„...nema sveitarstjórnir og lögregla“ Kristín Magnúsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 19:01 Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögmennska Landbúnaður Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið nokkuð um það hjá ráðherrum og þingmönnum að fara með þá möntru að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. En er það þannig? Nú þarf lesandinn að gerast dómari í smástund, köllum dómstólinn Héraðsdóm um löghlýðni. Hæfnisskilyrðin fyrir dómarastarfið eru að vera læs, vita að ágangur búfjár stendur fyrir heimildarlausa beit, hafa a.m.k. þroska unglings og til þess að gera ógalna dómgreind. Dómur er settur! Lagagrein í lögum um afréttamálefni hljóðar þannig: „Stafi ágangur af búfé, sem heimilt er að hafa í heimahögum, ber sveitarstjórn að láta smala ágangsfénaði og reka þangað, sem hann á að vera, á kostnað eiganda, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt. Sinni sveitarstjórn ekki skyldum sínum skv. 1. mgr. að mati lögreglustjóra skal hann láta smala ágangsfénaði á kostnað eiganda.“ Sem sagt; ef búfé, sem eigandinn má halda í sínu heimalandi (er ekki skylt að vista á afrétti), stundar heimildarlausa beit í annars manns landi og sá landeigandi biður sveitarstjórn um að ágangsfénu sé smalað og flutt heim til sín, þá ber viðkomandi sveitarstjórn að verða við því. Þá verður búfjáreigandinn að greiða kostnaðinn, nema annað sé ákveðið í fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins. Ef sveitarstjórn verður ekki við lagaskyldu sinni, að mati lögreglustjóra, þá skuli lögreglan láta smala skepnunum og flytja heim til sín. Þrátt fyrir fjölda beiðna frá mörgum aðilum til margra sveitarstjórna, um smölun á ágangsfé sem heimilt er að hafa í heimalandi, hefur engin þeirra farið að lögunum. Þær bera ýmist fyrir sig ekki neitt eða eitthvað. Þeir sem hafa þá snúið sér til lögreglunnar, eins og lög gera ráð fyrir, hafa ekki haft árangur sem erfiði, þar sem ráðuneyti laga og réttar telur lögreglustjóra ómögulega geta metið hvenær lögbrot séu framin og hvenær ekki. Engin sveitarstjórn eða lögreglustjóri hefur látið smala ágangsfé. Fyrir þeim virðast lögin ekki hafa meiri vigt en miðlungs tækisfærisvísa á þorrablóti. Sem hæstvirtur dómari í löghlýðni, getur þú: a. Dæmt að ráðherrar og þingmenn skulu ætið bæta við möntruna sína; „..nema sveitarstjórnir og lögregla,“ þegar þeir segja að allir verði að fara að lögum. b. Sýknað. Fyrirmenn þjóðarinnar geti áfram sagt að það séu lög í landinu sem allir verði að fara eftir. Ástæða sýknu getur verið að sveitarstjórnir séu ofar lögum, lagatextinn knappur, lömbin falleg, lögregla upptekin, lögin gömul, kindaeigendur saklausir, lögin vitlaus, lambalæri góð eða af einhverri annarri ástæðu sem þér kann að detta í hug. Þú yrðir þar með í góðum félagsskap fyrirmanna. Hvernig dæmist..? Höfundur er lögfræðingur ML.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar