvörpum í þrot. Hagstjórnin á þeim tíma var hagsmunagæsla fyrir auðvaldið á kostnað almennings. Nú er sagan að endurtaka sig í boði Bjarna Benediktssonar og ríkistjórnar hans sem kemur að vísu ekki á óvart. Nú undir forystu og með samþykki Sjálfstæðisflokksins eiga sér stað einhverjir mestu fjármagnsflutningar til bankanna frá almenningi og skuldsettum fyrirtækjum sem um getur og skuldsett heimili eru þvinguð á höggstokk verðtryggingar. Ekki af því að þau velji það, heldur af því að þau eiga engan annan kost. Það ríkir glæpsamlegt neyðarástand í samfélaginu í dag, ástand sem að stórum hluta er mannanna verk. Neyðarástandi ber að mæta með neyðaraðgerðum/neyðarlögum. Við höfum ítrekað óskað eftir því opinberlega, að Alþingi yrði kallað saman og að ríkisstjórnin axlaði ábyrgð á eigin skít. En þetta er því miður ábyrgðarlaus ríkisstjórn sem finnst best að stinga hausnum í sólarsandinn, og einbeita sér að þjóðarleikvöngum, borgarlínu og brennivíni í búðum. Þessi ríkisstjórn þarf að koma sér að verki og fara að vinna fyrir FÓLKIÐ í landinu. Ef hún treystir sér ekki til þess þarf hún að stíga til hliðar svo að þeir sem verkinu valda, geti unnið af heilindum fyrir samfélagið okkar. Til þess vorum við jú kjörin á Alþingi Íslendinga. VIÐ ÞORUM! Höfundar eru Inga Sæland, þingsmaður og formaður Flokks fólksins og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun