Hafði gott af of löngu banni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2024 08:01 Ragnar Bragi hefur verið frábær fyrir Fylki í sumar. vísir/arnar Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni. Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“ Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“
Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira