Göngutúr í góða veðrinu varð að martröð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 11:12 Hundurinn Smári fann öngul við Kleifarvatn í gær sem hafði í för með sér alvarlegar afleiðingar. Andrea Björk Hannesdóttir Andrea Björk Hannesdóttir dýralæknir var á göngu með hundinum sínum Smára í gær í blíðviðrinu við Kleifarvatn þegar að óheppilegt atvik varpaði dökkum skugga á annars fallegan dag. Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins. Hundar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins.
Hundar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira