Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 11:29 Nýtt hitaveiturör sem á að tengja inn á flutningskerfið í Víðidal. Heitavatnslaust verður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins vegna framkvæmdanna fram á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. Lokað verður fyrir heitavatnið í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti klukkan 22 í kvöld, 19. ágúst, og opnað aftur fyrir það í hádeginu á miðvikudag, 21. ágúst. Lokunin er fyrsti liður í tengingu á nýrri flutningsæð hitaveitu. „Þessi svæði eru stækkandi og eftir því sem við byggjum meira af húsum þá þurfum við meira af heitu vatni og nú erum við komin á þann stað að til þess að geta flutt vatn af þessum svæðum, frá virkjununum okkar, þá þurfum við að bæta við annarri lögn samhliða hinni,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má sjá kort af svæðinu frá Veitum. Loka fyrir inntak og skrúfa fyrir krana Heitavatnsleysið er gríðarumfangsmikið. Það mun hafa áhrif á um 120 þúsund manns og viðbúið er að röskun verði á einhverri starfsemi, sundlaugum á svæðinu verður til að mynda lokað. En hvað ber að hafa í huga, nú þegar heitavatnsleysið er við það að skella á? Guðmundur Páll Ólafsson pípulagningameistari var einnig gestur í Bítinu. Hann ráðlagði öllum að loka fyrir heitavatnsinntakið og skrúfa fyrir krana. „Svo þegar búið er að hleypa á kerfið aftur í heild sinni, opnið þá fyrir þann krana aftur í rólegheitum, og verið viss um að allir heitavatnskranar séu lokaðir í eldhúsvöskum og baðvöskum og fleira,“ sagði Guðmundur. Þá sé gott að hafa glugga lokaða til að halda varma inni. Guðmundur beindi því einnig sérstaklega til fólks með gólfhitakerfi að huga að sínum kerfum. „Þá myndi ég biðja fólk að taka dælurnar úr sambandi. Ef kerfin liggja þannig að það verði þrýstifall á kerfinu, þá getur komist loft inn á dælurnar og dælurnar eru mismunandi úr garði gerðar. Sumar þola það illa, aðrar drepa á sér,“ sagði Guðmundur. Frekari leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Veitna, veitur.is, og þá hefur Félag pípulagningameistara tekið saman leiðbeiningar sem birtar hafa verið á vef félagsins, piparinn.is. Tíu lykilráðleggingar Ráðleggingar frá félagi Pípulagningameistara má sjá listaðar að neðan: Fylgjast með tilkynningum veitufyrirtækja um fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir stofnloka/inntaksloka á heitu vatni rétt fyrir fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir loka á bakrás (retúr) til að halda vatni inni á hitakerfinu. Slökkva á hringrásardælum, ef við á. Eftir að viðgerð er lokið og vatn komið aftur á dreifikerfið: Þegar vatni er hleypt aftur á dreifikerfið er MIKILVÆGT að opna fyrst fyrir loka á bakrás og síðan fyrir stofnloka/inntaksloka. Skrúfa frá heitu neysluvatni (t.d. eldhús- eða skolvask) og láta vatn renna í 30 sekúndur eða þar til loft er farið úr lögnum. (Þar sem er varmaskiptir bíða eftir nægu hitastigi úr krana.) Kveikja á hringrásardælum, ef við á. Ef hitakerfið virkar ekki, athuga hvort óhreinindi séu í inntakssíu eða þrýstijafnari hættur að virka. Ef ekki er hægt að koma hitakerfinu í gang er hægt að finna pípara á piparinn.is Fylgjast vel með hitakerfinu eftir að það er komið í gang. Athuga með leka og hvort kerfið virkar rétt. Orkumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Tengdar fréttir Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Lokað verður fyrir heitavatnið í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti klukkan 22 í kvöld, 19. ágúst, og opnað aftur fyrir það í hádeginu á miðvikudag, 21. ágúst. Lokunin er fyrsti liður í tengingu á nýrri flutningsæð hitaveitu. „Þessi svæði eru stækkandi og eftir því sem við byggjum meira af húsum þá þurfum við meira af heitu vatni og nú erum við komin á þann stað að til þess að geta flutt vatn af þessum svæðum, frá virkjununum okkar, þá þurfum við að bæta við annarri lögn samhliða hinni,“ sagði Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má sjá kort af svæðinu frá Veitum. Loka fyrir inntak og skrúfa fyrir krana Heitavatnsleysið er gríðarumfangsmikið. Það mun hafa áhrif á um 120 þúsund manns og viðbúið er að röskun verði á einhverri starfsemi, sundlaugum á svæðinu verður til að mynda lokað. En hvað ber að hafa í huga, nú þegar heitavatnsleysið er við það að skella á? Guðmundur Páll Ólafsson pípulagningameistari var einnig gestur í Bítinu. Hann ráðlagði öllum að loka fyrir heitavatnsinntakið og skrúfa fyrir krana. „Svo þegar búið er að hleypa á kerfið aftur í heild sinni, opnið þá fyrir þann krana aftur í rólegheitum, og verið viss um að allir heitavatnskranar séu lokaðir í eldhúsvöskum og baðvöskum og fleira,“ sagði Guðmundur. Þá sé gott að hafa glugga lokaða til að halda varma inni. Guðmundur beindi því einnig sérstaklega til fólks með gólfhitakerfi að huga að sínum kerfum. „Þá myndi ég biðja fólk að taka dælurnar úr sambandi. Ef kerfin liggja þannig að það verði þrýstifall á kerfinu, þá getur komist loft inn á dælurnar og dælurnar eru mismunandi úr garði gerðar. Sumar þola það illa, aðrar drepa á sér,“ sagði Guðmundur. Frekari leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef Veitna, veitur.is, og þá hefur Félag pípulagningameistara tekið saman leiðbeiningar sem birtar hafa verið á vef félagsins, piparinn.is. Tíu lykilráðleggingar Ráðleggingar frá félagi Pípulagningameistara má sjá listaðar að neðan: Fylgjast með tilkynningum veitufyrirtækja um fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir stofnloka/inntaksloka á heitu vatni rétt fyrir fyrirhugaða lokun á heitu vatni. Loka fyrir loka á bakrás (retúr) til að halda vatni inni á hitakerfinu. Slökkva á hringrásardælum, ef við á. Eftir að viðgerð er lokið og vatn komið aftur á dreifikerfið: Þegar vatni er hleypt aftur á dreifikerfið er MIKILVÆGT að opna fyrst fyrir loka á bakrás og síðan fyrir stofnloka/inntaksloka. Skrúfa frá heitu neysluvatni (t.d. eldhús- eða skolvask) og láta vatn renna í 30 sekúndur eða þar til loft er farið úr lögnum. (Þar sem er varmaskiptir bíða eftir nægu hitastigi úr krana.) Kveikja á hringrásardælum, ef við á. Ef hitakerfið virkar ekki, athuga hvort óhreinindi séu í inntakssíu eða þrýstijafnari hættur að virka. Ef ekki er hægt að koma hitakerfinu í gang er hægt að finna pípara á piparinn.is Fylgjast vel með hitakerfinu eftir að það er komið í gang. Athuga með leka og hvort kerfið virkar rétt.
Orkumál Reykjavík Garðabær Kópavogur Tengdar fréttir Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09
Þriggja daga heitavatnsleysi í næstu viku Íbúar í Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Norðlingaholti og Breiðholti þurfa að búa sig undir heitavatnsleysi á mánudag. Það varir fram á miðvikudag. 16. ágúst 2024 10:25