Göngutúr í góða veðrinu varð að martröð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 11:12 Hundurinn Smári fann öngul við Kleifarvatn í gær sem hafði í för með sér alvarlegar afleiðingar. Andrea Björk Hannesdóttir Andrea Björk Hannesdóttir dýralæknir var á göngu með hundinum sínum Smára í gær í blíðviðrinu við Kleifarvatn þegar að óheppilegt atvik varpaði dökkum skugga á annars fallegan dag. Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins. Hundar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins.
Hundar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira